Fórust hér 600 hreindýrakálfar úr hungri og vosbúð síðasta vetur? Ole Anton Bieltvedt skrifar 6. september 2019 10:00 Skv. gagni með yfirskriftinni „Vetrarafkoma íslenskra hreindýrakálfa“, sem Náttúrustofa Austurlands (NA) sendi umhverfisráðherra 17. júlí sl., var meðaldánartíðni hreindýrakálfa, veturinn 2018-2019, 21%. Dánartíðnin var frá 9% upp í 45%, eftir svæðum. Er 45% talan ógnvekjandi; annar hvor kálfur fórst. Skv. talningu NA í október 2018, sem NA staðfesti við okkur í Jarðarvinum 9. ágúst sl., voru hreindýrakýr þá 2.255 dýr, en, þar sem um 1.060 kýr höfðu verið drepnar í ágúst/september, líka 2018, voru kýrnar, sem áttu kálfa vorið 2018, 3.315 kýr. Geldishlufall hreindýrakúa á Íslandi er 10-15%. Ef reiknað er með, að 15% kúnna 3.315, sem báru kálf vorið 2018, hafi verið geldar, fæddust 2.800 kálfar það vor. Ofannefnt þýðir, að um 600 hreindýrakálfar hafi farizt - væntanlega mest úr hungri og vosbúð - síðasta vetur í íslenzkum hreindýrahögum. Frá 1. ágúst 2018 til 15. september 2018 heimilaði umhverfisráðherra dráp á 1.061 kú. Voru yngstu kálfar rétt 8 vikna, þegar drápið á mæðrum þeirra hófst. Er sjálfgefið, að mestur hluti kálfanna 600, sem fórust síðasta vetur, hafi verið móðurlausir og vanbúnir til að standa á eigin fótum, þó að tíðarfar síðasta vetur hafi verið gott. Móðurlausir kálfar lenda neðst í „virðingarröð“ dýranna, þannig, að þeir komast síðast í æti í krafsholum, þeim er ýtt út í jaðar hópsins, þar sem skjól er minnst og kuldi og næðingur mestur; í raun eru þeim flestar bjargir bannaðar, eftir að móðirin hefur verið drepin frá þeim, þó að missir móðurmjólkur og -umönnunnar vegi þyngst. Á dögunum var það heimsfrétt, að 200 hreindýr drápust á Svalbarða. Ástæðan þar var loftslagsbreytingar og hitasveiflur, sem þeim tengjast. Haustið 2018 kom þar hlýindakafli og svo hörkufrost ofan í það. Lagðist klakabrynja yfir beitiland dýranna, sem þau komust ekki í gegnum. Því fór, sem fór. Hörmungarsaga, sem vakti athygli víða um heim. Á Svalbarða eru þó um 22.000 hreindýr. Drápust þannig með þessum hörmulega hætti „aðeins“ um 1% dýranna. Hér var engum loftslagsbreytingum eða klakabrynjum fyrir að fara, heldur fórust 21% kálfanna, 600 burðalitlir kálfar á fyrsta vetri, af mannavöldum; skeytingarleysi, vanrækslu og virðingarleysi stjórnvalda gagnvart lífríkinu og náttúrunni. Hér voru líka lög um dýravelferð, nr. 55/2013, fótum troðin. Þar segir m.a.: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt“. Þetta eru fín lög, sem veiðimenn, stjórnvöld, landeigendur og aðrir hagsmunaaðilar hafa þó virt að vettugu árum saman og komizt upp með. Hvernig má þetta vera? Þeir, sem eru ráðgjafar við veiðar og eftirlits-aðilar með framkvæmd laganna, NA og Umhverfisstofnun (UST), hafa af því stórfellda fjárhagslega hagsmuni, að sem mest sé drepið af dýrunum. Skiptast tekjur af veiðum á þessa aðila svo og á bændur og landeigendur á Austfjörðum. 2013 fékk NA 8,5 milljónir króna af leyfisgjöldum, UST 20,3 milljónir og bændur, landeigendur og sveitarfélög á Austfjörðum 106,8 milljónir króna. Eitt eru stórfelldar beinar tekjur NA og UST af drápinu, annað, að hinar miklu tekjur bænda, landeigenda og sveitarfélaga, um 1.000 aðilar, mynda geysisterkan hagsmuna- og þrýstihóp um sem mestar veiðar. Verða þá lög um velferð dýra og réttindi málleysingjanna léttvæg. Við bætist sterkur og miskunnarlaus þrýstihópur veiðimanna, allt að 4.000 manns, sem litla eða enga virðingu eða tilfinningar bera fyrir saklausum og varnarlausum dýrunum - ef svo væri, lægju þeir ekki í því að limlesta þau og drepa; að gamni sínu -, en margir þeirra eru „hvítflibbar“ og háttsettir og áhrifaríkir í þessu þjóðfélagi. Hreindýr tilheyra flokki hjartardýra. Hér má drepa hreindýrakýr frá 1. ágúst, þegar yngstu kálfar eru 8 vikna. Í Noregi má ekki drepa hreindýrakýr fyrr en frá 20. ágúst, en, þar sem kálfar fæðast fyrr í Noregi – þar vorar fyrr – eru kálfar þar minnst 12 vikna, þegar dráp mæðra þeirra hefst. Í Svíþjóð má ekki drepa skyldar kýr – líka af hjartarættinni – fyrr en 3. september (elgir) og 1. október (dádýr). Kálfar þessara nátengdu dýra eru því yngstir 14 vikna og 18 vikna, þegar dráp mæðra þeirra má hefjast. Til að samræma veiðitíma hreindýrakúa, því sem minnst er á hinum Norðurlöndunum og draga úr því að hreindýrakálfar hér farist í stórum stíl – með kvalafullum og hörmulegum hætti - þyrfti að lengja griðatíma hreindýrakálfa hér til a.m.k. 27. ágúst. Hvernig má það vera, að við Íslendingar skulum láta líf og velferð dýranna okkar – íslenzka lífríkisins – okkur svona lítlu varða? Ef á þessu drápi væri raunveruleg þörf, dýranna vegna eða afkomu manna vegna, mætti skilja þetta, en, þessar veiðar eru að mestu sport og skemmtun veiðimanna. Auðvitað reyna veiðimenn að réttlæta veiðar m.a. með þeirri fullyrðingu, að drepa verði dýrin, annars myndi beitiland skorta og dýrin farast í stórum stíl. Hreindýr eru hér alls 6-7.000. Fé á fjalli 600.000. Hestar, margir villtir á hálendinu, 80.000. Hreindýr eru um 1% af grasbítum landsins. Á Svalbarða, þar sem beitilönd eru miklu minni, en hér, eru 22.000 hreindýr, sem hafa komizt bærilega af, þó að slys hafi orðið í fyrra. Í Svíþjóð eru allt að 400.000 elgir, sem eru miklu stærri og þurftarmeiri dýr. Tal veiðimanna um þörfina á drápi dýranna, dýranna vegna, er því fyrirsláttur einn og tilraun til að réttlæta þeirra ljóta leik að lífi saklausra og varnarlausra lífvera og þeirra lágkúrulega sport og sjúku skemmtun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skotveiði Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Skv. gagni með yfirskriftinni „Vetrarafkoma íslenskra hreindýrakálfa“, sem Náttúrustofa Austurlands (NA) sendi umhverfisráðherra 17. júlí sl., var meðaldánartíðni hreindýrakálfa, veturinn 2018-2019, 21%. Dánartíðnin var frá 9% upp í 45%, eftir svæðum. Er 45% talan ógnvekjandi; annar hvor kálfur fórst. Skv. talningu NA í október 2018, sem NA staðfesti við okkur í Jarðarvinum 9. ágúst sl., voru hreindýrakýr þá 2.255 dýr, en, þar sem um 1.060 kýr höfðu verið drepnar í ágúst/september, líka 2018, voru kýrnar, sem áttu kálfa vorið 2018, 3.315 kýr. Geldishlufall hreindýrakúa á Íslandi er 10-15%. Ef reiknað er með, að 15% kúnna 3.315, sem báru kálf vorið 2018, hafi verið geldar, fæddust 2.800 kálfar það vor. Ofannefnt þýðir, að um 600 hreindýrakálfar hafi farizt - væntanlega mest úr hungri og vosbúð - síðasta vetur í íslenzkum hreindýrahögum. Frá 1. ágúst 2018 til 15. september 2018 heimilaði umhverfisráðherra dráp á 1.061 kú. Voru yngstu kálfar rétt 8 vikna, þegar drápið á mæðrum þeirra hófst. Er sjálfgefið, að mestur hluti kálfanna 600, sem fórust síðasta vetur, hafi verið móðurlausir og vanbúnir til að standa á eigin fótum, þó að tíðarfar síðasta vetur hafi verið gott. Móðurlausir kálfar lenda neðst í „virðingarröð“ dýranna, þannig, að þeir komast síðast í æti í krafsholum, þeim er ýtt út í jaðar hópsins, þar sem skjól er minnst og kuldi og næðingur mestur; í raun eru þeim flestar bjargir bannaðar, eftir að móðirin hefur verið drepin frá þeim, þó að missir móðurmjólkur og -umönnunnar vegi þyngst. Á dögunum var það heimsfrétt, að 200 hreindýr drápust á Svalbarða. Ástæðan þar var loftslagsbreytingar og hitasveiflur, sem þeim tengjast. Haustið 2018 kom þar hlýindakafli og svo hörkufrost ofan í það. Lagðist