Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2019 21:00 Stuðningsmenn áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu hafa mótmælt fyrir utan þinghúsið í Westminster í kvöld. Vísir/EPA Ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varð undir í breska þinginu í kvöld þegar uppreisnarmenn í Íhaldsflokknum lögðu stjórnarandstæðingum lið og greiddu atkvæði með tillögu sem gerir andstæðingum Brexit kleift að bera fram frumvarp til að stöðva útgöngu án samnings. Tillagan sem var samþykkt í sérstakri umræðu í þinginu í kvöld veitir þverpólitískum hópi þingmanna leyfi til að stjórna dagskrá þingsins. Hópurinn ætlar í kjölfarið að leggja fram frumvarp á morgun sem myndi neyða Johnson til að fresta útgöngunni fram yfir 31. október nema þingið samþykki útgöngusamning eða greiði atkvæði með útgöngu án samnings fyrir þann tíma. The Guardian segir að tillagan hafi verið samþykkt með 27 manna meirihluta, 328 atkvæðum gegn 301. Nokkur fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins greiddi atkvæði með tillögunni í kvöld þrátt fyrir að Johnson hefði í byrjun vikunnar hótað því að reka uppreisnarmenn úr flokknum og banna þeim að bjóða sig fram aftur fyrir hann.MPs vote by 328 to 301 to take control of the Commons agenda tomorrow, paving the way for a bill designed to block Boris Johnson from taking the UK out of the EU without a #Brexit dealLive updates: https://t.co/TIaH4BJrtv pic.twitter.com/rGvfChpYEW— BBC Politics (@BBCPolitics) September 3, 2019 Þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar varð ljós sagðist Johnson hafna frumvarpinu um að stöðva útgöngu án samnings. Hann vilji ekki nýjar kosningar en greiði þingmenn atkvæði með frumvarpinu á morgun muni hann boða til þeirra 17. október. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, svaraði því að Johnson þyrfti þá að fá frumvarp þess efnis samþykkt áður. Verkamannaflokkurinn muni ekki styðja frumvarp um kosningar nema frumvarp sem komi í veg fyrir útgöngu án samnings verði samþykkt áður. Fyrr í dag tapaði Íhaldsflokkur Johnson eins manns meirihluta sínum á þingi þegar Philipp Lee, þingmaður hans, gekk til liðs við Frjálslynda demókrata.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varð undir í breska þinginu í kvöld þegar uppreisnarmenn í Íhaldsflokknum lögðu stjórnarandstæðingum lið og greiddu atkvæði með tillögu sem gerir andstæðingum Brexit kleift að bera fram frumvarp til að stöðva útgöngu án samnings. Tillagan sem var samþykkt í sérstakri umræðu í þinginu í kvöld veitir þverpólitískum hópi þingmanna leyfi til að stjórna dagskrá þingsins. Hópurinn ætlar í kjölfarið að leggja fram frumvarp á morgun sem myndi neyða Johnson til að fresta útgöngunni fram yfir 31. október nema þingið samþykki útgöngusamning eða greiði atkvæði með útgöngu án samnings fyrir þann tíma. The Guardian segir að tillagan hafi verið samþykkt með 27 manna meirihluta, 328 atkvæðum gegn 301. Nokkur fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins greiddi atkvæði með tillögunni í kvöld þrátt fyrir að Johnson hefði í byrjun vikunnar hótað því að reka uppreisnarmenn úr flokknum og banna þeim að bjóða sig fram aftur fyrir hann.MPs vote by 328 to 301 to take control of the Commons agenda tomorrow, paving the way for a bill designed to block Boris Johnson from taking the UK out of the EU without a #Brexit dealLive updates: https://t.co/TIaH4BJrtv pic.twitter.com/rGvfChpYEW— BBC Politics (@BBCPolitics) September 3, 2019 Þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar varð ljós sagðist Johnson hafna frumvarpinu um að stöðva útgöngu án samnings. Hann vilji ekki nýjar kosningar en greiði þingmenn atkvæði með frumvarpinu á morgun muni hann boða til þeirra 17. október. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, svaraði því að Johnson þyrfti þá að fá frumvarp þess efnis samþykkt áður. Verkamannaflokkurinn muni ekki styðja frumvarp um kosningar nema frumvarp sem komi í veg fyrir útgöngu án samnings verði samþykkt áður. Fyrr í dag tapaði Íhaldsflokkur Johnson eins manns meirihluta sínum á þingi þegar Philipp Lee, þingmaður hans, gekk til liðs við Frjálslynda demókrata.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06
Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00
Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53