Innlent

Samfylkingin sækir áfram í sig veðrið en fylgi Pírata dalar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm
Fylgi Pírata minnkar um rösklega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu, að því er fram kemur í nýjum þjóðarpúls Gallup. Ríflega 9% þeirra sem taka afstöðu segjast myndu kjósa flokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag.

Fylgi Samfylkingarinnar eykst um nær tvö prósentustig milli mælinga en tæplega 16% segjast myndu kjósa flokkinn nú.

Fylgi annarra flokka breytist lítið milli mánaða, eða um 0,1-1,2 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar.

Nær 22% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rúmlega 13% Miðflokkinn, næstum 13% Vinstri græn, rösklega 11% Viðreisn, ríflega 8% Framsóknarflokkinn, um 4% Flokk fólksins og nær sama hlutfall Sósíalistaflokk Íslands.

Næstum 11% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa og sama hlutfall tekur ekki afstöðu eða neitar að gefa hana upp.  Um helmingur þeirra sem taka afstöðu segist styðja ríkisstjórnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×