Utanríkisráðuneytið greiddi KOM mest Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. september 2019 10:33 Starfsmenn utanríkisráðuneytisins við Rauðárstíg hafa aðgang að um 70 tíma- og vefritum. Vísir/VG Utanríkisráðuneytið greiddi rúmlega 7,5 milljónir króna á síðasta ári í hvers kyns áskriftir að dagblöðum, tímaritum og miðlum. Hæsta greiðslan var til almannatengslaskrifstofunnar KOM vegna fréttarits þess, Iceland News Brief, eða 1,6 milljónir króna. Þetta er meðal þess kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar. Þar má sjá að áskriftir ráðuneytisins voru alls 70 talsins og eru þær jafnt að alþjóðlegum stórtímaritum; á borð við Washington Post, Le Monde, Der Spiegel og Fiskeribladet, sem og vefritum og orðabókavefjum á borð við Snöru. Í útskýringu ráðuneytisins segir að oft er um nokkrar áskriftir að ræða, eins og í tilfelli Snöru þar sem þær eru 55 talsins.Friðjón Friðjónsson er framkvæmdastjóri og eigandi KOM.Í mörgum tilvikum sé einnig um að ræða rafrænan aðgang að miðlum og áskriftir „sem veita fjölmörgum aðilum, t.d. ræðisskrifstofum vegna landkynningarmála og öllum starfsmönnum utanríkisþjónustunnar vegna aðgengis að gögnum, upplýsingum og greiningum.“ Ætla má að ráðuneytið sé þar m.a. að vísa til fyrrnefnds fréttabréfs KOM, sem sagt er ætlað þeim sem sem starfa í alþjóðlegu umhverfi og vilja fylgjast með gangi mála á Íslandi. Fréttabréfið er gefið út tvisvar í viku og inniheldur stutta samantekt frétta af íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi. Ráðuneytið er með eina áskrift að fréttabréfinu og hefur greitt fyrir hana 1,6 milljónir á ári sem fyrr segir. „Áskrifendur eru stjórnendur erlendra fyrirtækja með starfsemi á Íslandi, íslensk sendiráð erlendis, sendiráð erlendra ríkja í stjórnmálasambandi við Ísland auk ræðismanna Íslands um allan heim og stjórnenda erlendra fjármálafyrirtækja,“ segir í útskýringu almannatengslastofunnar og bætt við að fréttabréfið er sent til áskrifenda á rafrænu formi. Samkvæmt upplýsingum frá KOM fá um 200 starfsmenn utanríkisþjónustunnar fréttabréfið sent til sín með tölvupósti tvisvar í viku. Árleg áskrift að fréttabréfinu kostar 100 þúsund krónur og því ættu 200 móttakendur að greiða um 20 milljónir fyrir áskriftina. Ráðuneytið fær því „vænan afslátt“ að sögn KOM. Fyrirspurn Björns Levís og svar ráðuneytisins má nálgast hér.Fréttin var uppfærð kl. 11:45 eftir að nánari upplýsingar bárust frá KOM. Fjölmiðlar Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Utanríkisráðuneytið greiddi rúmlega 7,5 milljónir króna á síðasta ári í hvers kyns áskriftir að dagblöðum, tímaritum og miðlum. Hæsta greiðslan var til almannatengslaskrifstofunnar KOM vegna fréttarits þess, Iceland News Brief, eða 1,6 milljónir króna. Þetta er meðal þess kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar. Þar má sjá að áskriftir ráðuneytisins voru alls 70 talsins og eru þær jafnt að alþjóðlegum stórtímaritum; á borð við Washington Post, Le Monde, Der Spiegel og Fiskeribladet, sem og vefritum og orðabókavefjum á borð við Snöru. Í útskýringu ráðuneytisins segir að oft er um nokkrar áskriftir að ræða, eins og í tilfelli Snöru þar sem þær eru 55 talsins.Friðjón Friðjónsson er framkvæmdastjóri og eigandi KOM.Í mörgum tilvikum sé einnig um að ræða rafrænan aðgang að miðlum og áskriftir „sem veita fjölmörgum aðilum, t.d. ræðisskrifstofum vegna landkynningarmála og öllum starfsmönnum utanríkisþjónustunnar vegna aðgengis að gögnum, upplýsingum og greiningum.“ Ætla má að ráðuneytið sé þar m.a. að vísa til fyrrnefnds fréttabréfs KOM, sem sagt er ætlað þeim sem sem starfa í alþjóðlegu umhverfi og vilja fylgjast með gangi mála á Íslandi. Fréttabréfið er gefið út tvisvar í viku og inniheldur stutta samantekt frétta af íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi. Ráðuneytið er með eina áskrift að fréttabréfinu og hefur greitt fyrir hana 1,6 milljónir á ári sem fyrr segir. „Áskrifendur eru stjórnendur erlendra fyrirtækja með starfsemi á Íslandi, íslensk sendiráð erlendis, sendiráð erlendra ríkja í stjórnmálasambandi við Ísland auk ræðismanna Íslands um allan heim og stjórnenda erlendra fjármálafyrirtækja,“ segir í útskýringu almannatengslastofunnar og bætt við að fréttabréfið er sent til áskrifenda á rafrænu formi. Samkvæmt upplýsingum frá KOM fá um 200 starfsmenn utanríkisþjónustunnar fréttabréfið sent til sín með tölvupósti tvisvar í viku. Árleg áskrift að fréttabréfinu kostar 100 þúsund krónur og því ættu 200 móttakendur að greiða um 20 milljónir fyrir áskriftina. Ráðuneytið fær því „vænan afslátt“ að sögn KOM. Fyrirspurn Björns Levís og svar ráðuneytisins má nálgast hér.Fréttin var uppfærð kl. 11:45 eftir að nánari upplýsingar bárust frá KOM.
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira