Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2019 11:18 Kveikt var á blysi á Austurvelli á meðan atkvæðagreiðslunni stóð. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er einn þeirra þingmanna sem gerði grein fyrir atkvæði sínu við atkvæðagreiðslu á Alþingi um tillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, um innleiðingu á Orkupakka 3. Orkupakkinn var samþykktur rétt í þessu með 46 atkvæðum en 13 sögðu nei.Katrín Jakobsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu áður en hún sagði já.Vísir/VilhelmHún sagði málið vel undirbúið af hálfu stjórnvalda, það væri fullrætt og að hún styddi málið. Hún beindi þá orðum sínum að þeim sem hafa haft sig helst í frammi í andstöðu við málinu og hét á þá sem lýst hafa yfir áhyggjum af Orkupakkanum að láta sig þá það varða að tekin verði afstaða til nýrrar stjórnarskrár þar sem tryggt er, og kveðið skýrt á um að auðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar.Óánægjan skein af þessum gesti á þingpalli Alþingis sem valdi miðputtann til að lýsa líðan sinni vegna niðurstöðunnar af þriðja orkupakkanum.Vísir/VilhelmMiðflokksmenn allir gerðu grein fyrir sínu atkvæði, töldu það hið versta. Þorsteinn Sæmundsson, þingflokksformaður flokksins, var til dæmis þungorður vitnaði í Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes frá Kötlum og sagði í framhaldi af því að hann segði nei við því að Ísland yrði ambátt í feigðarsölum. Þingmenn Miðflokksins fullyrtu margir að þjóðin öll væru á móti málinu.Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skar sig úr og greiddi einn Sjálfstæðismanna atkvæði gegn málinu.Vísir/VilhelmÁsmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins vitnaði einnig í ljóð þrungið af ættjarðarást, hann skar sig úr og greiddi atkvæði gegn Orkupakkanum. Hlaut hann klapp fyrir í órólegum gestum á þingpöllum. Flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sagði öllum spurningum í málinu svarað. Nema einni, hvers vegna Miðflokkurinn tæki þessa línu frá Miðflokknum í Noregi? Það væri ekki í þágu Íslands.Lögregla þurfti að hafa afskipti af fólki á þingpöllunum sem lét ófriðsamlega.Vísir/VilhelmGunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins sagði þá á móti að hann væri Þjóðrembingur, ef það að vera þjóðrembingur þýddi að vilja standa vörð um hagsmuni Íslands. Tillagan var samþykkt með 46 atkvæðum. 13 sögðu nei. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Bein útsending: Atkvæði loks greidd um þriðja orkupakkann Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi í dag. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt. 2. september 2019 10:17 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er einn þeirra þingmanna sem gerði grein fyrir atkvæði sínu við atkvæðagreiðslu á Alþingi um tillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, um innleiðingu á Orkupakka 3. Orkupakkinn var samþykktur rétt í þessu með 46 atkvæðum en 13 sögðu nei.Katrín Jakobsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu áður en hún sagði já.Vísir/VilhelmHún sagði málið vel undirbúið af hálfu stjórnvalda, það væri fullrætt og að hún styddi málið. Hún beindi þá orðum sínum að þeim sem hafa haft sig helst í frammi í andstöðu við málinu og hét á þá sem lýst hafa yfir áhyggjum af Orkupakkanum að láta sig þá það varða að tekin verði afstaða til nýrrar stjórnarskrár þar sem tryggt er, og kveðið skýrt á um að auðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar.Óánægjan skein af þessum gesti á þingpalli Alþingis sem valdi miðputtann til að lýsa líðan sinni vegna niðurstöðunnar af þriðja orkupakkanum.Vísir/VilhelmMiðflokksmenn allir gerðu grein fyrir sínu atkvæði, töldu það hið versta. Þorsteinn Sæmundsson, þingflokksformaður flokksins, var til dæmis þungorður vitnaði í Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes frá Kötlum og sagði í framhaldi af því að hann segði nei við því að Ísland yrði ambátt í feigðarsölum. Þingmenn Miðflokksins fullyrtu margir að þjóðin öll væru á móti málinu.Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skar sig úr og greiddi einn Sjálfstæðismanna atkvæði gegn málinu.Vísir/VilhelmÁsmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins vitnaði einnig í ljóð þrungið af ættjarðarást, hann skar sig úr og greiddi atkvæði gegn Orkupakkanum. Hlaut hann klapp fyrir í órólegum gestum á þingpöllum. Flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sagði öllum spurningum í málinu svarað. Nema einni, hvers vegna Miðflokkurinn tæki þessa línu frá Miðflokknum í Noregi? Það væri ekki í þágu Íslands.Lögregla þurfti að hafa afskipti af fólki á þingpöllunum sem lét ófriðsamlega.Vísir/VilhelmGunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins sagði þá á móti að hann væri Þjóðrembingur, ef það að vera þjóðrembingur þýddi að vilja standa vörð um hagsmuni Íslands. Tillagan var samþykkt með 46 atkvæðum. 13 sögðu nei.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Bein útsending: Atkvæði loks greidd um þriðja orkupakkann Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi í dag. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt. 2. september 2019 10:17 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Bein útsending: Atkvæði loks greidd um þriðja orkupakkann Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi í dag. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt. 2. september 2019 10:17
Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48