Milos: Það er ekki hægt að gera alla ánægða í þjálfarastarfinu Anton Ingi Leifsson skrifar 3. september 2019 20:00 Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic hefur slegið í gegn í Svíþjóð með liði sínu Mjallby sem gæti verið á leiðinni upp í sænsku úrvalsdeildina. Milos er 36 ára gamall en hann þjálfaði hjá Víkingum og Breiðablik áður en hann hélt til Svíþjóðar og tók við Mjallby. Mjallby leiðir í sænsku B-deildinni eftir 22 umferðir en þeir komu upp úr C-deildinni á síðustu leiktíð. „Við erum með lægsta fjármagnið í B-deildinni. Veltan hjá félaginu er 15 til 16 milljónir sænskrar króna,“ sagði Milos í samtali við Hörð Magnússon en hann segir að forráðamennirnir séu hissa. „Þetta kom þeim líka á óvart. Skipulagið hjá félaginu er ekki tilbúið að fara upp í úrvalsdeildina á næsta ári en ég vil alls ekki stoppa.“ Milos starfaði hér lengi; fyrst sem leikmaður, svo aðstoðarþjálfari og að lokum þjálfari, eins og áður segir hjá Víkingi og Breiðabliki. „Ég held að ég sé betri þjálfari í dag en þegar ég var hjá Víkingi. Það er ekki hægt þegar þú ert í þjálfarastarfi að gera alla ánægða og það er ekki mín pæling.“ Milos telur sig eiga sinn hlut í Víkingsliðinu sem er komið í bikarúrslit í dag. „Ég held að ég hafi skilað góðri vinnu hjá Víkingi. Ég vil ekki taka neitt af Arnari því hann er búinn að gera frábæra hluti og allir í kringum liðið sem og stjórnarmenn.“ „En ef þú horfir á leikmennina eru kannski Guðmundur Atli, Kári og Sölvi þeir einu sem ég hef ekki þjálfað, spilað eða lyft upp í meistaraflokk. Það er ekki slæmt.“ Það gustaði aðeins um Milos er hann var hér heima en hann segir að hann sé rólegri nú en áður enda búinn að þroskast. „Ég er aðeins auðmýkri núna en ég var áður. Ég þarf ekkert að sanna eitt fyrir einum né neinum. Ég þarf bara að sanna fyrir sjálfum mér að ég sé betri þjálfari á hverjum degi sem líður.“ En er sænska B-deildin betri en sú íslenska? „Deildin er með meiri ákefð og meiri styrk. Þú færð minni tíma. Gæðin eru hér og hugarfarið er frábært. Það er kannski synd að Óttar og Gísli komu heim því þeir settu sér sjálfir of há markmið,“ en Óttar Magnús Karlsson og Gísli Eyjólfsson voru á mála hjá Mjallby en eru komnir heim. „Ég var ekki óánægður með þá en þeir vildu nota Mjallby sem stökkpall og fara lengra. Þegar það byrjar ekki vel ertu ekki með sjálfstraust og þá er erfiðara að komast í liðið. Þú þarft að velja rétt verkefni þegar þú ferð út.“ Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Fleiri fréttir Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Sjá meira
Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic hefur slegið í gegn í Svíþjóð með liði sínu Mjallby sem gæti verið á leiðinni upp í sænsku úrvalsdeildina. Milos er 36 ára gamall en hann þjálfaði hjá Víkingum og Breiðablik áður en hann hélt til Svíþjóðar og tók við Mjallby. Mjallby leiðir í sænsku B-deildinni eftir 22 umferðir en þeir komu upp úr C-deildinni á síðustu leiktíð. „Við erum með lægsta fjármagnið í B-deildinni. Veltan hjá félaginu er 15 til 16 milljónir sænskrar króna,“ sagði Milos í samtali við Hörð Magnússon en hann segir að forráðamennirnir séu hissa. „Þetta kom þeim líka á óvart. Skipulagið hjá félaginu er ekki tilbúið að fara upp í úrvalsdeildina á næsta ári en ég vil alls ekki stoppa.“ Milos starfaði hér lengi; fyrst sem leikmaður, svo aðstoðarþjálfari og að lokum þjálfari, eins og áður segir hjá Víkingi og Breiðabliki. „Ég held að ég sé betri þjálfari í dag en þegar ég var hjá Víkingi. Það er ekki hægt þegar þú ert í þjálfarastarfi að gera alla ánægða og það er ekki mín pæling.“ Milos telur sig eiga sinn hlut í Víkingsliðinu sem er komið í bikarúrslit í dag. „Ég held að ég hafi skilað góðri vinnu hjá Víkingi. Ég vil ekki taka neitt af Arnari því hann er búinn að gera frábæra hluti og allir í kringum liðið sem og stjórnarmenn.“ „En ef þú horfir á leikmennina eru kannski Guðmundur Atli, Kári og Sölvi þeir einu sem ég hef ekki þjálfað, spilað eða lyft upp í meistaraflokk. Það er ekki slæmt.“ Það gustaði aðeins um Milos er hann var hér heima en hann segir að hann sé rólegri nú en áður enda búinn að þroskast. „Ég er aðeins auðmýkri núna en ég var áður. Ég þarf ekkert að sanna eitt fyrir einum né neinum. Ég þarf bara að sanna fyrir sjálfum mér að ég sé betri þjálfari á hverjum degi sem líður.“ En er sænska B-deildin betri en sú íslenska? „Deildin er með meiri ákefð og meiri styrk. Þú færð minni tíma. Gæðin eru hér og hugarfarið er frábært. Það er kannski synd að Óttar og Gísli komu heim því þeir settu sér sjálfir of há markmið,“ en Óttar Magnús Karlsson og Gísli Eyjólfsson voru á mála hjá Mjallby en eru komnir heim. „Ég var ekki óánægður með þá en þeir vildu nota Mjallby sem stökkpall og fara lengra. Þegar það byrjar ekki vel ertu ekki með sjálfstraust og þá er erfiðara að komast í liðið. Þú þarft að velja rétt verkefni þegar þú ferð út.“
Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Fleiri fréttir Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Sjá meira