Christian Eriksen vildi geta ákveðið framtíðina eins og í Football Manager Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2019 13:00 Christian Eriksen fagnar marki sínu á móti Arsenal um helgina. Getty/Visionhaus Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen bauð upp á sérstaka samlíkingu þegar hann hitti danska blaðamenn en hann er nú staddur í landsliðsverkefni með Dönum. Mikil óvissa hefur verið í kringum framtíð Christian Eriksen hjá Tottenham og var miðjumaðurinn bæði orðaður við ManchesterUnited og RealMadrid í síðasta félagsskiptaglugga. Christian Eriksen sagði sjálfur í júní að hann vonaðist eftir ferskri áskorun en hann er ennþá leikmaður Tottenham. Í fyrstu fjórum umferðunum hefur hann byrjað tvo leiki en komið tvisvar inn á sem varamaður. „Ég vildi að ég gæti ákveðið framtíðina mína eins og ég geri í FootballManager leiknum en því miður get ég það ekki,“ sagði Christian Eriksen við danska blaðamenn en breska ríkisútvarpið hefur þetta eftir dönsku blöðunum.Christian Eriksen has admitted that he wishes his future could have been resolved "like in Football Manager".https://t.co/Hzqg3x0jZ8#bbcfootballpic.twitter.com/iGuGhoEwcl — BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2019 Hinn 27 ára gamli Christian Eriksen ætti að eiga nokkur mjög góð ár eftir en samningur hans við Tottenham rennur út næsta sumar. Hann gæti því farið á frjálsri sölu eftir tímabilið en líklegra er að Tottenham reyni að fá eitthvað fyrir hann í janúarglugganum. Danski landsliðsmaðurinn er staddur í æfingabúðum danska landsliðsins á Spáni en næsti leikur er á móti Gíbraltar. Hann hefur ekki áhyggjur af því að óvissan um framtíðina trufli leik hans inn á vellinum. „Ég er ekki í vandræðum með að hreinsa hugann. Ég les ekki mikið af því sem er skrifað um mig. Ég hef líka upplifað það í mörg ár að heyra sögusagnir um mig. Ég veit að það eru margir áhugasamir um hvar ég muni spila og svoleiðis er það bara,“ sagði Eriksen.Eriksen hefur spilað með Tottenham frá árinu 2013 en hann kom þá til félagsins frá hollenska liðinu Ajax. EM 2021 í Englandi Enski boltinn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Sjá meira
Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen bauð upp á sérstaka samlíkingu þegar hann hitti danska blaðamenn en hann er nú staddur í landsliðsverkefni með Dönum. Mikil óvissa hefur verið í kringum framtíð Christian Eriksen hjá Tottenham og var miðjumaðurinn bæði orðaður við ManchesterUnited og RealMadrid í síðasta félagsskiptaglugga. Christian Eriksen sagði sjálfur í júní að hann vonaðist eftir ferskri áskorun en hann er ennþá leikmaður Tottenham. Í fyrstu fjórum umferðunum hefur hann byrjað tvo leiki en komið tvisvar inn á sem varamaður. „Ég vildi að ég gæti ákveðið framtíðina mína eins og ég geri í FootballManager leiknum en því miður get ég það ekki,“ sagði Christian Eriksen við danska blaðamenn en breska ríkisútvarpið hefur þetta eftir dönsku blöðunum.Christian Eriksen has admitted that he wishes his future could have been resolved "like in Football Manager".https://t.co/Hzqg3x0jZ8#bbcfootballpic.twitter.com/iGuGhoEwcl — BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2019 Hinn 27 ára gamli Christian Eriksen ætti að eiga nokkur mjög góð ár eftir en samningur hans við Tottenham rennur út næsta sumar. Hann gæti því farið á frjálsri sölu eftir tímabilið en líklegra er að Tottenham reyni að fá eitthvað fyrir hann í janúarglugganum. Danski landsliðsmaðurinn er staddur í æfingabúðum danska landsliðsins á Spáni en næsti leikur er á móti Gíbraltar. Hann hefur ekki áhyggjur af því að óvissan um framtíðina trufli leik hans inn á vellinum. „Ég er ekki í vandræðum með að hreinsa hugann. Ég les ekki mikið af því sem er skrifað um mig. Ég hef líka upplifað það í mörg ár að heyra sögusagnir um mig. Ég veit að það eru margir áhugasamir um hvar ég muni spila og svoleiðis er það bara,“ sagði Eriksen.Eriksen hefur spilað með Tottenham frá árinu 2013 en hann kom þá til félagsins frá hollenska liðinu Ajax.
EM 2021 í Englandi Enski boltinn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Sjá meira