Boðar áframhaldandi samráð í útlendingamálum Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2019 18:35 Frá ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í dag. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagðist ekki hrædd við að takast á við erfið og viðkvæm mál sem dómsmálaráðherra þegar hún mætti til Bessastaða á sinn fyrsta ríkisráðsfund nú síðdegis. Boðaði hún áframhaldandi þverpólitísk samráð um útlendingamál. Hún tók við lyklavöldum í dómsmálaráðuneytinu eftir fundinn. Spurð að því hvort að henni myndi fylgja meiri mildi í útlendingamálum þegar hún tæki við dómsmálaráðuneytinu svaraði Áslaug Arna því ekki beint. Sagðist hún ganga inn í ríkisstjórn með ákveðinn stjórnarsáttmála. Þingmannanefnd hafi verið skipuð til að ræða útlendingamál í víðara samhengi. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lengi farið með málaflokkinn byggðu núgildandi útlendingalög á störfum þverpólitískrar nefndar. „Það hefur verið mikið samráð um þessi mál og ég mun halda því áfram,“ sagði Áslaug Arna.Áslaug Arna er yngsti ráðherra lýðveldissögunnar og sá næstyngsti frá upphafi. Hún sagðist vera stolt af því og að það væri gott að vera fyrirmynd í þeim efnum. Mikilvægt væri að ríkisstjórnin væri eins fjölbreytt og samfélagið en benti hún jafnframt á að hún hefði mikla reynslu eftir að hafa stýrt tveimur stórum þingnefndum og verið í forystu Sjálfstæðisflokksins í fjögur ár. Hún var spurð út í gagnrýni sumra flokksfélaga hennar á að hún væri of ung. „Ef það er eina gagnrýnin þá kvarta ég ekki,“ sagði Áslaug Arna. Sagðist hún nálgast embættið af auðmýkt og tilhlökkun því hún vissi að mál ráðuneytisins snerti fólk. „Þó að þau séu erfið er ég ekki hrædd við það heldur,“ sagði hún. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagðist ekki hrædd við að takast á við erfið og viðkvæm mál sem dómsmálaráðherra þegar hún mætti til Bessastaða á sinn fyrsta ríkisráðsfund nú síðdegis. Boðaði hún áframhaldandi þverpólitísk samráð um útlendingamál. Hún tók við lyklavöldum í dómsmálaráðuneytinu eftir fundinn. Spurð að því hvort að henni myndi fylgja meiri mildi í útlendingamálum þegar hún tæki við dómsmálaráðuneytinu svaraði Áslaug Arna því ekki beint. Sagðist hún ganga inn í ríkisstjórn með ákveðinn stjórnarsáttmála. Þingmannanefnd hafi verið skipuð til að ræða útlendingamál í víðara samhengi. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lengi farið með málaflokkinn byggðu núgildandi útlendingalög á störfum þverpólitískrar nefndar. „Það hefur verið mikið samráð um þessi mál og ég mun halda því áfram,“ sagði Áslaug Arna.Áslaug Arna er yngsti ráðherra lýðveldissögunnar og sá næstyngsti frá upphafi. Hún sagðist vera stolt af því og að það væri gott að vera fyrirmynd í þeim efnum. Mikilvægt væri að ríkisstjórnin væri eins fjölbreytt og samfélagið en benti hún jafnframt á að hún hefði mikla reynslu eftir að hafa stýrt tveimur stórum þingnefndum og verið í forystu Sjálfstæðisflokksins í fjögur ár. Hún var spurð út í gagnrýni sumra flokksfélaga hennar á að hún væri of ung. „Ef það er eina gagnrýnin þá kvarta ég ekki,“ sagði Áslaug Arna. Sagðist hún nálgast embættið af auðmýkt og tilhlökkun því hún vissi að mál ráðuneytisins snerti fólk. „Þó að þau séu erfið er ég ekki hrædd við það heldur,“ sagði hún.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira