Elsta liðið sem Ísland hefur teflt fram í landsleik og metið gæti fallið aftur á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2019 22:00 Elsta byrjunarlið Íslands. vísir/daníel Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu ferðaðist í gær til Albaníu þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM 2020 annað kvöld. Flogið var beint með liðið frá Keflavík til Tirana og á besta tíma um miðjan dag þannig að það er ekki hægt að biðja um betra ferðalag til suðaustur Evrópu. Það er líka eins gott að íslensku strákarnir fái tækifæri til að hvíla lúin bein og safna orku fyrir þennan mikilvæga og erfiða útileik. Íslenska liðið er nefnilega að eldast og nær allur hluti liðsins var líka í stórum hlutverkum þegar liðið tryggði sér fyrst sæti í úrslitakeppni stórmóts með frammistöðu sinni í undankeppni síðustu EM fyrir meira en fjórum áðum síðar. 11 af 14 leikmönnum í sigurleiknum á móti Moldóvum á laugardaginn tóku líka þátt í fyrsta leik íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2016 í september 2014 eða allir nema Hjörtur Hermannssson, Arnór Ingi Traustason og Rúnar Már Sigurjónsson. Þegar betur er að gáð þá tefldi Erik Hamrén fram elsta liði í sögu íslenska karlalandsliðsins í sigrinum á Moldóvu á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Meðalaldur íslensku leikmannanna sem tóku þátt í leiknum var 30,8 ár og féll þar með eins og hálfs árs gamalt met frá HM í Rússlandi 2018. Leikmennirnir sem tóku þátt í jafnteflisleiknum fræga á móti Argentínu á HM 2018 voru 30,6 ára að meðaltali. Sá leikur tók líka á og það sást líka í seinni hálfleiknum á næsta leik á móti Nígeríumönnum sem tapaðist 2-0. Nígeríumenn skoruðu bæði mörkin sín í seinni hálfleik. Nú er bara að vona að strákarnir mæti með ferskari fætur í leikinn mikilvæga á móti Albaníu á morgun. Ferðalag íslenska landsliðsins til Albaníu í gær gekk vel og liðið var ekki lengi að fara í gegnum vegabréfsskoðunina. Strákarnir voru því komnir upp á hótel um tíu. Liðið æfir síðan á leikvellinum í dag og leikurinn er síðan annað kvöld. Það gæti síðan metið fallið aftur ef Erik Hamrén notar ekki meira af ungu leikmönnum liðsins.Elstu landsliðin sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta: 30,8 ár - Í sigri á Moldóvu í undankeppni EM 2020 30,6 ár - Í jafntefli á móti Argentínu á HM 2018 30,3 ár - Í sigri á Tyrklandi í undankeppni EM 2020 30,2 ár - Í sigri á Andorra í undankeppni EM 2020 29,9 ár - Í jafntefli á móti Gana í vináttulandsleik 2018 29,9 ár - Í tapi á móti Frakklandi í undankeppni EM 2020 29,8 ár - Í tapi á móti Nígeríu á HM 2018 29,7 ár - Í tapi á móti Sviss í Þjóðadeildinni 2018 29,6 ár - Í sigri á Albaníu í undankeppni EM 2020 EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu ferðaðist í gær til Albaníu þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM 2020 annað kvöld. Flogið var beint með liðið frá Keflavík til Tirana og á besta tíma um miðjan dag þannig að það er ekki hægt að biðja um betra ferðalag til suðaustur Evrópu. Það er líka eins gott að íslensku strákarnir fái tækifæri til að hvíla lúin bein og safna orku fyrir þennan mikilvæga og erfiða útileik. Íslenska liðið er nefnilega að eldast og nær allur hluti liðsins var líka í stórum hlutverkum þegar liðið tryggði sér fyrst sæti í úrslitakeppni stórmóts með frammistöðu sinni í undankeppni síðustu EM fyrir meira en fjórum áðum síðar. 11 af 14 leikmönnum í sigurleiknum á móti Moldóvum á laugardaginn tóku líka þátt í fyrsta leik íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2016 í september 2014 eða allir nema Hjörtur Hermannssson, Arnór Ingi Traustason og Rúnar Már Sigurjónsson. Þegar betur er að gáð þá tefldi Erik Hamrén fram elsta liði í sögu íslenska karlalandsliðsins í sigrinum á Moldóvu á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Meðalaldur íslensku leikmannanna sem tóku þátt í leiknum var 30,8 ár og féll þar með eins og hálfs árs gamalt met frá HM í Rússlandi 2018. Leikmennirnir sem tóku þátt í jafnteflisleiknum fræga á móti Argentínu á HM 2018 voru 30,6 ára að meðaltali. Sá leikur tók líka á og það sást líka í seinni hálfleiknum á næsta leik á móti Nígeríumönnum sem tapaðist 2-0. Nígeríumenn skoruðu bæði mörkin sín í seinni hálfleik. Nú er bara að vona að strákarnir mæti með ferskari fætur í leikinn mikilvæga á móti Albaníu á morgun. Ferðalag íslenska landsliðsins til Albaníu í gær gekk vel og liðið var ekki lengi að fara í gegnum vegabréfsskoðunina. Strákarnir voru því komnir upp á hótel um tíu. Liðið æfir síðan á leikvellinum í dag og leikurinn er síðan annað kvöld. Það gæti síðan metið fallið aftur ef Erik Hamrén notar ekki meira af ungu leikmönnum liðsins.Elstu landsliðin sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta: 30,8 ár - Í sigri á Moldóvu í undankeppni EM 2020 30,6 ár - Í jafntefli á móti Argentínu á HM 2018 30,3 ár - Í sigri á Tyrklandi í undankeppni EM 2020 30,2 ár - Í sigri á Andorra í undankeppni EM 2020 29,9 ár - Í jafntefli á móti Gana í vináttulandsleik 2018 29,9 ár - Í tapi á móti Frakklandi í undankeppni EM 2020 29,8 ár - Í tapi á móti Nígeríu á HM 2018 29,7 ár - Í tapi á móti Sviss í Þjóðadeildinni 2018 29,6 ár - Í sigri á Albaníu í undankeppni EM 2020
EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira