Skógareyðing ekki málefni einstakra ríkja heldur heimsins Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2019 23:02 Frans páfi á Madagaskar. AP/Alexander Joe Frans páfi segir að skógareyðing og útrýming dýra- og jurtategunda eigi ekki að vera málefni einstakra ríkja. Þar sem þau ógni plánetunni allri og því varði þau alla íbúa plánetunnar. Páfinn er nú staddur á Madagaskar en sérfræðingar og rannsakendur segja eyjuna hafa tapað um 44 prósentum skóglendis á síðustu 60 árum og það megi að miklu leyti rekja til ólöglegs skógarhöggs. Eflaust má tengja ummæli páfans við ummæli Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, sem sagði nýverið að umfangsmiklir brunar í regnskógum Amason kæmu heiminum í raun ekki við. Um innanríkismál væri að ræða. Frans sagði spillingu, mikla fátækt og aðra þætti hafa leitt til skógareyðingar Madagaskar og sagði að nauðsynlegt væri að útvega aðilum sem stundi ólöglegt skógarhögg og veiðiþjófnað atvinnu. Annars væri ómögulegt að koma í veg fyrir það.Samkvæmt Reuters er Madagaskar eitt af fátækustu ríkjum heimsins. Þar búa um 26 milljónir manna og Sameinuðu þjóðirnar áætla að 90 prósent þeirra lifi á undir 250 krónum á dag. Vannæring er umfangsmikil á Madagaskar og það sama má segja um spillingu.Eftirlitsaðilar segja að ríkisstjórn Andry Rajoelina, forseta Madagaskar, hafi litið undan ólöglegu skógarhöggi og jafnvel grætt á því. Að mestu er um að ræða sölu rósa- og svartviðar til Kína. Brasilía Madagaskar Páfagarður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Frans páfi segir að skógareyðing og útrýming dýra- og jurtategunda eigi ekki að vera málefni einstakra ríkja. Þar sem þau ógni plánetunni allri og því varði þau alla íbúa plánetunnar. Páfinn er nú staddur á Madagaskar en sérfræðingar og rannsakendur segja eyjuna hafa tapað um 44 prósentum skóglendis á síðustu 60 árum og það megi að miklu leyti rekja til ólöglegs skógarhöggs. Eflaust má tengja ummæli páfans við ummæli Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, sem sagði nýverið að umfangsmiklir brunar í regnskógum Amason kæmu heiminum í raun ekki við. Um innanríkismál væri að ræða. Frans sagði spillingu, mikla fátækt og aðra þætti hafa leitt til skógareyðingar Madagaskar og sagði að nauðsynlegt væri að útvega aðilum sem stundi ólöglegt skógarhögg og veiðiþjófnað atvinnu. Annars væri ómögulegt að koma í veg fyrir það.Samkvæmt Reuters er Madagaskar eitt af fátækustu ríkjum heimsins. Þar búa um 26 milljónir manna og Sameinuðu þjóðirnar áætla að 90 prósent þeirra lifi á undir 250 krónum á dag. Vannæring er umfangsmikil á Madagaskar og það sama má segja um spillingu.Eftirlitsaðilar segja að ríkisstjórn Andry Rajoelina, forseta Madagaskar, hafi litið undan ólöglegu skógarhöggi og jafnvel grætt á því. Að mestu er um að ræða sölu rósa- og svartviðar til Kína.
Brasilía Madagaskar Páfagarður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira