Segir Brexit hafa áhrif á fækkun erlendra ferðamanna til landsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. september 2019 20:00 Erlendum ferðamönnum hefur fækkað um 13,5 prósent á milli ára. Ferðamálastjóri segir Brexit og breytingar á tengiflugi hjá íslenskum flugfélögum skýra fækkunina, sem er mest meðal þriggja þjóðerna, en ekkert bendir til minni áhuga á Íslandsferðum. Ferðamálastofa birti í dag talningu á erlendum ferðamönnum til og frá Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt talningunni voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 252 þúsund í ágústmánuði eða um 39 þúsund færri en í ágústmánuði í fyrra. Fækkunin er mest meðal þriggja þjóðerna. Það eru Bandaríkjamenn, Bretar og Kanadamenn. „Önnur þjóðerni haldast nokkuð vel á milli ára og það mildar þau áhrif sem svona fækkun hefur,“ sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri. Hann segir skýringar á bak við fækkun þessara þriggja þjóðerna. „Það má gera ráð fyrir að Brexit hafi einhver áhrif á ferðalög Breta til annarra landa. Hvað varðar Bandaríkjamenn og Kanadamenn má gera ráð fyrir að breytingar hjá íslenskum flugfélögum hafi þar áhrif, að þetta tengist fækkun tengifarþega yfir Atlantshafið. Það er líka áhugavert að sjá að asískum ferðamönnum heldur áfram að fjölga og nú eru í fyrsta skipti fleiri Kínverjar að koma til landsins heldur en Bretar,“ sagði Skarphéðinn. Hann segir fjölgun kínverskra ferðamanna til landsins í takt við þá þróun sem á sér stað í öðrum löndum, en ferðamönnum frá Kína er að fjölga stöðugt um allan heim. „Nei það er engin ástæða til þess. Það eru skýringar á þessu og það eru engar vísbendingar um minni áhuga á Íslandsferðum þannig að við erum bjartsýn á framhaldið,“ sagði Skarphéðinn. Brexit Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Erlendum ferðamönnum hefur fækkað um 13,5 prósent á milli ára. Ferðamálastjóri segir Brexit og breytingar á tengiflugi hjá íslenskum flugfélögum skýra fækkunina, sem er mest meðal þriggja þjóðerna, en ekkert bendir til minni áhuga á Íslandsferðum. Ferðamálastofa birti í dag talningu á erlendum ferðamönnum til og frá Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt talningunni voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 252 þúsund í ágústmánuði eða um 39 þúsund færri en í ágústmánuði í fyrra. Fækkunin er mest meðal þriggja þjóðerna. Það eru Bandaríkjamenn, Bretar og Kanadamenn. „Önnur þjóðerni haldast nokkuð vel á milli ára og það mildar þau áhrif sem svona fækkun hefur,“ sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri. Hann segir skýringar á bak við fækkun þessara þriggja þjóðerna. „Það má gera ráð fyrir að Brexit hafi einhver áhrif á ferðalög Breta til annarra landa. Hvað varðar Bandaríkjamenn og Kanadamenn má gera ráð fyrir að breytingar hjá íslenskum flugfélögum hafi þar áhrif, að þetta tengist fækkun tengifarþega yfir Atlantshafið. Það er líka áhugavert að sjá að asískum ferðamönnum heldur áfram að fjölga og nú eru í fyrsta skipti fleiri Kínverjar að koma til landsins heldur en Bretar,“ sagði Skarphéðinn. Hann segir fjölgun kínverskra ferðamanna til landsins í takt við þá þróun sem á sér stað í öðrum löndum, en ferðamönnum frá Kína er að fjölga stöðugt um allan heim. „Nei það er engin ástæða til þess. Það eru skýringar á þessu og það eru engar vísbendingar um minni áhuga á Íslandsferðum þannig að við erum bjartsýn á framhaldið,“ sagði Skarphéðinn.
Brexit Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira