Tökur á fjórðu Matrix-myndinni hefjast á næsta ári Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2019 20:35 Keanu Reeves og Carrie-Ann Moss snúa aftur sem Neo og Trinity. Warner Bros Aðdáendur Matrix-þríleiksins hafa yfir einhverju að gleðjast í dag því Keanu Reaves og Carrie-Anne Moss hafa samþykkt að leika í fjórðu myndinni. Lana Wachowski, önnur systranna sem leikstýrði þríleiknum, verður leikstjóri og einn af handritshöfundum fjórðu myndarinnar. Munu þau Reeves og Moss leika þau Neo og Trinity sem voru aðalsöguhetjur þríleiksins. Matrix-myndirnar segja frá baráttu mannfólksins við vélarnar sem hafa tekið yfir jörðina og rækta manneskjur til að verða sér úti um rafmagn. Vélarnar tengja manneskjurnar sem þær rækta við sýndarveruleika þar sem manneskjurnar lifa eðlilegu lífi. Barátta mannfólksins og vélanna er háð í raunheimi og sýndarveruleika þar sem lögmál eðlisfræðinnar eiga ekki við þá sem sjá í gegnum blekkinguna. Má búast við að tökur fjórðu myndarinnar hefjist snemma á næsta ári. Leikstjórar og handritshöfundar þríleiksins eru systurnar Lana og Lilly Wachowski en myndirnar nutu talsverðra vinsælda, sér í lagi fsú fyrsta. Fyrsta myndin kom út árið 1999 og þótti tímamótaverk þegar kom að tæknibrellum. Næstu tvær myndir voru sýndar á árinu 2003, hlutu ágætis aðsókn en dræmar viðtökur gagnrýnenda. Þénuðu myndirnar þrjár samtals 1,6 milljarð dollara í miðasölum kvikmyndahúsa. Hollywood Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Aðdáendur Matrix-þríleiksins hafa yfir einhverju að gleðjast í dag því Keanu Reaves og Carrie-Anne Moss hafa samþykkt að leika í fjórðu myndinni. Lana Wachowski, önnur systranna sem leikstýrði þríleiknum, verður leikstjóri og einn af handritshöfundum fjórðu myndarinnar. Munu þau Reeves og Moss leika þau Neo og Trinity sem voru aðalsöguhetjur þríleiksins. Matrix-myndirnar segja frá baráttu mannfólksins við vélarnar sem hafa tekið yfir jörðina og rækta manneskjur til að verða sér úti um rafmagn. Vélarnar tengja manneskjurnar sem þær rækta við sýndarveruleika þar sem manneskjurnar lifa eðlilegu lífi. Barátta mannfólksins og vélanna er háð í raunheimi og sýndarveruleika þar sem lögmál eðlisfræðinnar eiga ekki við þá sem sjá í gegnum blekkinguna. Má búast við að tökur fjórðu myndarinnar hefjist snemma á næsta ári. Leikstjórar og handritshöfundar þríleiksins eru systurnar Lana og Lilly Wachowski en myndirnar nutu talsverðra vinsælda, sér í lagi fsú fyrsta. Fyrsta myndin kom út árið 1999 og þótti tímamótaverk þegar kom að tæknibrellum. Næstu tvær myndir voru sýndar á árinu 2003, hlutu ágætis aðsókn en dræmar viðtökur gagnrýnenda. Þénuðu myndirnar þrjár samtals 1,6 milljarð dollara í miðasölum kvikmyndahúsa.
Hollywood Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning