Samkvæmt reglum Sjálfstæðisflokksins þarf Áslaug að segja sig frá stöðu sinni sem ritari flokksins þegar hún verður ráðherra. Flokksráðsfundur fer fram 14. september þar sem arftaki Áslaugar verður kosinn. Nefnd hafa verið til sögunnar í embætti ritara borgarfulltrúarnir Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir og Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Garðabæ, auk Kristjáns Þórs Magnússonar, sveitarstjóra Norðurþings.

Áslaugar bíða aðkallandi verkefni. Verði dómur MDE tekinn til skoðunar hjá efri deildinni má búast við að dómstólasýslan ítreki ákall sitt um tímabundna fjölgun dómara við Landsrétt til að takast megi á við tafir á meðferð mála.
Synji MDE hins vegar beiðninni liggur endanleg niðurstaða fyrir og þá þarf ráðherra að finna lausn á málum þeirra fjögurra dómara við réttinn sem dómurinn tekur til.
Þá kemur í hlut Áslaugar að skipa í stöðu dómara við Hæstarétt sem losnar í haust.