Fordæmalaust hamfaraveður Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. september 2019 19:15 Fellibylurinn Dorian hefur gert mikinn usla á Bahamaeyjum AP/Gerald Herbert Átta ára gamall drengur drukknaði þegar fellibylurinn Dorian gekk yfir Bahamaeyjar í nótt. Gríðarleg eyðilegging blasir við og segja yfirvöld að tala látinna og slasaðra muni hækka. Fellibylurinn nær ströndum Flórída í kvöld. Hægt og rólega hefur hinn ógnarsterki fellibylur Dorian færst yfir eyjar Bahama og skilur hann eftir sig gríðarlega eyðileggingu. Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. Fellibyljamiðstöðin í Bandaríkjunum greindi frá því í nótt að ástandið á eyjunum væri grafalvarlegt en meðal vindhraði hefur náð áttatíu metrum á sekúndu. Fellibylurinn er sá öflugasti sem hefur gengið yfir Bahama frá upphafi mælinga. Dorian nær líklega að Flórídaskaga í kvöld og eru íbúar þar viðbúnir því versta þó svo að fellibylurinn hafi breytt af leið á síðustu dögum. Gert er ráð fyrir að veðurhamurinn nái svo til Suður-Karólínu á miðvikudag og hefur íbúum verið skylt að yfirgefa svæðið.AP/Ramon EspinosaÍbúar í Suður-Karólínu skylt að yfirgefa svæðið þar sem Dorian mun fara um „Þetta er mjög skæður fellibylur, vindhraðinn er um 80 m/sek með kviðum allt að 100 m/sek. Þetta er sá öflugasti og stærsti á sögulegum tíma. Hann ver vissulega sá öflugasti sem núlifandi fólk hefur séð. Við vitum að það er ekkert gleðiefni að tilkynna þetta en við trúum því að allir muni lifa þetta af,“ sagði Henry McMaster, ríkisstjóri í Suður-Karólínu á blaðamannafundi í dag.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna á fundi með yfirvöldumAP/Jacquelyn Martin Veit ekki hvort ég hafi heyrt um fellibyl af stærðinni 5 „Bandaríkjamenn eru sterkir, ákveðnir og þrautseigir og við munum styðja hvert annað. Við munum vinna hörðum höndum við að draga úr áhrifum stormsins. Við vitum ekki hvað bíður okkar. Það eina sem við vitum er að þessi er líklega sá stærsti. Ég veit ekki einu sinni hvort ég hef heyrt um fellibyl að styrkleika 5. Ég hef upplifað nokkra af styrkleika 4. Þeir eru jafnvel sjaldgæfir. Ég er ekki viss um að ég hafi heyrt talað um fellibyl af styrkleika 5. Veit bara að hann er þarna úti. Hann er stærstur, því miður,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna við blaðamenn í dag. Um þúsund flugferðum hefur verið aflýst til og frá Flórída, meðal annars flugi Icelandair sem átti að fara síðdegis í dag. Bahamaeyjar Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Veður Tengdar fréttir Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira
Átta ára gamall drengur drukknaði þegar fellibylurinn Dorian gekk yfir Bahamaeyjar í nótt. Gríðarleg eyðilegging blasir við og segja yfirvöld að tala látinna og slasaðra muni hækka. Fellibylurinn nær ströndum Flórída í kvöld. Hægt og rólega hefur hinn ógnarsterki fellibylur Dorian færst yfir eyjar Bahama og skilur hann eftir sig gríðarlega eyðileggingu. Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. Fellibyljamiðstöðin í Bandaríkjunum greindi frá því í nótt að ástandið á eyjunum væri grafalvarlegt en meðal vindhraði hefur náð áttatíu metrum á sekúndu. Fellibylurinn er sá öflugasti sem hefur gengið yfir Bahama frá upphafi mælinga. Dorian nær líklega að Flórídaskaga í kvöld og eru íbúar þar viðbúnir því versta þó svo að fellibylurinn hafi breytt af leið á síðustu dögum. Gert er ráð fyrir að veðurhamurinn nái svo til Suður-Karólínu á miðvikudag og hefur íbúum verið skylt að yfirgefa svæðið.AP/Ramon EspinosaÍbúar í Suður-Karólínu skylt að yfirgefa svæðið þar sem Dorian mun fara um „Þetta er mjög skæður fellibylur, vindhraðinn er um 80 m/sek með kviðum allt að 100 m/sek. Þetta er sá öflugasti og stærsti á sögulegum tíma. Hann ver vissulega sá öflugasti sem núlifandi fólk hefur séð. Við vitum að það er ekkert gleðiefni að tilkynna þetta en við trúum því að allir muni lifa þetta af,“ sagði Henry McMaster, ríkisstjóri í Suður-Karólínu á blaðamannafundi í dag.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna á fundi með yfirvöldumAP/Jacquelyn Martin Veit ekki hvort ég hafi heyrt um fellibyl af stærðinni 5 „Bandaríkjamenn eru sterkir, ákveðnir og þrautseigir og við munum styðja hvert annað. Við munum vinna hörðum höndum við að draga úr áhrifum stormsins. Við vitum ekki hvað bíður okkar. Það eina sem við vitum er að þessi er líklega sá stærsti. Ég veit ekki einu sinni hvort ég hef heyrt um fellibyl að styrkleika 5. Ég hef upplifað nokkra af styrkleika 4. Þeir eru jafnvel sjaldgæfir. Ég er ekki viss um að ég hafi heyrt talað um fellibyl af styrkleika 5. Veit bara að hann er þarna úti. Hann er stærstur, því miður,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna við blaðamenn í dag. Um þúsund flugferðum hefur verið aflýst til og frá Flórída, meðal annars flugi Icelandair sem átti að fara síðdegis í dag.
Bahamaeyjar Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Veður Tengdar fréttir Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira
Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16
Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23
Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00