klakabrynja yfir beitiland dýranna, sem þau komust ekki í gegnum. Því fór, sem fór. Hörmungarsaga, sem vakti athygli víða um heim. Á Svalbarða eru þó um 22.000 hreindýr. Drápust þannig með þessum hörmulega hætti „aðeins“ um 1% dýranna. Hér var engum loftslagsbreytingum eða klakabrynjum fyrir að fara, heldur fórust 21% kálfanna, 600 burðalitlir kálfar á fyrsta vetri, af mannavöldum; skeytingarleysi, vanrækslu og virðingarleysi stjórnvalda gagnvart lífríkinu og náttúrunni. Hér voru líka lög um dýravelferð, nr. 55/2013, fótum troðin. Þar segir m.a.: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt“. Þetta eru fín lög, sem veiðimenn, stjórnvöld, landeigendur og aðrir hagsmunaaðilar hafa þó virt að vettugu árum saman og komizt upp með. Hvernig má þetta vera? Þeir, sem eru ráðgjafar við veiðar og eftirlits-aðilar með framkvæmd laganna, NA og Umhverfisstofnun (UST), hafa af því stórfellda fjárhagslega hagsmuni, að sem mest sé drepið af dýrunum. Skiptast tekjur af veiðum á þessa aðila svo og á bændur og landeigendur á Austfjörðum. 2013 fékk NA 8,5 milljónir króna af leyfisgjöldum, UST 20,3 milljónir og bændur, landeigendur og sveitarfélög á Austfjörðum 106,8 milljónir króna. Eitt eru stórfelldar beinar tekjur NA og UST af drápinu, annað, að hinar miklu tekjur bænda, landeigenda og sveitarfélaga, um 1.000 aðilar, mynda geysisterkan hagsmuna- og þrýstihóp um sem mestar veiðar. Verða þá lög um velferð dýra og réttindi málleysingjanna léttvæg. Við bætist sterkur og miskunnarlaus þrýstihópur veiðimanna, allt að 4.000 manns, sem litla eða enga virðingu eða tilfinningar bera fyrir saklausum og varnarlausum dýrunum - ef svo væri, lægju þeir ekki í því að limlesta þau og drepa; að gamni sínu -, en margir þeirra eru „hvítflibbar“ og háttsettir og áhrifaríkir í þessu þjóðfélagi. Hreindýr tilheyra flokki hjartardýra. Hér má drepa hreindýrakýr frá 1. ágúst, þegar yngstu kálfar eru 8 vikna. Í Noregi má ekki drepa hreindýrakýr fyrr en frá 20. ágúst, en, þar sem kálfar fæðast fyrr í Noregi – þar vorar fyrr – eru kálfar þar minnst 12 vikna, þegar dráp mæðra þeirra hefst. Í Svíþjóð má ekki drepa skyldar kýr – líka af hjartarættinni – fyrr en 3. september (elgir) og 1. október (dádýr). Kálfar þessara nátengdu dýra eru því yngstir 14 vikna og 18 vikna, þegar dráp mæðra þeirra má hefjast. Til að samræma veiðitíma hreindýrakúa, því sem minnst er á hinum Norðurlöndunum og draga úr því að hreindýrakálfar hér farist í stórum stíl – með kvalafullum og hörmulegum hætti - þyrfti að lengja griðatíma hreindýrakálfa hér til a.m.k. 27. ágúst. Hvernig má það vera, að við Íslendingar skulum láta líf og velferð dýranna okkar – íslenzka lífríkisins – okkur svona lítlu varða? Ef á þessu drápi væri raunveruleg þörf, dýranna vegna eða afkomu manna vegna, mætti skilja þetta, en, þessar veiðar eru að mestu sport og skemmtun veiðimanna. Auðvitað reyna veiðimenn að réttlæta veiðar m.a. með þeirri fullyrðingu, að drepa verði dýrin, annars myndi beitiland skorta og dýrin farast í stórum stíl. Hreindýr eru hér alls 6-7.000. Fé á fjalli 600.000. Hestar, margir villtir á hálendinu, 80.000. Hreindýr eru um 1% af grasbítum landsins. Á Svalbarða, þar sem beitilönd eru miklu minni, en hér, eru 22.000 hreindýr, sem hafa komizt bærilega af, þó að slys hafi orðið í fyrra. Í Svíþjóð eru allt að 400.000 elgir, sem eru miklu stærri og þurftarmeiri dýr. Tal veiðimanna um þörfina á drápi dýranna, dýranna vegna, er því fyrirsláttur einn og tilraun til að réttlæta þeirra ljóta leik að lífi saklausra og varnarlausra lífvera og þeirra lágkúrulega sport og sjúku skemmtun.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun