Konan sem fæddi barn ein og óstudd í fangaklefa höfðar mál Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 00:03 Sanchez segir að sex klukkutímar hefðu liðið frá því hún sagði fangelsisverði að hún væri með hríðarverki og þar til hún fæddi barnið sitt ein og óstudd í fangaklefa. Diana Sanchez sem neyddist til að fæða barnið sitt einsömul í fangaklefa í Denver hefur nú höfðað mál gegn borgar- og lögregluyfirvöldum í Denver í Bandaríkjunum. Hún krefst þess að henni verði greiddar skaðabætur og að fangelsismálayfirvöld geri algjöra stefnubreytingu á viðhorfi í garð barnshafandi fanga. Sanchez vaknaði snemma um morguninn 31. júlí 2018 vegna óþæginda. Þegar hún snæddi morgunverð fór hún að finna fyrir samdráttarverkjum. Fimm tímum síðar missti hún vatnið. Þrátt fyrir að hennar helsta ósk væri að komast á spítala var henni ekki leyft það. Sanchez segir að sex klukkutímar hefðu liðið frá því hún sagði fangelsisverði að hún væri með hríðarverki og þar til hún fæddi barnið sitt ein og óstudd í fangaklefa. Mari Newman, lögmaður Sanchez, segir í samtali við CNN að upplifun umbjóðanda síns hefði verið virkilega óhugnanleg. Newman segir að Sanchez sé fyrst og fremst að leitast eftir því að svona nokkuð muni aldrei gerast aftur. Þrátt fyrir sannanir á myndbandsupptökum neitar lögreglustjóri umdæmisins að starfsfólkið hefði gert neitt rangt. Þrátt fyrir fullyrðingarnar varð atvikið þó til þess að verklagi um barnshafandi fanga hefur verið breytt. Myndefni úr eftirlitsmyndavélum innan úr klefa Sanchez sýnir hana fyrst kalla eftir aðstoð klukkan 6:30. Þá sést hún ítrekað banka á dyr klefans klukkan 09:43 til að reyna að ná athygli fangelsisvarða. Korteri síðar sést fangavörður rétta Sanchez eins konar bómullargrisju sem Sanchez breiddi yfir rúmið sitt. Því næst klæddi hún sig úr buxunum og kom sér fyrir í rúminu sínu. Þrjátíu mínútum síðar sést Sanchez engjast sundur saman af kvölum og litlu seinna var hún farin að ofanda. Hún klæddi sig úr næbuxunum og gerði sig líklega til að taka á móti barninu. Skyndilega birtist fangavörður í dyragættinni en hann gerði þó ekkert til að hjálpa henni. Sanchez lagðist á aðra hliðina og fæddi drenginn sinn alveg sjálf. Stuttu síðar kemur hjúkrunarfræðingur inn í klefann og virtist hissa á að barn væri komið í heiminn. Sanchez kvartaði til fangelsismálayfirvalda og sagðist hafa minnst átta sinnum beðið um að hringt yrði á sjúkrabíl þennan morgun. Fangaverðirnir hringdu þó ekki á sjúkrabíl fyrr en hún var búin að fæða barnið en í skjölum kemur fram að starfsfólkið hefði hringt eftir sjúkrabíl en tekið fram að ekki væri um neyð að ræða. „Ég var svo umkomulaus. Enginn hjálpaði mér. Það voru margir þarna fyrir utan en samt gerði enginn neitt til að hjálpa. Sársaukinn – hann var bara ólýsanlegur en það sem var sárast var staðreyndin að öllum var sama,“ sagði Sanchez í samtali við CNN stuttu eftir atvikið. Bandaríkin Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Diana Sanchez sem neyddist til að fæða barnið sitt einsömul í fangaklefa í Denver hefur nú höfðað mál gegn borgar- og lögregluyfirvöldum í Denver í Bandaríkjunum. Hún krefst þess að henni verði greiddar skaðabætur og að fangelsismálayfirvöld geri algjöra stefnubreytingu á viðhorfi í garð barnshafandi fanga. Sanchez vaknaði snemma um morguninn 31. júlí 2018 vegna óþæginda. Þegar hún snæddi morgunverð fór hún að finna fyrir samdráttarverkjum. Fimm tímum síðar missti hún vatnið. Þrátt fyrir að hennar helsta ósk væri að komast á spítala var henni ekki leyft það. Sanchez segir að sex klukkutímar hefðu liðið frá því hún sagði fangelsisverði að hún væri með hríðarverki og þar til hún fæddi barnið sitt ein og óstudd í fangaklefa. Mari Newman, lögmaður Sanchez, segir í samtali við CNN að upplifun umbjóðanda síns hefði verið virkilega óhugnanleg. Newman segir að Sanchez sé fyrst og fremst að leitast eftir því að svona nokkuð muni aldrei gerast aftur. Þrátt fyrir sannanir á myndbandsupptökum neitar lögreglustjóri umdæmisins að starfsfólkið hefði gert neitt rangt. Þrátt fyrir fullyrðingarnar varð atvikið þó til þess að verklagi um barnshafandi fanga hefur verið breytt. Myndefni úr eftirlitsmyndavélum innan úr klefa Sanchez sýnir hana fyrst kalla eftir aðstoð klukkan 6:30. Þá sést hún ítrekað banka á dyr klefans klukkan 09:43 til að reyna að ná athygli fangelsisvarða. Korteri síðar sést fangavörður rétta Sanchez eins konar bómullargrisju sem Sanchez breiddi yfir rúmið sitt. Því næst klæddi hún sig úr buxunum og kom sér fyrir í rúminu sínu. Þrjátíu mínútum síðar sést Sanchez engjast sundur saman af kvölum og litlu seinna var hún farin að ofanda. Hún klæddi sig úr næbuxunum og gerði sig líklega til að taka á móti barninu. Skyndilega birtist fangavörður í dyragættinni en hann gerði þó ekkert til að hjálpa henni. Sanchez lagðist á aðra hliðina og fæddi drenginn sinn alveg sjálf. Stuttu síðar kemur hjúkrunarfræðingur inn í klefann og virtist hissa á að barn væri komið í heiminn. Sanchez kvartaði til fangelsismálayfirvalda og sagðist hafa minnst átta sinnum beðið um að hringt yrði á sjúkrabíl þennan morgun. Fangaverðirnir hringdu þó ekki á sjúkrabíl fyrr en hún var búin að fæða barnið en í skjölum kemur fram að starfsfólkið hefði hringt eftir sjúkrabíl en tekið fram að ekki væri um neyð að ræða. „Ég var svo umkomulaus. Enginn hjálpaði mér. Það voru margir þarna fyrir utan en samt gerði enginn neitt til að hjálpa. Sársaukinn – hann var bara ólýsanlegur en það sem var sárast var staðreyndin að öllum var sama,“ sagði Sanchez í samtali við CNN stuttu eftir atvikið.
Bandaríkin Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira