Segir Brexit hafa áhrif á fækkun erlendra ferðamanna til landsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. september 2019 20:00 Erlendum ferðamönnum hefur fækkað um 13,5 prósent á milli ára. Ferðamálastjóri segir Brexit og breytingar á tengiflugi hjá íslenskum flugfélögum skýra fækkunina, sem er mest meðal þriggja þjóðerna, en ekkert bendir til minni áhuga á Íslandsferðum. Ferðamálastofa birti í dag talningu á erlendum ferðamönnum til og frá Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt talningunni voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 252 þúsund í ágústmánuði eða um 39 þúsund færri en í ágústmánuði í fyrra. Fækkunin er mest meðal þriggja þjóðerna. Það eru Bandaríkjamenn, Bretar og Kanadamenn. „Önnur þjóðerni haldast nokkuð vel á milli ára og það mildar þau áhrif sem svona fækkun hefur,“ sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri. Hann segir skýringar á bak við fækkun þessara þriggja þjóðerna. „Það má gera ráð fyrir að Brexit hafi einhver áhrif á ferðalög Breta til annarra landa. Hvað varðar Bandaríkjamenn og Kanadamenn má gera ráð fyrir að breytingar hjá íslenskum flugfélögum hafi þar áhrif, að þetta tengist fækkun tengifarþega yfir Atlantshafið. Það er líka áhugavert að sjá að asískum ferðamönnum heldur áfram að fjölga og nú eru í fyrsta skipti fleiri Kínverjar að koma til landsins heldur en Bretar,“ sagði Skarphéðinn. Hann segir fjölgun kínverskra ferðamanna til landsins í takt við þá þróun sem á sér stað í öðrum löndum, en ferðamönnum frá Kína er að fjölga stöðugt um allan heim. „Nei það er engin ástæða til þess. Það eru skýringar á þessu og það eru engar vísbendingar um minni áhuga á Íslandsferðum þannig að við erum bjartsýn á framhaldið,“ sagði Skarphéðinn. Brexit Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
Erlendum ferðamönnum hefur fækkað um 13,5 prósent á milli ára. Ferðamálastjóri segir Brexit og breytingar á tengiflugi hjá íslenskum flugfélögum skýra fækkunina, sem er mest meðal þriggja þjóðerna, en ekkert bendir til minni áhuga á Íslandsferðum. Ferðamálastofa birti í dag talningu á erlendum ferðamönnum til og frá Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt talningunni voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 252 þúsund í ágústmánuði eða um 39 þúsund færri en í ágústmánuði í fyrra. Fækkunin er mest meðal þriggja þjóðerna. Það eru Bandaríkjamenn, Bretar og Kanadamenn. „Önnur þjóðerni haldast nokkuð vel á milli ára og það mildar þau áhrif sem svona fækkun hefur,“ sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri. Hann segir skýringar á bak við fækkun þessara þriggja þjóðerna. „Það má gera ráð fyrir að Brexit hafi einhver áhrif á ferðalög Breta til annarra landa. Hvað varðar Bandaríkjamenn og Kanadamenn má gera ráð fyrir að breytingar hjá íslenskum flugfélögum hafi þar áhrif, að þetta tengist fækkun tengifarþega yfir Atlantshafið. Það er líka áhugavert að sjá að asískum ferðamönnum heldur áfram að fjölga og nú eru í fyrsta skipti fleiri Kínverjar að koma til landsins heldur en Bretar,“ sagði Skarphéðinn. Hann segir fjölgun kínverskra ferðamanna til landsins í takt við þá þróun sem á sér stað í öðrum löndum, en ferðamönnum frá Kína er að fjölga stöðugt um allan heim. „Nei það er engin ástæða til þess. Það eru skýringar á þessu og það eru engar vísbendingar um minni áhuga á Íslandsferðum þannig að við erum bjartsýn á framhaldið,“ sagði Skarphéðinn.
Brexit Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira