Lögreglan prófar myndavélabúnað í bílana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2019 11:05 Persónuverndarhliðin er alltaf í forgrunni hjá okkur, segir Jónas Ingi hjá ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Embætti ríkislögreglustjóra prófar nú í tilraunaskyni búnað til þess að geta lesið bílnúmer og flett þeim upp í tölvukerfi lögreglunnar. Búnaðurinn er vel þekktur í nágrannalöndum okkar og hefur lengi verið notaður í Bretlandi og Bandaríkjunum. Með honum á að vera hægt að komast að því skjótt hvort viðkomandi bíll sé eftirlýstur, ótryggður, óskoðaður og þar fram eftir götunum.Morgunblaðið greindi frá tilraunaverkefni lögreglunnar í morgun. Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá ríkislögreglustjóra, minnir á að engin ákvörðun hafi verið tekin um notkun. Nú sé búnaðurinn í bílum án tölvubúnaðarins en verið sé að máta búnaðinn við íslensk skilyrði. Búnaðurinn tekur myndir af númeraplötum og umbreytir svo upplýsingunum yfir í texta. Koma þarf í ljós hversu vel það gangi. Númeraplötur á Íslandi séu tvenns konar. Bæði þær kassalaga aftan á jeppum og svo þær ílöngu. „Það liggur engin ákvörðun fyrir um að taka búnaðinn í notkun,“ segir Jónas. Búnaðurinn verði prófaður við ólík skilyrði og skoðað hvað máli skipti. Rökkur, rigning, ofbirta og þess háttar. Varðandi persónuverndarhliðina segir Jónas að ef ákvörðun um að innleiða búnaðinn verði niðurstaðan þá verði allt að sjálfsögðu í samræmi við lög og reglur. „Persónuverndarhliðin er alltaf í forgrunni hjá okkur.“ Lögreglan Persónuvernd Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra prófar nú í tilraunaskyni búnað til þess að geta lesið bílnúmer og flett þeim upp í tölvukerfi lögreglunnar. Búnaðurinn er vel þekktur í nágrannalöndum okkar og hefur lengi verið notaður í Bretlandi og Bandaríkjunum. Með honum á að vera hægt að komast að því skjótt hvort viðkomandi bíll sé eftirlýstur, ótryggður, óskoðaður og þar fram eftir götunum.Morgunblaðið greindi frá tilraunaverkefni lögreglunnar í morgun. Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá ríkislögreglustjóra, minnir á að engin ákvörðun hafi verið tekin um notkun. Nú sé búnaðurinn í bílum án tölvubúnaðarins en verið sé að máta búnaðinn við íslensk skilyrði. Búnaðurinn tekur myndir af númeraplötum og umbreytir svo upplýsingunum yfir í texta. Koma þarf í ljós hversu vel það gangi. Númeraplötur á Íslandi séu tvenns konar. Bæði þær kassalaga aftan á jeppum og svo þær ílöngu. „Það liggur engin ákvörðun fyrir um að taka búnaðinn í notkun,“ segir Jónas. Búnaðurinn verði prófaður við ólík skilyrði og skoðað hvað máli skipti. Rökkur, rigning, ofbirta og þess háttar. Varðandi persónuverndarhliðina segir Jónas að ef ákvörðun um að innleiða búnaðinn verði niðurstaðan þá verði allt að sjálfsögðu í samræmi við lög og reglur. „Persónuverndarhliðin er alltaf í forgrunni hjá okkur.“
Lögreglan Persónuvernd Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira