Mótmælendur handteknir við Höfða Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2019 13:46 Mikil öryggisgæsla er við Höfða í dag þar sem varaforseti Bandaríkjanna fundar. Vísir/Vilhelm Tveir einstaklingar voru handteknir við Höfða í Reykjavík í dag þar sem þeir höfðu verið að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna. Mike Pence fundar í Höfða í síðar í dag með utanríkisráðherra og fulltrúum viðskiptalífsins. Mótmælendur kveiktu í bandarískum fána í fjörunni, skammt frá Höfða, og birti annar þeirra mynd af verknaðinum á Facebook. Færslu hans, Benjamíns Julian, má sjá hér að neðan. Þeir voru báðir handteknir og fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Magnús Helgason, faðir hins mótmælandans, segir í samtali við Vísi að þeim hafi verið gefið tvennt að sök; annars vegar að kveikja eld á almannafæri og hins vegar að smána fána erlends ríkis. Magnús gefur sjálfur lítið fyrir þessi meintu brot. Á færri stöðum í Reykjavík sé minni eldhætta en þarna í fjörunni. Aukinheldur er það stjórnarskrárvarinn réttur Bandaríkjamanna að bera eld að eigin fána og því þykir Magnúsi forkastanlegt að sonur sinn skuli vera handtekinn af þessum sökum. Að sögn Magnúsar verða mótmælendurnir yfirheyrðir síðar í dag en segist ekki vita hvort þeir verði ákærðir fyrir mótmæli sín. Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið og sagði Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðsstjóri á Hverfisgötu, að líklega yrði send út fréttatilkynning vegna málsins.Fréttin hefur verið uppfærð. Heimsókn Mike Pence Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Leyniskyttur klárar á þaki Arion banka og Advania Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og kona hans Karen Pence, eru á leið í Höfða í Borgartúni þar sem hann mun funda með utanríkisráðherra í dag. 4. september 2019 13:37 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Tveir einstaklingar voru handteknir við Höfða í Reykjavík í dag þar sem þeir höfðu verið að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna. Mike Pence fundar í Höfða í síðar í dag með utanríkisráðherra og fulltrúum viðskiptalífsins. Mótmælendur kveiktu í bandarískum fána í fjörunni, skammt frá Höfða, og birti annar þeirra mynd af verknaðinum á Facebook. Færslu hans, Benjamíns Julian, má sjá hér að neðan. Þeir voru báðir handteknir og fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Magnús Helgason, faðir hins mótmælandans, segir í samtali við Vísi að þeim hafi verið gefið tvennt að sök; annars vegar að kveikja eld á almannafæri og hins vegar að smána fána erlends ríkis. Magnús gefur sjálfur lítið fyrir þessi meintu brot. Á færri stöðum í Reykjavík sé minni eldhætta en þarna í fjörunni. Aukinheldur er það stjórnarskrárvarinn réttur Bandaríkjamanna að bera eld að eigin fána og því þykir Magnúsi forkastanlegt að sonur sinn skuli vera handtekinn af þessum sökum. Að sögn Magnúsar verða mótmælendurnir yfirheyrðir síðar í dag en segist ekki vita hvort þeir verði ákærðir fyrir mótmæli sín. Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið og sagði Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðsstjóri á Hverfisgötu, að líklega yrði send út fréttatilkynning vegna málsins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Heimsókn Mike Pence Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Leyniskyttur klárar á þaki Arion banka og Advania Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og kona hans Karen Pence, eru á leið í Höfða í Borgartúni þar sem hann mun funda með utanríkisráðherra í dag. 4. september 2019 13:37 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Leyniskyttur klárar á þaki Arion banka og Advania Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og kona hans Karen Pence, eru á leið í Höfða í Borgartúni þar sem hann mun funda með utanríkisráðherra í dag. 4. september 2019 13:37
Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09