Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Kristján Már Unnarsson skrifar 31. ágúst 2019 23:12 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í Viðey í síðustu viku. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. Erna Solberg segir þetta vel geta farið saman enda sé olíuvinnsla Noregs með hærri umhverfiskröfum en annarra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Loftlagsmálin og norðurslóðir voru efst á blaði á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík í síðustu viku, einnig á fundi þeirra með Þýskalandskanslara í Viðey. Vinnslupallurinn Golíat vinnur olíu á nyrsta olíusvæði Noregs, sem er í Barentshafi norðan heimskautsbaugs. En á sama tíma og ráðherrarnir samþykkja nýja framtíðarsýn fyrir Norðurlöndin til næstu tíu ára með aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og sjálfbæra þróun í forgrunni fjölgar olíuborpöllum í lögsögu Noregs í Barentshafi. Gasvinnsla hófst þar árið 2007 og olíuvinnsla árið 2016 og undir forystu Ernu Solberg er norska ríkisstjórnin nú að stórauka olíuleit á svæðinu, og lætur ítrekuð mótmæli Grænfriðunga ekki hafa áhrif á þá stefnumörkun. Þannig buðu norsk stjórnvöld út 90 leitarblokkir í vor, þar af 46 í Barentshafi, en umsóknarfrestur um leitarleyfin rann út í þessari viku. Skip Greenpeace í mótmælaaðgerðum við norskan borpall í Barentshafi árið 2014.Mynd/Greenpeace. Við spurðum Ernu Solberg að loknum Viðeyjarfundinum hvort það gæti farið saman að tala hátíðlega um norðurslóðir og loftlagsmál en vera á sama tíma að stórauka olíuleit í Barentshafi? „Já,“ svarar hún. „Því það er fyrst og fremst notkunin sem ræður úrslitum en ekki framleiðslan. Því að ef það væri ekki hagkvæmt að framleiða þá yrði engin framleiðsla. Þannig að þetta eru helstu takmarkanirnar sem verða til staðar." Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í viðtali við Stöð 2 í Viðey.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Og svo er mikilvægt að við framleiðum olíu með miklu minni losun en tíðkast, með miklu hærri umhverfiskröfur en tíðkast, setjum meiri kröfur um minni losun í sjálfu framleiðsluferlinu,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Norðurslóðir Noregur Umhverfismál Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Saka Norðmenn um að leika tveimur skjöldum í loftslagsbaráttunni Norðmenn hafa rekið metnaðarfulla loftslagsstefnu heima fyrir á sama tíma og þeir eru stærstu útflytjendur jarðefnaeldsneytis í Evrópu. Í nýrri skýrslu sem stór náttúruverndarsamtök standa á bak við er bent á það sem er kallað „hugarmisræmi“ Norðmanna hvað þetta varðar. 10. ágúst 2017 11:16 Greenpeace tapaði dómsmáli gegn olíuleit á norðurslóðum Greenpeace og fleiri umhverfissamtök töpuðu í gær málssókn sinni gegn norska ríkinu vegna úthlutunar nýrra olíuvinnsluleyfa í Barentshafi. 5. janúar 2018 20:30 Statoil byggir upp nýtt olíusvæði í Barentshafi Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. 12. desember 2017 22:15 Stefna að því að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta svæði í heimi Leiðtogar Norðurlandanna og norrænna stórfyrirtækja undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu í dag. 20. ágúst 2019 12:00 Úthluta metfjölda sérleyfa en hætta við Drekasvæðið Ákvörðun norskra stjórnvalda um að draga ríkisolíufélagið Petoro út úr olíuleit á Drekasvæðinu var tekin daginn eftir að inn í ríkisstjórnina kom nýr flokkur, sem eindregið hefur barist gegn því að Jan Mayen-svæðið yrði opnað til olíuleitar. 23. janúar 2018 22:15 Kveðst vonbetri eftir fund ráðherranna Aðgerða er þörf í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta sögðu forsætisráðherrar Norðurlandanna auk Þýskalandskanslara á blaðamannafundi í Viðey í gær. Forsætisráðherra Finna sagðist bjartsýnni í gær en fyrir fundinn. 21. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. Erna Solberg segir þetta vel geta farið saman enda sé olíuvinnsla Noregs með hærri umhverfiskröfum en annarra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Loftlagsmálin og norðurslóðir voru efst á blaði á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík í síðustu viku, einnig á fundi þeirra með Þýskalandskanslara í Viðey. Vinnslupallurinn Golíat vinnur olíu á nyrsta olíusvæði Noregs, sem er í Barentshafi norðan heimskautsbaugs. En á sama tíma og ráðherrarnir samþykkja nýja framtíðarsýn fyrir Norðurlöndin til næstu tíu ára með aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og sjálfbæra þróun í forgrunni fjölgar olíuborpöllum