Bauðst til að selja Trump nýja hljóðfráa eldflaug Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2019 12:13 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexander Nemenov Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar muni framleiða nýjar tegundir eldflauga sem voru áður bannaðar í sáttmála á milli Rússlands og Bandaríkjanna (INF) sem rann út í síðasta mánuði. Hann segir þó að Rússar muni ekki skipa eldflaugunum niður nema Bandaríkin geri það fyrst. Pútín varaði við nýju vopnakapphlaupi. Forsetinn rússneski sagðist, samkvæmt Reuters, einnig hafa hringt í Trump nýverið og boðið honum að kaupa eintak af nýrri tegund hljóðfráa eldflauga sem Rússar væru að þróa. Pútín sagði Trump þó hafa hafnað því boði og sagt að Bandaríkin væru að þróa eigin hljóðfráar eldflaugar. Sáttmálinn sem féll úr gildi í síðasta mánuði heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sakað Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum. Þá hefur ríkisstjórn Donald Trump sagt að vel kæmi til greina að gera nýjan sáttmála en þá þyrftu aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kínverjar, að koma að honum einnig. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hafði einmitt orð á því við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, að Kínverjar og Indverjar þyrftu einnig að koma að mögulegum viðræðum um afkjarnavopnun í Höfða.Sjá einnig: Bauð fram Höfða til að taka upp þráðinn í afvopnunarviðræðumEftir að sáttmálanum var rift gerðu Bandaríkin tilraun með eldflaug sem hitti skotmark sitt í rúmlega 500 kílómetra fjarlægð. Um er að ræða útgáfu af Tomahawk-eldflauginni sem getur borið kjarnorkuvopn. Yfirvöld Rússlands og Kína kvörtuðu yfir því tilraunaskoti og sökuðu Bandaríkin um að koma nýju vopnakapphlaupi af stað, þó bæði ríkin hafi staðið að þróun nýrra eldflauga undanfarin ár.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumPútín sagði hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa velt vöngum yfir því að koma slíkum eldflaugum fyrir í Japan og Suður-Kóreu og sagði það valda Rússum áhyggjum. Þaðan gæti þeim verið skotið að Rússlandi. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa þó sagt að helst komi til greina að skipa eldflaugunum niður á Gvam. Bandaríkin Kína NATO Rússland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar muni framleiða nýjar tegundir eldflauga sem voru áður bannaðar í sáttmála á milli Rússlands og Bandaríkjanna (INF) sem rann út í síðasta mánuði. Hann segir þó að Rússar muni ekki skipa eldflaugunum niður nema Bandaríkin geri það fyrst. Pútín varaði við nýju vopnakapphlaupi. Forsetinn rússneski sagðist, samkvæmt Reuters, einnig hafa hringt í Trump nýverið og boðið honum að kaupa eintak af nýrri tegund hljóðfráa eldflauga sem Rússar væru að þróa. Pútín sagði Trump þó hafa hafnað því boði og sagt að Bandaríkin væru að þróa eigin hljóðfráar eldflaugar. Sáttmálinn sem féll úr gildi í síðasta mánuði heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sakað Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum. Þá hefur ríkisstjórn Donald Trump sagt að vel kæmi til greina að gera nýjan sáttmála en þá þyrftu aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kínverjar, að koma að honum einnig. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hafði einmitt orð á því við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, að Kínverjar og Indverjar þyrftu einnig að koma að mögulegum viðræðum um afkjarnavopnun í Höfða.Sjá einnig: Bauð fram Höfða til að taka upp þráðinn í afvopnunarviðræðumEftir að sáttmálanum var rift gerðu Bandaríkin tilraun með eldflaug sem hitti skotmark sitt í rúmlega 500 kílómetra fjarlægð. Um er að ræða útgáfu af Tomahawk-eldflauginni sem getur borið kjarnorkuvopn. Yfirvöld Rússlands og Kína kvörtuðu yfir því tilraunaskoti og sökuðu Bandaríkin um að koma nýju vopnakapphlaupi af stað, þó bæði ríkin hafi staðið að þróun nýrra eldflauga undanfarin ár.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumPútín sagði hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa velt vöngum yfir því að koma slíkum eldflaugum fyrir í Japan og Suður-Kóreu og sagði það valda Rússum áhyggjum. Þaðan gæti þeim verið skotið að Rússlandi. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa þó sagt að helst komi til greina að skipa eldflaugunum niður á Gvam.
Bandaríkin Kína NATO Rússland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira