Innlent

Leigubílstjóra hótað með sprautunál í Árbænum

Andri Eysteinsson skrifar
Nokkur erill var hjá lögreglunni í nótt.
Nokkur erill var hjá lögreglunni í nótt. Vísir/Vilhelm
Leigubílstjóri í Reykjavík tilkynnti lögreglu í nótt um greiðsluvik og hótanir í Árbænum. Hafði leigubílstjórinn ekið pari að ákveðnu húsi en þegar kom að greiðslu ógnaði maðurinn honum með eggvopni á meðan að konan, vopnuð sprautunál, hótaði að stinga hann.

Lögreglu var tilkynnt um málið og er það nú í rannsókn.

Töluvert var um ofurölvun eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglu, alls voru afskipti höfð af fjórum sökum ölvunar. Einn ökumaður er grunaður um ölvun undir stýri.

Þá var tilkynnt um líkamsárás í miðnænum. Árásarþoli hlaut áverka á kviði og var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×