Uppgjör: Leclerc með magnaðan heimasigur Bragi Þórðarson skrifar 9. september 2019 17:30 Leclerc fagnaði vel og innilega fyrir framan trylltu ítölsku aðdáendurna um helgina. Getty Fjórtandi kappakstur Formúlu 1 tímabilsins fór fram á Ítalíu um helgina. Charles Leclerc stóð uppi sem sigurvegari fyrir framan fullar stúkur Ferrari stuðningsmanna á Monza. Slagurinn um fyrsta sætið var gríðarlega harður og mátti Leclerc þola mikla pressu frá fimmfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Hamilton reyndi tvíveigis að fara framúr og var ljóst að Mercedes bílarnir voru hraðari þegar leið á kappaksturinn. Að lokum gerði Bretinn sjaldséð mistök og hleypti því liðsfélaga sínum, Valtteri Bottas framúr. Þá þurfti Leclerc að verjast gegn Finnanum sem hann gerði snilldarlega og endaði að lokum aðeins hálfri sekúndu á undan Mercedes ökumanninum. Leclerc hefur nú unnið tvisvar í röð en ungi Mónakó búinn vann sinn fyrsta kappakstur um þar síðustu helgi á Spa. Úrslitin þýða að Charles er kominn upp í fjórða sæti mótsins á undan liðsfélaga sínum, Sebastian Vettel. Sebastian Vettel gerði ökumannsmistök á sjötta hring sem kostuðu hann dýrt.GettyMartröð Vettel heldur áframEftir að hafa tapað fyrir unga liðsfélaga sínum í tímatökum, sjöunda skiptið í röð, varð Vettel að sætta sig við að ræsa fjórði á eftir báðum Mercedes ökuþórunum. Á sjötta hring snéri Þjóðverjinn Ferrari bifreið sinni enn einu sinni. Þegar hann kom inn á brautina aftur klessti hann á Lance Stroll, braut framvæng sinn og fékk refsingu að launum. Að lokum endaði Vettel þrettándi og án stiga. Kappaksturinn var frábær fyrir Renault lið sem sárvantaði stig í keppni bílasmiða. Ökumenn liðsins, þeir Daniel Ricciardo og Nico Hulkenberg, enduðu í fjórða og fimmta sæti á Monza. Fyrir vikið fékk Renault 22 stig í keppni bílasmiða og er liðið nú komið upp í fimmta sætið. Lítið hefur gengið upp hjá verksmiðjuliði Renault þetta tímabil og voru því úrslit helgarinnar algjör himnasending fyrir franska liðið. Þrátt fyrir að vera án sigurs í síðustu tveimur keppnum virðist ekkert getað stoppað Lewis Hamilton og Mercedes frá því að vera meistarar í ár. Bretinn hefur 63. stiga forskot í keppni ökuþóra og forskot Mercedes á Ferrari í keppni bílasmiða eru rúmlega 150 stig. Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fjórtandi kappakstur Formúlu 1 tímabilsins fór fram á Ítalíu um helgina. Charles Leclerc stóð uppi sem sigurvegari fyrir framan fullar stúkur Ferrari stuðningsmanna á Monza. Slagurinn um fyrsta sætið var gríðarlega harður og mátti Leclerc þola mikla pressu frá fimmfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Hamilton reyndi tvíveigis að fara framúr og var ljóst að Mercedes bílarnir voru hraðari þegar leið á kappaksturinn. Að lokum gerði Bretinn sjaldséð mistök og hleypti því liðsfélaga sínum, Valtteri Bottas framúr. Þá þurfti Leclerc að verjast gegn Finnanum sem hann gerði snilldarlega og endaði að lokum aðeins hálfri sekúndu á undan Mercedes ökumanninum. Leclerc hefur nú unnið tvisvar í röð en ungi Mónakó búinn vann sinn fyrsta kappakstur um þar síðustu helgi á Spa. Úrslitin þýða að Charles er kominn upp í fjórða sæti mótsins á undan liðsfélaga sínum, Sebastian Vettel. Sebastian Vettel gerði ökumannsmistök á sjötta hring sem kostuðu hann dýrt.GettyMartröð Vettel heldur áframEftir að hafa tapað fyrir unga liðsfélaga sínum í tímatökum, sjöunda skiptið í röð, varð Vettel að sætta sig við að ræsa fjórði á eftir báðum Mercedes ökuþórunum. Á sjötta hring snéri Þjóðverjinn Ferrari bifreið sinni enn einu sinni. Þegar hann kom inn á brautina aftur klessti hann á Lance Stroll, braut framvæng sinn og fékk refsingu að launum. Að lokum endaði Vettel þrettándi og án stiga. Kappaksturinn var frábær fyrir Renault lið sem sárvantaði stig í keppni bílasmiða. Ökumenn liðsins, þeir Daniel Ricciardo og Nico Hulkenberg, enduðu í fjórða og fimmta sæti á Monza. Fyrir vikið fékk Renault 22 stig í keppni bílasmiða og er liðið nú komið upp í fimmta sætið. Lítið hefur gengið upp hjá verksmiðjuliði Renault þetta tímabil og voru því úrslit helgarinnar algjör himnasending fyrir franska liðið. Þrátt fyrir að vera án sigurs í síðustu tveimur keppnum virðist ekkert getað stoppað Lewis Hamilton og Mercedes frá því að vera meistarar í ár. Bretinn hefur 63. stiga forskot í keppni ökuþóra og forskot Mercedes á Ferrari í keppni bílasmiða eru rúmlega 150 stig.
Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira