Engin leið að keppa við ON Ari Brynjólfsson skrifar 3. september 2019 06:00 ON kaupir hleðslustöðvar og setur upp víða um land. Fréttablaðið/Valli „Það er ekki nóg með að verið sé að nota tengsl við Orkuveitu Reykjavíkur, sem í grunninn tilheyrir íbúum Reykjavíkur, Borgarbyggðar og Akraness, heldur beitir Orka náttúrunnar öllu sínu afli til að ná megninu af því fé sem ríkið úthlutar til orkuskipta í gegnum Orkusjóð,“ segir Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku. Ísorka var stofnað árið 2014 og selur hleðslustöðvar til bæði einstaklinga og fyrirtækja ásamt því að reka hugbúnað þeim tengdan. ON er opinbert hlutafélag, sem er alfarið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. ON selur rafmagn ásamt því að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla og rekur nú 55 stöðvar í kringum landið. Ísorka hefur lagt fram kæru í á annað hundruð liðum til Samkeppniseftirlitsins þar sem ON er sakað um að nota markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði til að koma sér í einokunarstöðu á miðlun rafmagns til rafbíla.Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku.Kæruliðirnir snúa einnig að fyrirkomulagi útboða hjá Orku náttúrunnar. „Við höfum verið á þessum markaði síðan 2014 og eigum í heilbrigðri samkeppni við aðra sem bjóða upp á hleðslustöðvar fyrir rafbíla ásamt tilheyrandi hugbúnaði. Nú er stærsta sveitarfélag landsins mætt inn á þennan markað með miklu meira bolmagn en aðrir til að ná tangarhaldi á þessum sístækkandi markaði,“ segir Sigurður. „Ég veit hvað það kostar að setja upp hleðslustöðvar og hef því auðveldlega getað reiknað út að það er engin leið að keppa við samningana sem ON hefur gert við stóra aðila, til dæmis Landspítalann.“ ON fékk úthlutað rúmlega 110 milljónum króna úr ríkissjóði til þess að setja upp hleðslustöðvar á árunum 2016 til 2018. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur ON sótt um styrki upp á 120 milljónir úr 200 milljóna króna potti Orkusjóðs núna í ár. „Við höfum alla tíð hvatt til þess að sem flestir komi að því að byggja upp innviði fyrir rafbíla. það verða margir að koma að því verkefni ef okkur á að takast að ná okkar metnaðarfullu markmiðum um orkuskipti í samgöngum sem nauðsynlegt er að ná í glímunni við hamfarahlýnun,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Hún telur sjónarmiðin í kvörtun Ísorku ekki eiga rétt á sér. Aðspurður hvort kæran reynist ekki íþyngjandi fyrir Ísorku segir Sigurður að þetta sé rétta skrefið. „Því fylgir vissulega kostnaður í að kæra en það sé mikilvægt að fá úr því skorið hvernig reglum skal háttað á þessum markaði. Það er mikilvægt að tryggja jafnræði svo allir geti keppt á sama grundvelli.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Samgöngur Samkeppnismál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
„Það er ekki nóg með að verið sé að nota tengsl við Orkuveitu Reykjavíkur, sem í grunninn tilheyrir íbúum Reykjavíkur, Borgarbyggðar og Akraness, heldur beitir Orka náttúrunnar öllu sínu afli til að ná megninu af því fé sem ríkið úthlutar til orkuskipta í gegnum Orkusjóð,“ segir Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku. Ísorka var stofnað árið 2014 og selur hleðslustöðvar til bæði einstaklinga og fyrirtækja ásamt því að reka hugbúnað þeim tengdan. ON er opinbert hlutafélag, sem er alfarið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. ON selur rafmagn ásamt því að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla og rekur nú 55 stöðvar í kringum landið. Ísorka hefur lagt fram kæru í á annað hundruð liðum til Samkeppniseftirlitsins þar sem ON er sakað um að nota markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði til að koma sér í einokunarstöðu á miðlun rafmagns til rafbíla.Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku.Kæruliðirnir snúa einnig að fyrirkomulagi útboða hjá Orku náttúrunnar. „Við höfum verið á þessum markaði síðan 2014 og eigum í heilbrigðri samkeppni við aðra sem bjóða upp á hleðslustöðvar fyrir rafbíla ásamt tilheyrandi hugbúnaði. Nú er stærsta sveitarfélag landsins mætt inn á þennan markað með miklu meira bolmagn en aðrir til að ná tangarhaldi á þessum sístækkandi markaði,“ segir Sigurður. „Ég veit hvað það kostar að setja upp hleðslustöðvar og hef því auðveldlega getað reiknað út að það er engin leið að keppa við samningana sem ON hefur gert við stóra aðila, til dæmis Landspítalann.“ ON fékk úthlutað rúmlega 110 milljónum króna úr ríkissjóði til þess að setja upp hleðslustöðvar á árunum 2016 til 2018. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur ON sótt um styrki upp á 120 milljónir úr 200 milljóna króna potti Orkusjóðs núna í ár. „Við höfum alla tíð hvatt til þess að sem flestir komi að því að byggja upp innviði fyrir rafbíla. það verða margir að koma að því verkefni ef okkur á að takast að ná okkar metnaðarfullu markmiðum um orkuskipti í samgöngum sem nauðsynlegt er að ná í glímunni við hamfarahlýnun,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Hún telur sjónarmiðin í kvörtun Ísorku ekki eiga rétt á sér. Aðspurður hvort kæran reynist ekki íþyngjandi fyrir Ísorku segir Sigurður að þetta sé rétta skrefið. „Því fylgir vissulega kostnaður í að kæra en það sé mikilvægt að fá úr því skorið hvernig reglum skal háttað á þessum markaði. Það er mikilvægt að tryggja jafnræði svo allir geti keppt á sama grundvelli.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Samgöngur Samkeppnismál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira