Starfsfólk neyðarlínunnar hleypur fyrir Frú Ragnheiði: "Frú Ragnheiður oft búin að ná til þessa fólks þegar þau þurfa aðstoð“ Sylvía Hall skrifar 20. ágúst 2019 15:45 Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni á vegum Rauða krossins. Rauði krossinn. Fjórir starfsmenn Neyðarlínunnar, sem saman mynda „Neyðarlega hlaupahópinn“, hlaupa til styrktar skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi. Töluverð aukning hefur verið í fjölda þeirra sem leita til Frú Ragnheiðar, þá sérstaklega í yngsta aldurshópnum. Hlaupararnir fjórir, þau Kamilla Guðmundsdóttir, Friðrik Tryggvason, Assa Sólveig Jónsdóttir og Jóhann Ari Jóhannsson starfa allir hjá neyðarlínunni og völdu þau að hlaupa fyrir Frú Ragnheiði því það er gjarnan sama fólkið sem þarf aðstoð frá 112 og leitar til Frú Ragnheiðar. Þegar vantar aðstoð fyrir fólk sem notar vímuefni eða heimilislausa eru oft fá önnur úrræði en að senda sjúkrabíl eða lögreglu, fyrir utan Frú Ragnheiði sem þau telja vera mikilvægt úrræði fyrir þennan hóp. „Þetta er svipaður hópur skjólstæðinga að vissu leyti, við náttúrulega þjónustum alla en þetta skarast. Þetta er fólk sem er oft í miklum vanda og er jafnvel á götunni og er að leita að aðstoð. Það sem við erum svo ánægð með er að Frú Ragnheiður er oft búin að ná til þessa fólks þegar þau þurfa þessa aðstoð,“ segir Friðrik sem segir verkefnið algjörlega meiriháttar. Hann stemninguna í hópnum vera góða. Þau ætla að takast á við verkefnið af þrautseigju og sjá fram á að klára hlaupið með glæsibrag.Þreföldun í yngsta hópnum Ungmenni eru í meiri hættu að verða fyrir ofbeldi eða ofskammta á vímuefnum. FBL/ANTONRannsóknir sýna að ungmenni eru líklegri en eldri einstaklingar til að ofskammta á vímuefnum, smitast af smitsjúkdómum, verða fyrir ofbeldi, vera notuð af eldri einstaklingum til að sinna afbrotum og ólöglegum verkum og er dánartíðni þeirra hærri. Það er því ljóst að um viðkvæman hóp er að ræða, en fjöldi ungmenna á aldrinum 18 til 20 ára sem leituðu til Frú Ragnheiðar þrefaldaðist á milli ára. Árið 2018 leituðu 36 ungmenni til skaðaminnkunarverkefnisins, samanborið við 12 árið 2017. Vegna mikillar áhættu og jaðarsetningu þessa hóps þarf að nálgast ungmennin með sérstökum forvörnum og sníða stuðning og þjónustuna að þörfum þeirra og félagslegri stöðu. Ungmennin sem leituðu til Frú Ragnheiðar árið 2018 glímdu öll nema eitt við erfiðan vímuefnavanda og voru að nota vímuefni í æð. Um er að ræða 24 drengi, níu stúlkur og einn trans einstakling. Þegar þau leituðu til verkefnisins höfðu þau verið að nota vímuefni í æð frá þremur vikum og allt upp í sex ár. Hlaupahópurinn vill nýta Reykjavíkurmaraþonið til þess að vekja athygli á því starfi sem Frú Ragnheiður vinnur, enda þjónusta þau viðkvæman hóp samfélagsins. Þau segja mikilvægt að starfsemin sé til staðar fyrir þá sem þurfa á aðstoðinni að halda.Hér má finna söfnunarsíðu Neyðarlega hlaupahópsins. Fíkn Heilbrigðismál Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Sjá meira
Fjórir starfsmenn Neyðarlínunnar, sem saman mynda „Neyðarlega hlaupahópinn“, hlaupa til styrktar skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi. Töluverð aukning hefur verið í fjölda þeirra sem leita til Frú Ragnheiðar, þá sérstaklega í yngsta aldurshópnum. Hlaupararnir fjórir, þau Kamilla Guðmundsdóttir, Friðrik Tryggvason, Assa Sólveig Jónsdóttir og Jóhann Ari Jóhannsson starfa allir hjá neyðarlínunni og völdu þau að hlaupa fyrir Frú Ragnheiði því það er gjarnan sama fólkið sem þarf aðstoð frá 112 og leitar til Frú Ragnheiðar. Þegar vantar aðstoð fyrir fólk sem notar vímuefni eða heimilislausa eru oft fá önnur úrræði en að senda sjúkrabíl eða lögreglu, fyrir utan Frú Ragnheiði sem þau telja vera mikilvægt úrræði fyrir þennan hóp. „Þetta er svipaður hópur skjólstæðinga að vissu leyti, við náttúrulega þjónustum alla en þetta skarast. Þetta er fólk sem er oft í miklum vanda og er jafnvel á götunni og er að leita að aðstoð. Það sem við erum svo ánægð með er að Frú Ragnheiður er oft búin að ná til þessa fólks þegar þau þurfa þessa aðstoð,“ segir Friðrik sem segir verkefnið algjörlega meiriháttar. Hann stemninguna í hópnum vera góða. Þau ætla að takast á við verkefnið af þrautseigju og sjá fram á að klára hlaupið með glæsibrag.Þreföldun í yngsta hópnum Ungmenni eru í meiri hættu að verða fyrir ofbeldi eða ofskammta á vímuefnum. FBL/ANTONRannsóknir sýna að ungmenni eru líklegri en eldri einstaklingar til að ofskammta á vímuefnum, smitast af smitsjúkdómum, verða fyrir ofbeldi, vera notuð af eldri einstaklingum til að sinna afbrotum og ólöglegum verkum og er dánartíðni þeirra hærri. Það er því ljóst að um viðkvæman hóp er að ræða, en fjöldi ungmenna á aldrinum 18 til 20 ára sem leituðu til Frú Ragnheiðar þrefaldaðist á milli ára. Árið 2018 leituðu 36 ungmenni til skaðaminnkunarverkefnisins, samanborið við 12 árið 2017. Vegna mikillar áhættu og jaðarsetningu þessa hóps þarf að nálgast ungmennin með sérstökum forvörnum og sníða stuðning og þjónustuna að þörfum þeirra og félagslegri stöðu. Ungmennin sem leituðu til Frú Ragnheiðar árið 2018 glímdu öll nema eitt við erfiðan vímuefnavanda og voru að nota vímuefni í æð. Um er að ræða 24 drengi, níu stúlkur og einn trans einstakling. Þegar þau leituðu til verkefnisins höfðu þau verið að nota vímuefni í æð frá þremur vikum og allt upp í sex ár. Hlaupahópurinn vill nýta Reykjavíkurmaraþonið til þess að vekja athygli á því starfi sem Frú Ragnheiður vinnur, enda þjónusta þau viðkvæman hóp samfélagsins. Þau segja mikilvægt að starfsemin sé til staðar fyrir þá sem þurfa á aðstoðinni að halda.Hér má finna söfnunarsíðu Neyðarlega hlaupahópsins.
Fíkn Heilbrigðismál Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Sjá meira