Kakóið gott fyrir líkama, huga og sál Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 31. ágúst 2019 08:00 Tinna Sverrisdóttir leikkona er einn af eigendum Andagiftar í Skeifunni. Hún segir hreint kakó vera algjöra ofurfæðu. Fréttablaðið/Ernir Tinna Sverrisdóttir leikkona stofnaði súkkulaðisetrið Andagift ásamt vinkonu sinni, tónlistarkonunni Láru Rúnarsdóttur. Nýverið bættu þær við þriðja meðeigandanum, Signý Leifsdóttur. Í apríl á þessu ári stækkuðu þær við sig og fóru undir sama þak og Yoga Shala í Skeifunni 7. Hún segir fyrirtækin eiga það sameiginlegt að höfða til fólks sem vill einfaldlega læra að slaka á og stunda sjálfsrækt. „Við héldum risa opnunarpartí í apríl, það mættu fleiri en hundrað manns. Nú langaði okkur að gera aftur eitthvað svipað og ákváðum því að halda haustfagnað,“ segir Tinna. Hún segir viðburðinn fullkominn fyrir þá sem vilja kynna sér frekar starfsemi Andagiftar og Yoga Shala. „Þetta verður smá svona samsuða af öllu því besta sem við bjóðum upp á. Hann Tómas Oddur Eiríksson, annar eigandi Yoga Shala, hefur verið með Yogamoves og verður með okkur í svokölluðu Kakómoves um kvöldið, þar sem við sameinum það kakóathöfninni okkar.“ Tinna segir Yogamoves vera nokkurs konar tryllt edrúdjamm. „Við verðum með plötusnúðinn DJ Houskell og svo leiðir Tómas fólk inn í smá jógaflæði, liðkar fólk upp og svo inn í dans.“ Sjálfar munu Lára og Tinna leiða fólk inn í súkkulaðiathöfnina. „Hún hefst á því að við drekkum 100 prósent hreint kakó frá Gvatemala. Það hefur verið notað í þúsundir ára af Maya-indjánum og er algjör ofurfæða. Það inniheldur mikið magn af magnesíum og andoxunarefnum. Í einföldu máli þá er það bara ótrúlega gott fyrir líkama, huga og sál. Kvöldið endar svo á djúpslökun og tónheilun.“ Frá eitt til fimm verður fatamarkaður en Kakómoves hefst svo klukkan hálfátta. „Á meðan á fatamarkaðinum stendur verður í raun opið hús. Það verða ekki bara flíkur til sölu heldur líka plöntur og bækur. Allt á markaðinum verður á 500-1.500 krónur. Alls konar hlutir sem eru góðir fyrir sálina.“ Boðið verður upp á kakó og fólk getur einnig nælt sér í bolla eða kristalla. „Svo er hægt að fá afrit af stundaskránni og nýta tækifærið til að spyrja okkur hafi fólk áhuga. Þannig að þetta verður ekki bara samansafn af flottu fólki að selja fötin sín,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún sé ekki komin með nóg af kakóinu, segir hún svo alls ekki vera. „Nei langt í frá,“ svarar hún hlæjandi. Hægt er að nálgast stundaskrá og fleiri upplýsingar um viðburðinn á andagift.is. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Tinna Sverrisdóttir leikkona stofnaði súkkulaðisetrið Andagift ásamt vinkonu sinni, tónlistarkonunni Láru Rúnarsdóttur. Nýverið bættu þær við þriðja meðeigandanum, Signý Leifsdóttur. Í apríl á þessu ári stækkuðu þær við sig og fóru undir sama þak og Yoga Shala í Skeifunni 7. Hún segir fyrirtækin eiga það sameiginlegt að höfða til fólks sem vill einfaldlega læra að slaka á og stunda sjálfsrækt. „Við héldum risa opnunarpartí í apríl, það mættu fleiri en hundrað manns. Nú langaði okkur að gera aftur eitthvað svipað og ákváðum því að halda haustfagnað,“ segir Tinna. Hún segir viðburðinn fullkominn fyrir þá sem vilja kynna sér frekar starfsemi Andagiftar og Yoga Shala. „Þetta verður smá svona samsuða af öllu því besta sem við bjóðum upp á. Hann Tómas Oddur Eiríksson, annar eigandi Yoga Shala, hefur verið með Yogamoves og verður með okkur í svokölluðu Kakómoves um kvöldið, þar sem við sameinum það kakóathöfninni okkar.“ Tinna segir Yogamoves vera nokkurs konar tryllt edrúdjamm. „Við verðum með plötusnúðinn DJ Houskell og svo leiðir Tómas fólk inn í smá jógaflæði, liðkar fólk upp og svo inn í dans.“ Sjálfar munu Lára og Tinna leiða fólk inn í súkkulaðiathöfnina. „Hún hefst á því að við drekkum 100 prósent hreint kakó frá Gvatemala. Það hefur verið notað í þúsundir ára af Maya-indjánum og er algjör ofurfæða. Það inniheldur mikið magn af magnesíum og andoxunarefnum. Í einföldu máli þá er það bara ótrúlega gott fyrir líkama, huga og sál. Kvöldið endar svo á djúpslökun og tónheilun.“ Frá eitt til fimm verður fatamarkaður en Kakómoves hefst svo klukkan hálfátta. „Á meðan á fatamarkaðinum stendur verður í raun opið hús. Það verða ekki bara flíkur til sölu heldur líka plöntur og bækur. Allt á markaðinum verður á 500-1.500 krónur. Alls konar hlutir sem eru góðir fyrir sálina.“ Boðið verður upp á kakó og fólk getur einnig nælt sér í bolla eða kristalla. „Svo er hægt að fá afrit af stundaskránni og nýta tækifærið til að spyrja okkur hafi fólk áhuga. Þannig að þetta verður ekki bara samansafn af flottu fólki að selja fötin sín,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún sé ekki komin með nóg af kakóinu, segir hún svo alls ekki vera. „Nei langt í frá,“ svarar hún hlæjandi. Hægt er að nálgast stundaskrá og fleiri upplýsingar um viðburðinn á andagift.is.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira