Orkan okkar í baráttuhug: „Þeir þingmenn sem kusu með þessum hætti verða að útskýra þetta fyrir sínum kjósendum“ Sylvía Hall skrifar 2. september 2019 23:30 Frosti Sigurjónsson sat áður á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Hann segist vita til þess að margir flokksmenn séu ósáttir við afstöðu Framsóknarflokksins í málinu. Vísir Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, segir þingmenn hafa brugðist áskorun þeirra um að hafna þriðja orkupakkanum. Samtökin séu þó hvergi nærri hætt í baráttu sinni þó niðurstaða dagsins hafi verið vonbrigði og skora næst á forseta Íslands. „Nú skorum við á forsetann að staðfesta ekki þennan orkupakka inn í EES-samninginn. Nokkrir fulltrúar Orkunnar okkar hittu hann um daginn og hann tók á móti okkur þegar við afhentum honum áskorun sem hann tók bara vel. Þar færðum við rök fyrir því, bæði vegna þess að þetta væri ólýðræðislegt og þetta samrýmist ekki stjórnarskrá og gæti hugsanlega bakað ríkinu bótaskyldu, að hann myndi láta sig málið varða,“ segir Frosti í samtali við Vísi.Sjá einnig: Orkan okkar fundaði með forseta ÍslandsNæstu skref hjá samtökunum eru að gefa fólki kost á að taka þátt í áskorun á forsetann. Að sögn Frosta getur forseti Íslands enn komið í veg fyrir að orkupakkinn sé innleiddur og vonar hann að sá valmöguleiki verði skoðaður gaumgæfilega að hann staðfesti ekki breytingu á þessum milliríkjasamningi. „Það er þá verið að vísa til 21. gr. stjórnarskrár vegna þess að forsetinn gerir milliríkjasamninga. Það þýðir að þó að ríkisstjórnin undirbúi og utanríkisráðuneytið undirbúi þá þarf áritun forsetans að lokum með áritun utanríkisráðherrans til þess að þetta taki gildi, það er hið formlega leið í þessu,“ segir Frosti. Hann segist vongóður þó hann geri sér grein fyrir því að ekkert fordæmi sé fyrir því að forseti nýti þessa grein stjórnarskrárinnar til þess að hafa áhrif á milliríkjasamninga og hann viti ekki hvaða leið forseti kjósi að fara í málinu.Fulltrúar Orkunnar okkar ásamt Guðna Th. Jóhannessyni.Orkan okkarÆtla að halda áfram að „vekja þjóðina til meðvitundar“ Frosti segir Orkuna okkar vera þéttan hóp sem hafi unnið vel saman undanfarna mánuði. Orkupakkinn sé stórt hagsmunamál fyrir alla landsmenn og þau haldi áfram að reyna að „vekja þjóðina til meðvitundar“ eins og hann segir sjálfur. Í það minnsta vonar hann að landsmenn myndi sér skoðun á málinu. „Það eru að sjálfsögðu vonbrigði að þetta var samþykkt en það er baráttuhugur og við höldum áfram, við gefumst ekkert upp. Baráttan fyrir því að Ísland hafi fullt forræði yfir orkulindum sínum, sú barátta heldur áfram og hún getur verið löng. Þetta er náttúrulega mjög öflugur hópur og hefur unnið vel saman og það er enginn bilbugur á fólki.“ Hann segir þingmenn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna hafa brugðist kjósendum sínum í dag. Sjálfur komi hann úr Framsóknarflokknum og viti til þess að flokksmenn séu ósáttir við ákvörðun þingflokksins.Mótmælendur stilltu sér upp fyrir framan Alþingishúsið í dag.Vísir/vilhelm„Yfirleitt eru Alþingi og ríkisstjórn ekki að fara beint gegn vilja kjósenda sinna. Ég kem úr Framsóknarflokknum og við í Framsóknarflokknum langflest erum ósátt við það sem okkar þingmenn eru að gera. Sama held ég að sé í Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum,“ segir Frosti og undirstrikar að þeir meðlimir Orkunnar okkar sem komi úr Vinstri grænum séu hneykslaðir á því að flokkurinn sé að stuðla að „markaðsvæðingu og gróðavæðingu raforkukerfisins“. Hann segi að nú muni tíminn sýna fram á hvað þessi innleiðing muni hafa í för með sér. Í næstu kosningum þurfi þingmenn þó að geta svarað fyrir það hvers vegna þeir voru fylgjandi málinu. „Þeir þingmenn sem kusu með þessum hætti verða að útskýra þetta fyrir sínum kjósendum næst og það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir ætla að útskýra þetta. Í næstu kosningum verður fjórði orkupakkinn kominn nær, hver er trúverðugleikinn þegar þessir þingmenn segja fólki að treysta því að þeir muni berjast gegn fjórða orkupakkanum?“Forsætisráðherra segir málið löngu fullrætt Mikill hiti var í þingsal þegar atkvæði voru greidd um málið í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði það alveg ljóst að innleiðing orkupakkans hefði ekki í för með sér nokkurt framsal á yfirráðum yfir orkuauðlindum. Andstæðingar orkupakkans fjölmenntu bæði á áhorfendapalla og hrópuðu „Landráð!“ þegar Þorgerður gerði grein fyrir atkvæði sínu. Tveimur áhorfendum var vísað af þingpöllunum á meðan atkvæðagreiðslu stóð.Forsætisráðherra gerir grein fyrir atkvæði sínu í dag.Vísir/VilhelmÞegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerði grein fyrir atkvæði sínu í dag sagði hún málið vera vel undirbúið af hálfu stjórnvalda. Það hefði verið í vinnslu frá árinu 2010 hjá ólíkum ríkisstjórnum og ólíkum flokkum. „Þingmenn allra flokka skrifuðu undir nefndarálit á sínum tíma um þetta mál. Ég tel það vel undirbúið, löngu fullreifað og fullrætt hér á vettvangi Alþingis og vel undirbúið af hálfu stjórnvalda sem hafa sett skýra fyrirvara og hér á eftir verður sömuleiðis afgreiddur skýr ferill hvernig ber að meðhöndla tillögu um lagningu sæstrengs ef til hennar kemur,“ sagði Katrín og bætti við að hún myndi styðja málið. Hún beindi þá orðum sínum að þeim sem hafa haft sig helst í frammi í andstöðu við málinu og hét á þá sem lýst hafa yfir áhyggjum af Orkupakkanum að láta sig þá það varða að tekin verði afstaða til nýrrar stjórnarskrár þar sem tryggt er, og kveðið skýrt á um að auðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sár og svekkt með íslenska fána og trefla á Austurvelli Þriðji orkupakkinn var samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13 á Alþingi fyrir hádegi. 2. september 2019 12:14 Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, segir þingmenn hafa brugðist áskorun þeirra um að hafna þriðja orkupakkanum. Samtökin séu þó hvergi nærri hætt í baráttu sinni þó niðurstaða dagsins hafi verið vonbrigði og skora næst á forseta Íslands. „Nú skorum við á forsetann að staðfesta ekki þennan orkupakka inn í EES-samninginn. Nokkrir fulltrúar Orkunnar okkar hittu hann um daginn og hann tók á móti okkur þegar við afhentum honum áskorun sem hann tók bara vel. Þar færðum við rök fyrir því, bæði vegna þess að þetta væri ólýðræðislegt og þetta samrýmist ekki stjórnarskrá og gæti hugsanlega bakað ríkinu bótaskyldu, að hann myndi láta sig málið varða,“ segir Frosti í samtali við Vísi.Sjá einnig: Orkan okkar fundaði með forseta ÍslandsNæstu skref hjá samtökunum eru að gefa fólki kost á að taka þátt í áskorun á forsetann. Að sögn Frosta getur forseti Íslands enn komið í veg fyrir að orkupakkinn sé innleiddur og vonar hann að sá valmöguleiki verði skoðaður gaumgæfilega að hann staðfesti ekki breytingu á þessum milliríkjasamningi. „Það er þá verið að vísa til 21. gr. stjórnarskrár vegna þess að forsetinn gerir milliríkjasamninga. Það þýðir að þó að ríkisstjórnin undirbúi og utanríkisráðuneytið undirbúi þá þarf áritun forsetans að lokum með áritun utanríkisráðherrans til þess að þetta taki gildi, það er hið formlega leið í þessu,“ segir Frosti. Hann segist vongóður þó hann geri sér grein fyrir því að ekkert fordæmi sé fyrir því að forseti nýti þessa grein stjórnarskrárinnar til þess að hafa áhrif á milliríkjasamninga og hann viti ekki hvaða leið forseti kjósi að fara í málinu.Fulltrúar Orkunnar okkar ásamt Guðna Th. Jóhannessyni.Orkan okkarÆtla að halda áfram að „vekja þjóðina til meðvitundar“ Frosti segir Orkuna okkar vera þéttan hóp sem hafi unnið vel saman undanfarna mánuði. Orkupakkinn sé stórt hagsmunamál fyrir alla landsmenn og þau haldi áfram að reyna að „vekja þjóðina til meðvitundar“ eins og hann segir sjálfur. Í það minnsta vonar hann að landsmenn myndi sér skoðun á málinu. „Það eru að sjálfsögðu vonbrigði að þetta var samþykkt en það er baráttuhugur og við höldum áfram, við gefumst ekkert upp. Baráttan fyrir því að Ísland hafi fullt forræði yfir orkulindum sínum, sú barátta heldur áfram og hún getur verið löng. Þetta er náttúrulega mjög öflugur hópur og hefur unnið vel saman og það er enginn bilbugur á fólki.“ Hann segir þingmenn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna hafa brugðist kjósendum sínum í dag. Sjálfur komi hann úr Framsóknarflokknum og viti til þess að flokksmenn séu ósáttir við ákvörðun þingflokksins.Mótmælendur stilltu sér upp fyrir framan Alþingishúsið í dag.Vísir/vilhelm„Yfirleitt eru Alþingi og ríkisstjórn ekki að fara beint gegn vilja kjósenda sinna. Ég kem úr Framsóknarflokknum og við í Framsóknarflokknum langflest erum ósátt við það sem okkar þingmenn eru að gera. Sama held ég að sé í Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum,“ segir Frosti og undirstrikar að þeir meðlimir Orkunnar okkar sem komi úr Vinstri grænum séu hneykslaðir á því að flokkurinn sé að stuðla að „markaðsvæðingu og gróðavæðingu raforkukerfisins“. Hann segi að nú muni tíminn sýna fram á hvað þessi innleiðing muni hafa í för með sér. Í næstu kosningum þurfi þingmenn þó að geta svarað fyrir það hvers vegna þeir voru fylgjandi málinu. „Þeir þingmenn sem kusu með þessum hætti verða að útskýra þetta fyrir sínum kjósendum næst og það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir ætla að útskýra þetta. Í næstu kosningum verður fjórði orkupakkinn kominn nær, hver er trúverðugleikinn þegar þessir þingmenn segja fólki að treysta því að þeir muni berjast gegn fjórða orkupakkanum?“Forsætisráðherra segir málið löngu fullrætt Mikill hiti var í þingsal þegar atkvæði voru greidd um málið í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði það alveg ljóst að innleiðing orkupakkans hefði ekki í för með sér nokkurt framsal á yfirráðum yfir orkuauðlindum. Andstæðingar orkupakkans fjölmenntu bæði á áhorfendapalla og hrópuðu „Landráð!“ þegar Þorgerður gerði grein fyrir atkvæði sínu. Tveimur áhorfendum var vísað af þingpöllunum á meðan atkvæðagreiðslu stóð.Forsætisráðherra gerir grein fyrir atkvæði sínu í dag.Vísir/VilhelmÞegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerði grein fyrir atkvæði sínu í dag sagði hún málið vera vel undirbúið af hálfu stjórnvalda. Það hefði verið í vinnslu frá árinu 2010 hjá ólíkum ríkisstjórnum og ólíkum flokkum. „Þingmenn allra flokka skrifuðu undir nefndarálit á sínum tíma um þetta mál. Ég tel það vel undirbúið, löngu fullreifað og fullrætt hér á vettvangi Alþingis og vel undirbúið af hálfu stjórnvalda sem hafa sett skýra fyrirvara og hér á eftir verður sömuleiðis afgreiddur skýr ferill hvernig ber að meðhöndla tillögu um lagningu sæstrengs ef til hennar kemur,“ sagði Katrín og bætti við að hún myndi styðja málið. Hún beindi þá orðum sínum að þeim sem hafa haft sig helst í frammi í andstöðu við málinu og hét á þá sem lýst hafa yfir áhyggjum af Orkupakkanum að láta sig þá það varða að tekin verði afstaða til nýrrar stjórnarskrár þar sem tryggt er, og kveðið skýrt á um að auðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sár og svekkt með íslenska fána og trefla á Austurvelli Þriðji orkupakkinn var samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13 á Alþingi fyrir hádegi. 2. september 2019 12:14 Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Sár og svekkt með íslenska fána og trefla á Austurvelli Þriðji orkupakkinn var samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13 á Alþingi fyrir hádegi. 2. september 2019 12:14
Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18
Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48