Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. september 2019 13:10 Ásgeir Margeirsson er forstjóri HS Orku. Fréttablaðið/ANTON BRINK Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. Þrátt fyrir að væntanlega verði hægt að endurheimta þorra upphæðarinnar segir forstjórann fulla ástæðu til að hafa varann á. Starfsfólki HS Orku varð fyrir nokkrum vikum ljóst að brotist hefði verið inn í tölvukerfi félagsins og fjármunir sviknir út. Greint var frá málinu í Fréttablaðinu í dag og jafnframt að nú sé unnið bæði með lögregluyfirvöldum hér á landi og erlendis til þess að reyna að endurheimta fjármunina, sem blaðið segir nema á fjórða hundrað milljóna króna. HS Orka rekur tvö jarðvarmaver sem eru annars vegar í Svartsengi og hins vegar á Reykjanesi. Fyrirtækið er í eigu einkaaðila sem eru bæði íslenskir og útlenskir.Sjá einnig: Hundruðum milljóna stolið af HS OrkuÁsgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku vill lítið upplýsa um það á þessari stundu hvernig þjófarnir athöfnuðu sig við ránið, því um sé að ræða lögreglumál. Það hafi þó verið starfsmenn HS Orku sem hafi áttað sig á svikunum. Hann segir að farið hafi verið yfir verkferla fyrirtækisins til að tryggja að svona geti ekki komið fyrir aftur. Aukinheldur hafi snögg viðbrögð starfsmanna orðið til þess að hægt hefur verið að endurheimta „töluverðan hluta“ fjármunanna. Aðspurður um hvað það þýðir, hvort það geti talist meira en helmingur upphæðarinnar, segir Ásgeir einfaldlega: „Væntanlega“ „Þetta er þaulskipulagt. Mjög útfært og í gegnum þetta ferli höfum við orðið þess áskynja að þetta er mun algengara en maður áður hélt,“ segir Ásgeir Margeirsson. „Það er full ástæða til að hafa varann á og búa um verkferla og kerfi með þeim hætti að svona lagað geti ekki gerst eins og kostur er.“ Lögreglumál Orkumál Tengdar fréttir Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. Þrátt fyrir að væntanlega verði hægt að endurheimta þorra upphæðarinnar segir forstjórann fulla ástæðu til að hafa varann á. Starfsfólki HS Orku varð fyrir nokkrum vikum ljóst að brotist hefði verið inn í tölvukerfi félagsins og fjármunir sviknir út. Greint var frá málinu í Fréttablaðinu í dag og jafnframt að nú sé unnið bæði með lögregluyfirvöldum hér á landi og erlendis til þess að reyna að endurheimta fjármunina, sem blaðið segir nema á fjórða hundrað milljóna króna. HS Orka rekur tvö jarðvarmaver sem eru annars vegar í Svartsengi og hins vegar á Reykjanesi. Fyrirtækið er í eigu einkaaðila sem eru bæði íslenskir og útlenskir.Sjá einnig: Hundruðum milljóna stolið af HS OrkuÁsgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku vill lítið upplýsa um það á þessari stundu hvernig þjófarnir athöfnuðu sig við ránið, því um sé að ræða lögreglumál. Það hafi þó verið starfsmenn HS Orku sem hafi áttað sig á svikunum. Hann segir að farið hafi verið yfir verkferla fyrirtækisins til að tryggja að svona geti ekki komið fyrir aftur. Aukinheldur hafi snögg viðbrögð starfsmanna orðið til þess að hægt hefur verið að endurheimta „töluverðan hluta“ fjármunanna. Aðspurður um hvað það þýðir, hvort það geti talist meira en helmingur upphæðarinnar, segir Ásgeir einfaldlega: „Væntanlega“ „Þetta er þaulskipulagt. Mjög útfært og í gegnum þetta ferli höfum við orðið þess áskynja að þetta er mun algengara en maður áður hélt,“ segir Ásgeir Margeirsson. „Það er full ástæða til að hafa varann á og búa um verkferla og kerfi með þeim hætti að svona lagað geti ekki gerst eins og kostur er.“
Lögreglumál Orkumál Tengdar fréttir Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15