í lögsögu Noregs í Barentshafi. Gasvinnsla hófst þar árið 2007 og olíuvinnsla árið 2016 og undir forystu Ernu Solberg er norska ríkisstjórnin nú að stórauka olíuleit á svæðinu, og lætur ítrekuð mótmæli Grænfriðunga ekki hafa áhrif á þá stefnumörkun. Þannig buðu norsk stjórnvöld út 90 leitarblokkir í vor, þar af 46 í Barentshafi, en umsóknarfrestur um leitarleyfin rann út í þessari viku. Skip Greenpeace í mótmælaaðgerðum við norskan borpall í Barentshafi árið 2014.Mynd/Greenpeace. Við spurðum Ernu Solberg að loknum Viðeyjarfundinum hvort það gæti farið saman að tala hátíðlega um norðurslóðir og loftlagsmál en vera á sama tíma að stórauka olíuleit í Barentshafi? „Já,“ svarar hún. „Því það er fyrst og fremst notkunin sem ræður úrslitum en ekki framleiðslan. Því að ef það væri ekki hagkvæmt að framleiða þá yrði engin framleiðsla. Þannig að þetta eru helstu takmarkanirnar sem verða til staðar." Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í viðtali við Stöð 2 í Viðey.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Og svo er mikilvægt að við framleiðum olíu með miklu minni losun en tíðkast, með miklu hærri umhverfiskröfur en tíðkast, setjum meiri kröfur um minni losun í sjálfu framleiðsluferlinu,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Norðurslóðir Noregur Umhverfismál Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Saka Norðmenn um að leika tveimur skjöldum í loftslagsbaráttunni Norðmenn hafa rekið metnaðarfulla loftslagsstefnu heima fyrir á sama tíma og þeir eru stærstu útflytjendur jarðefnaeldsneytis í Evrópu. Í nýrri skýrslu sem stór náttúruverndarsamtök standa á bak við er bent á það sem er kallað „hugarmisræmi“ Norðmanna hvað þetta varðar. 10. ágúst 2017 11:16 Greenpeace tapaði dómsmáli gegn olíuleit á norðurslóðum Greenpeace og fleiri umhverfissamtök töpuðu í gær málssókn sinni gegn norska ríkinu vegna úthlutunar nýrra olíuvinnsluleyfa í Barentshafi. 5. janúar 2018 20:30 Statoil byggir upp nýtt olíusvæði í Barentshafi Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. 12. desember 2017 22:15 Stefna að því að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta svæði í heimi Leiðtogar Norðurlandanna og norrænna stórfyrirtækja undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu í dag. 20. ágúst 2019 12:00 Úthluta metfjölda sérleyfa en hætta við Drekasvæðið Ákvörðun norskra stjórnvalda um að draga ríkisolíufélagið Petoro út úr olíuleit á Drekasvæðinu var tekin daginn eftir að inn í ríkisstjórnina kom nýr flokkur, sem eindregið hefur barist gegn því að Jan Mayen-svæðið yrði opnað til olíuleitar. 23. janúar 2018 22:15 Kveðst vonbetri eftir fund ráðherranna Aðgerða er þörf í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta sögðu forsætisráðherrar Norðurlandanna auk Þýskalandskanslara á blaðamannafundi í Viðey í gær. Forsætisráðherra Finna sagðist bjartsýnni í gær en fyrir fundinn. 21. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Saka Norðmenn um að leika tveimur skjöldum í loftslagsbaráttunni Norðmenn hafa rekið metnaðarfulla loftslagsstefnu heima fyrir á sama tíma og þeir eru stærstu útflytjendur jarðefnaeldsneytis í Evrópu. Í nýrri skýrslu sem stór náttúruverndarsamtök standa á bak við er bent á það sem er kallað „hugarmisræmi“ Norðmanna hvað þetta varðar. 10. ágúst 2017 11:16
Greenpeace tapaði dómsmáli gegn olíuleit á norðurslóðum Greenpeace og fleiri umhverfissamtök töpuðu í gær málssókn sinni gegn norska ríkinu vegna úthlutunar nýrra olíuvinnsluleyfa í Barentshafi. 5. janúar 2018 20:30
Statoil byggir upp nýtt olíusvæði í Barentshafi Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. 12. desember 2017 22:15
Stefna að því að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta svæði í heimi Leiðtogar Norðurlandanna og norrænna stórfyrirtækja undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu í dag. 20. ágúst 2019 12:00
Úthluta metfjölda sérleyfa en hætta við Drekasvæðið Ákvörðun norskra stjórnvalda um að draga ríkisolíufélagið Petoro út úr olíuleit á Drekasvæðinu var tekin daginn eftir að inn í ríkisstjórnina kom nýr flokkur, sem eindregið hefur barist gegn því að Jan Mayen-svæðið yrði opnað til olíuleitar. 23. janúar 2018 22:15
Kveðst vonbetri eftir fund ráðherranna Aðgerða er þörf í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta sögðu forsætisráðherrar Norðurlandanna auk Þýskalandskanslara á blaðamannafundi í Viðey í gær. Forsætisráðherra Finna sagðist bjartsýnni í gær en fyrir fundinn. 21. ágúst 2019 09:00