Travolta hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarin misseri. Síðasta mynd hans Gotti þótti afleit og þá hefur hann sjálfur fengið nokkra útreið fyrir klaufagang í sínu eigin lífi, sérstaklega þegar hann ruglaðist á draglistamanninum Jade Jolie og söngkonunni Taylor Swift á myndbandaverðlaunum MTV fyrir skemmstu.

„The Fanatic hatar aðdáendur. Hún hatar leikara, ferðamenn, verslunareigendur og þjóna. Hún hatar virkilega einhverfa og hún hatar þig. Þetta er mynd sem gengur út frá því að þú sér fáviti,“ skrifar Tallerico.
Í myndinni leikur Travolta einhverfan mann að nafni Moose. Hann hefur þráhyggju fyrir hryllingsmyndum en sú þráhyggja leiðar hann á mikla ógæfubraut þar sem hann endar á að ofsækja uppáhaldsleikarann sinn.
Bæði gagnrýnendur The Wrap og Variety segja persónu Travolta óskiljanlega í þessari mynd og að hún geri lítið úr einhverfum. Mynd sé svo illskiljanleg að útkoman sé nánast sprenghlægileg.
Fred Durst er sem fyrr segir leikstjóri myndarinnar ásamt því að skrifa handritið og framleiða myndina. Á hann að baki myndina The Education of Charlie Banks frá árinu 2007 sem þótt ágæt. Saga þessarar myndar er sögð byggja á raunverulegu atburðum úr lífi Fred Durst.
„Þessi mynd er svo vandræðalega ýkt að manni líður eins og Durst og Travolta hafi verið að fíflast yfir eina helgi og voru fyrir tilviljun með myndavél á sér,“ skrifar gagnrýnandi LA Times.