Tugir látnir í eldsvoða í báti undan ströndum Kaliforníu Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2019 13:39 Myndir frá vettvangi sem slökkvilið í Ventura-sýslu birti á Twitter í morgun. Skjáskot/Google Maps Tugir eru látnir eftir að eldur kviknaði um borð í báti undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að allir 34 farþegar um borð í bátnum hafi farist í eldsvoðanum. Fimm manna áhöfn hafi hins vegar verið bjargað. Strandgæslan greindi fyrst frá atvikinu í færslu sem birtist á Twitter skömmu fyrir klukkan fimm í morgun að staðartíma, eða um hádegisbil að íslenskum tíma. Í færslunni kom fram að unnið væri að því að bjarga „yfir þrjátíu manns í vanda“ á bát í grennd við Santa Cruz-eyju. Eyjan liggur úti fyrir strönd Kaliforníu, skammt frá borginni Santa Barbara.BREAKING NEWS: The Coast Guard has launched multiple rescue assets along with assets from local agencies to assist more than 30 people in distress on a 75ft boat near Santa Cruz Island. More details will be available later as this operation continues.— USCG Los Angeles (@USCGLosAngeles) September 2, 2019 Í uppfærðu tísti strandgæslunnar var svo greint frá því að kviknað hefði í bátnum. Þá hafi hópi úr „áhöfn“ bátsins verið bjargað, þar af hafi einn einstaklingur hlotið minniháttar meiðsl.The vessel was reported as being on fire. The a group of crew members has been rescued (one with minor injuries) and efforts continue to evacuate the remaining passengers. https://t.co/ojaSdUTHXd— USCG Los Angeles (@USCGLosAngeles) September 2, 2019 Strandgæslan staðfesti svo við fréttastofu CNN að fimm hafi verið bjargað úr bátnum. Báturinn sem um ræðir heitir Conception og er gerður út frá höfn í Santa Barbara. Báturinn, sem er rúmir 20 metrar að lengd, hélt af stað frá Santa Barbara í þriggja daga siglingu á laugardag. Hann átti að snúa aftur til hafnar í dag. CNN hefur eftir yfirmanni hjá strandgæslunni að alls hafi 39 verið um borð í bátnum, þar af fimm manna áhöfn. Áhöfnin hafi öll bjargast úr bátnum en farþegarnir voru undir þiljum og lokuðust inni þegar eldurinn kviknaði. Þá gangi björgunarmönnum erfiðlega að komast inn í bátinn þar sem eldurinn blossi sífellt aftur upp.Fréttin hefur verið uppfærð.#CoastInc: @VCFD responded to boat fire off the north side of Santa Cruz Island at approximately 3:28am. @USCG helping support rescue operations for people aboard a dive boat. #ChannelIslands @USCGLosAngeles @CountyVentura @SBCOUNTYFIRE pic.twitter.com/DwoPGfBjtA— VCFD PIO (@VCFD_PIO) September 2, 2019 Bandaríkin Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Sjá meira
Tugir eru látnir eftir að eldur kviknaði um borð í báti undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að allir 34 farþegar um borð í bátnum hafi farist í eldsvoðanum. Fimm manna áhöfn hafi hins vegar verið bjargað. Strandgæslan greindi fyrst frá atvikinu í færslu sem birtist á Twitter skömmu fyrir klukkan fimm í morgun að staðartíma, eða um hádegisbil að íslenskum tíma. Í færslunni kom fram að unnið væri að því að bjarga „yfir þrjátíu manns í vanda“ á bát í grennd við Santa Cruz-eyju. Eyjan liggur úti fyrir strönd Kaliforníu, skammt frá borginni Santa Barbara.BREAKING NEWS: The Coast Guard has launched multiple rescue assets along with assets from local agencies to assist more than 30 people in distress on a 75ft boat near Santa Cruz Island. More details will be available later as this operation continues.— USCG Los Angeles (@USCGLosAngeles) September 2, 2019 Í uppfærðu tísti strandgæslunnar var svo greint frá því að kviknað hefði í bátnum. Þá hafi hópi úr „áhöfn“ bátsins verið bjargað, þar af hafi einn einstaklingur hlotið minniháttar meiðsl.The vessel was reported as being on fire. The a group of crew members has been rescued (one with minor injuries) and efforts continue to evacuate the remaining passengers. https://t.co/ojaSdUTHXd— USCG Los Angeles (@USCGLosAngeles) September 2, 2019 Strandgæslan staðfesti svo við fréttastofu CNN að fimm hafi verið bjargað úr bátnum. Báturinn sem um ræðir heitir Conception og er gerður út frá höfn í Santa Barbara. Báturinn, sem er rúmir 20 metrar að lengd, hélt af stað frá Santa Barbara í þriggja daga siglingu á laugardag. Hann átti að snúa aftur til hafnar í dag. CNN hefur eftir yfirmanni hjá strandgæslunni að alls hafi 39 verið um borð í bátnum, þar af fimm manna áhöfn. Áhöfnin hafi öll bjargast úr bátnum en farþegarnir voru undir þiljum og lokuðust inni þegar eldurinn kviknaði. Þá gangi björgunarmönnum erfiðlega að komast inn í bátinn þar sem eldurinn blossi sífellt aftur upp.Fréttin hefur verið uppfærð.#CoastInc: @VCFD responded to boat fire off the north side of Santa Cruz Island at approximately 3:28am. @USCG helping support rescue operations for people aboard a dive boat. #ChannelIslands @USCGLosAngeles @CountyVentura @SBCOUNTYFIRE pic.twitter.com/DwoPGfBjtA— VCFD PIO (@VCFD_PIO) September 2, 2019
Bandaríkin Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Sjá meira