Elsta liðið sem Ísland hefur teflt fram í landsleik og metið gæti fallið aftur á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2019 22:00 Elsta byrjunarlið Íslands. vísir/daníel Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu ferðaðist í gær til Albaníu þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM 2020 annað kvöld. Flogið var beint með liðið frá Keflavík til Tirana og á besta tíma um miðjan dag þannig að það er ekki hægt að biðja um betra ferðalag til suðaustur Evrópu. Það er líka eins gott að íslensku strákarnir fái tækifæri til að hvíla lúin bein og safna orku fyrir þennan mikilvæga og erfiða útileik. Íslenska liðið er nefnilega að eldast og nær allur hluti liðsins var líka í stórum hlutverkum þegar liðið tryggði sér fyrst sæti í úrslitakeppni stórmóts með frammistöðu sinni í undankeppni síðustu EM fyrir meira en fjórum áðum síðar. 11 af 14 leikmönnum í sigurleiknum á móti Moldóvum á laugardaginn tóku líka þátt í fyrsta leik íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2016 í september 2014 eða allir nema Hjörtur Hermannssson, Arnór Ingi Traustason og Rúnar Már Sigurjónsson. Þegar betur er að gáð þá tefldi Erik Hamrén fram elsta liði í sögu íslenska karlalandsliðsins í sigrinum á Moldóvu á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Meðalaldur íslensku leikmannanna sem tóku þátt í leiknum var 30,8 ár og féll þar með eins og hálfs árs gamalt met frá HM í Rússlandi 2018. Leikmennirnir sem tóku þátt í jafnteflisleiknum fræga á móti Argentínu á HM 2018 voru 30,6 ára að meðaltali. Sá leikur tók líka á og það sást líka í seinni hálfleiknum á næsta leik á móti Nígeríumönnum sem tapaðist 2-0. Nígeríumenn skoruðu bæði mörkin sín í seinni hálfleik. Nú er bara að vona að strákarnir mæti með ferskari fætur í leikinn mikilvæga á móti Albaníu á morgun. Ferðalag íslenska landsliðsins til Albaníu í gær gekk vel og liðið var ekki lengi að fara í gegnum vegabréfsskoðunina. Strákarnir voru því komnir upp á hótel um tíu. Liðið æfir síðan á leikvellinum í dag og leikurinn er síðan annað kvöld. Það gæti síðan metið fallið aftur ef Erik Hamrén notar ekki meira af ungu leikmönnum liðsins.Elstu landsliðin sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta: 30,8 ár - Í sigri á Moldóvu í undankeppni EM 2020 30,6 ár - Í jafntefli á móti Argentínu á HM 2018 30,3 ár - Í sigri á Tyrklandi í undankeppni EM 2020 30,2 ár - Í sigri á Andorra í undankeppni EM 2020 29,9 ár - Í jafntefli á móti Gana í vináttulandsleik 2018 29,9 ár - Í tapi á móti Frakklandi í undankeppni EM 2020 29,8 ár - Í tapi á móti Nígeríu á HM 2018 29,7 ár - Í tapi á móti Sviss í Þjóðadeildinni 2018 29,6 ár - Í sigri á Albaníu í undankeppni EM 2020 EM 2020 í handbolta Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu ferðaðist í gær til Albaníu þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM 2020 annað kvöld. Flogið var beint með liðið frá Keflavík til Tirana og á besta tíma um miðjan dag þannig að það er ekki hægt að biðja um betra ferðalag til suðaustur Evrópu. Það er líka eins gott að íslensku strákarnir fái tækifæri til að hvíla lúin bein og safna orku fyrir þennan mikilvæga og erfiða útileik. Íslenska liðið er nefnilega að eldast og nær allur hluti liðsins var líka í stórum hlutverkum þegar liðið tryggði sér fyrst sæti í úrslitakeppni stórmóts með frammistöðu sinni í undankeppni síðustu EM fyrir meira en fjórum áðum síðar. 11 af 14 leikmönnum í sigurleiknum á móti Moldóvum á laugardaginn tóku líka þátt í fyrsta leik íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2016 í september 2014 eða allir nema Hjörtur Hermannssson, Arnór Ingi Traustason og Rúnar Már Sigurjónsson. Þegar betur er að gáð þá tefldi Erik Hamrén fram elsta liði í sögu íslenska karlalandsliðsins í sigrinum á Moldóvu á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Meðalaldur íslensku leikmannanna sem tóku þátt í leiknum var 30,8 ár og féll þar með eins og hálfs árs gamalt met frá HM í Rússlandi 2018. Leikmennirnir sem tóku þátt í jafnteflisleiknum fræga á móti Argentínu á HM 2018 voru 30,6 ára að meðaltali. Sá leikur tók líka á og það sást líka í seinni hálfleiknum á næsta leik á móti Nígeríumönnum sem tapaðist 2-0. Nígeríumenn skoruðu bæði mörkin sín í seinni hálfleik. Nú er bara að vona að strákarnir mæti með ferskari fætur í leikinn mikilvæga á móti Albaníu á morgun. Ferðalag íslenska landsliðsins til Albaníu í gær gekk vel og liðið var ekki lengi að fara í gegnum vegabréfsskoðunina. Strákarnir voru því komnir upp á hótel um tíu. Liðið æfir síðan á leikvellinum í dag og leikurinn er síðan annað kvöld. Það gæti síðan metið fallið aftur ef Erik Hamrén notar ekki meira af ungu leikmönnum liðsins.Elstu landsliðin sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta: 30,8 ár - Í sigri á Moldóvu í undankeppni EM 2020 30,6 ár - Í jafntefli á móti Argentínu á HM 2018 30,3 ár - Í sigri á Tyrklandi í undankeppni EM 2020 30,2 ár - Í sigri á Andorra í undankeppni EM 2020 29,9 ár - Í jafntefli á móti Gana í vináttulandsleik 2018 29,9 ár - Í tapi á móti Frakklandi í undankeppni EM 2020 29,8 ár - Í tapi á móti Nígeríu á HM 2018 29,7 ár - Í tapi á móti Sviss í Þjóðadeildinni 2018 29,6 ár - Í sigri á Albaníu í undankeppni EM 2020
EM 2020 í handbolta Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira