Mikil óvissa hefur verið í kringum framtíð Christian Eriksen hjá Tottenham og var miðjumaðurinn bæði orðaður við ManchesterUnited og RealMadrid í síðasta félagsskiptaglugga.
Christian Eriksen sagði sjálfur í júní að hann vonaðist eftir ferskri áskorun en hann er ennþá leikmaður Tottenham. Í fyrstu fjórum umferðunum hefur hann byrjað tvo leiki en komið tvisvar inn á sem varamaður.
„Ég vildi að ég gæti ákveðið framtíðina mína eins og ég geri í FootballManager leiknum en því miður get ég það ekki,“ sagði Christian Eriksen við danska blaðamenn en breska ríkisútvarpið hefur þetta eftir dönsku blöðunum.
Christian Eriksen has admitted that he wishes his future could have been resolved "like in Football Manager".
https://t.co/Hzqg3x0jZ8#bbcfootballpic.twitter.com/iGuGhoEwcl
— BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2019
Hinn 27 ára gamli Christian Eriksen ætti að eiga nokkur mjög góð ár eftir en samningur hans við Tottenham rennur út næsta sumar. Hann gæti því farið á frjálsri sölu eftir tímabilið en líklegra er að Tottenham reyni að fá eitthvað fyrir hann í janúarglugganum.
Danski landsliðsmaðurinn er staddur í æfingabúðum danska landsliðsins á Spáni en næsti leikur er á móti Gíbraltar. Hann hefur ekki áhyggjur af því að óvissan um framtíðina trufli leik hans inn á vellinum.
„Ég er ekki í vandræðum með að hreinsa hugann. Ég les ekki mikið af því sem er skrifað um mig. Ég hef líka upplifað það í mörg ár að heyra sögusagnir um mig. Ég veit að það eru margir áhugasamir um hvar ég muni spila og svoleiðis er það bara,“ sagði Eriksen.
Eriksen hefur spilað með Tottenham frá árinu 2013 en hann kom þá til félagsins frá hollenska liðinu Ajax.