Merkel segist ætla að snúa aftur í háskóla Eiður Þór Árnason skrifar 31. ágúst 2019 19:24 Sumir telja óvíst hvort Merkel muni sitja út síðasta kjörtímabil sitt. Spár benda til þess að samstarfsflokkar hennar í ríkisstjórn geti misst mikið fylgi í tvennum kosningum í austurhluta landsins á morgun. Vísir/AP Angela Merkel Þýskalandskanslari gaf í dag til kynna að hún gæti snúið aftur til starfa í fræðasamfélaginu eftir að kanslarasetu hennar lýkur árið 2021. Merkel, sem er eðlisfræðingur að mennt og hefur sinnt kanslaraembættinu frá árinu 2005, var veitt heiðursdoktorsgráða af þýska skólanum HHL Leipzig Graduate School of Management í dag. „Allir þeir háskólar sem hafa veitt mér heiðursdoktorsgráðu munu heyra frá mér aftur þegar ég er ekki lengur kanslari,“ sagði Merkel í ræðu sinni við tilefnið. „Ég mun snúa aftur og mun ekki stoppa eins stutt og í dag. Ég mun staldra lengur við,“ sagði Merkel jafnframt við hlátur viðstaddra. Ljóst er að ef kanslarinn stendur við orð sín þá mun hún hafa þó nokkra skóla til að velja úr um, en hún hefur fram til dagsins í dag alls hlotið sautján heiðursdoktorsgráður. Merkel fékk heiðursgráðuna afhenta í útskriftarathöfn skólans og var Christine Lagarde, sem hefur verið útnefnd sem næsti bankastjóri Seðlabanka Evrópu, meðal viðstaddra. Merkel steig til hliðar sem leiðtogi Kristilega demókrataflokksins á síðasta ári eftir sárt fylgistap í kosningum árið áður. Hún tilkynnti í kjölfarið að núverandi kjörtímabil yrði hennar síðasta í embætti kanslara. Þýskaland Tengdar fréttir „Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Angelu Merkel, kanslara þýskalands, á Þingvöllum í dag. 19. ágúst 2019 21:30 Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. 21. ágúst 2019 11:00 Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33 Þaulsætni kanslarinn Angela Merkel sækir Ísland heim sem gestur fundar norrænna forsætisráðherra. Hefur setið lengur en nær allir Þýskalandskanslarar og getið sér gott orð. 17. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari gaf í dag til kynna að hún gæti snúið aftur til starfa í fræðasamfélaginu eftir að kanslarasetu hennar lýkur árið 2021. Merkel, sem er eðlisfræðingur að mennt og hefur sinnt kanslaraembættinu frá árinu 2005, var veitt heiðursdoktorsgráða af þýska skólanum HHL Leipzig Graduate School of Management í dag. „Allir þeir háskólar sem hafa veitt mér heiðursdoktorsgráðu munu heyra frá mér aftur þegar ég er ekki lengur kanslari,“ sagði Merkel í ræðu sinni við tilefnið. „Ég mun snúa aftur og mun ekki stoppa eins stutt og í dag. Ég mun staldra lengur við,“ sagði Merkel jafnframt við hlátur viðstaddra. Ljóst er að ef kanslarinn stendur við orð sín þá mun hún hafa þó nokkra skóla til að velja úr um, en hún hefur fram til dagsins í dag alls hlotið sautján heiðursdoktorsgráður. Merkel fékk heiðursgráðuna afhenta í útskriftarathöfn skólans og var Christine Lagarde, sem hefur verið útnefnd sem næsti bankastjóri Seðlabanka Evrópu, meðal viðstaddra. Merkel steig til hliðar sem leiðtogi Kristilega demókrataflokksins á síðasta ári eftir sárt fylgistap í kosningum árið áður. Hún tilkynnti í kjölfarið að núverandi kjörtímabil yrði hennar síðasta í embætti kanslara.
Þýskaland Tengdar fréttir „Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Angelu Merkel, kanslara þýskalands, á Þingvöllum í dag. 19. ágúst 2019 21:30 Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. 21. ágúst 2019 11:00 Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33 Þaulsætni kanslarinn Angela Merkel sækir Ísland heim sem gestur fundar norrænna forsætisráðherra. Hefur setið lengur en nær allir Þýskalandskanslarar og getið sér gott orð. 17. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
„Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Angelu Merkel, kanslara þýskalands, á Þingvöllum í dag. 19. ágúst 2019 21:30
Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. 21. ágúst 2019 11:00
Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33
Þaulsætni kanslarinn Angela Merkel sækir Ísland heim sem gestur fundar norrænna forsætisráðherra. Hefur setið lengur en nær allir Þýskalandskanslarar og getið sér gott orð. 17. ágúst 2019 09:00