Á Pilsudskitorgi Davíð Stefánsson skrifar 2. september 2019 08:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var í gær viðstaddur táknræna minningarathöfn á Pilsudskitorgi í Varsjá í Póllandi. Hann tók þar, ásamt fleiri þjóðhöfðingjum og fulltrúum ríkja, þátt í athöfn til að minnast innrásar Þjóðverja í Pólland en sá atburður markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu árið 1939. Á 80 árum fennir í sporin. Í tíma færist saga seinna stríðs sífellt fjær. En á hildarleikinn þarf að minna. Afleiðingar stríðsins voru ægilegar og hörmungarnar ólýsanlegar, ekki síst í Póllandi og Austur-Evrópu. Eða eins og forsetinn komst að orði í yfirlýsingu sinni: „Við megum aldrei gleyma þeim glæpum sem voru framdir, þeirri grimmd sem geisaði og þeim miska sem milljónir manna þurftu að þola. Við megum aldrei gleyma helfo¨rinni gegn gyðingum auk annarra u´try´mingarherferða nasista og handbenda þeirra.“ Aðdragandi stríðsins var langur. Átökin og mannfall gríðarlegt og afleiðingar miklar bæði pólitískar og menningarlegar. Enn þann dag í dag er svo margt í umhverfi okkar sem er litað af þessum atburðum. Minnisvarðar um ægilegt mannfall Sovétmanna eru í hverju þorpi og borg undir Úralfjöllum. Enn þann dag í dag ríkir tortryggni milli þjóða vegna þessa. Seinni heimsstyrjöldin, sem og stríð nútímans, ætti að vera okkur áminning um mikilvægi friðsamlegrar alþjóðasamvinnu, -samskipta og -viðskipta. Þannig komum við best í veg fyrir styrjaldir: Með því að samþætta lífshagsmuni og örlög ólíkra þjóða. Þannig mætum við líka best nýjum ógnum samtímans, hryðjuverkum, netógnum og síðast en ekki síst loftslagsbreytingum, mengun og ógnum við líffræðilega fjölbreytni. Í viðtali við Fréttablaðið um helgina benti forseti Íslands á að seinna stríð sýni í hvaða ógöngur ofstækisfull þjóðremba getur leitt okkur. Það eru skýr skilaboð ekki síst nú þegar öfga- og einangrunaröflum vex ásmegin. Boðað er að réttur hins sterka ráði til að fá sínu framgengt og með valdi ef með þarf. Þá skipta grundvallarreglur lýðræðis og réttarríkis litlu, hvað þá opinská umræðuhefð og umburðarlyndi. Þá er stutt í kynþáttahyggju og ofbeldisverk. Hér er þörf á árvekni og hugrekki til að standa í ístaðið og standa gegn yfirgangsseggjum. Athöfnin á Pilsudskitorgi er líka áminning um að huga þarf að eigin þjóðaröryggi. Fámenn eyþjóð sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her tryggir öryggi sitt og varnir best með virkri alþjóðasamvinnu. Það gerum við með samvinnu við Evrópuþjóðir. Það gerum við með nánum samskiptum við Bandaríkin. Að þessu miðar starf Íslands innan Sameinuðu þjóðanna, alþjóðastofnana á borð við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Evrópuráðið og NATO. Síðast en ekki síst eru atburðirnir sem minnst var á Pilsudskitorgi áminning um mikilvægi þess að eiga staðfasta og sterka bandamenn. Í því ljósi ætti að skoða heimsókn varaforseta Bandaríkjanna á miðvikudag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var í gær viðstaddur táknræna minningarathöfn á Pilsudskitorgi í Varsjá í Póllandi. Hann tók þar, ásamt fleiri þjóðhöfðingjum og fulltrúum ríkja, þátt í athöfn til að minnast innrásar Þjóðverja í Pólland en sá atburður markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu árið 1939. Á 80 árum fennir í sporin. Í tíma færist saga seinna stríðs sífellt fjær. En á hildarleikinn þarf að minna. Afleiðingar stríðsins voru ægilegar og hörmungarnar ólýsanlegar, ekki síst í Póllandi og Austur-Evrópu. Eða eins og forsetinn komst að orði í yfirlýsingu sinni: „Við megum aldrei gleyma þeim glæpum sem voru framdir, þeirri grimmd sem geisaði og þeim miska sem milljónir manna þurftu að þola. Við megum aldrei gleyma helfo¨rinni gegn gyðingum auk annarra u´try´mingarherferða nasista og handbenda þeirra.“ Aðdragandi stríðsins var langur. Átökin og mannfall gríðarlegt og afleiðingar miklar bæði pólitískar og menningarlegar. Enn þann dag í dag er svo margt í umhverfi okkar sem er litað af þessum atburðum. Minnisvarðar um ægilegt mannfall Sovétmanna eru í hverju þorpi og borg undir Úralfjöllum. Enn þann dag í dag ríkir tortryggni milli þjóða vegna þessa. Seinni heimsstyrjöldin, sem og stríð nútímans, ætti að vera okkur áminning um mikilvægi friðsamlegrar alþjóðasamvinnu, -samskipta og -viðskipta. Þannig komum við best í veg fyrir styrjaldir: Með því að samþætta lífshagsmuni og örlög ólíkra þjóða. Þannig mætum við líka best nýjum ógnum samtímans, hryðjuverkum, netógnum og síðast en ekki síst loftslagsbreytingum, mengun og ógnum við líffræðilega fjölbreytni. Í viðtali við Fréttablaðið um helgina benti forseti Íslands á að seinna stríð sýni í hvaða ógöngur ofstækisfull þjóðremba getur leitt okkur. Það eru skýr skilaboð ekki síst nú þegar öfga- og einangrunaröflum vex ásmegin. Boðað er að réttur hins sterka ráði til að fá sínu framgengt og með valdi ef með þarf. Þá skipta grundvallarreglur lýðræðis og réttarríkis litlu, hvað þá opinská umræðuhefð og umburðarlyndi. Þá er stutt í kynþáttahyggju og ofbeldisverk. Hér er þörf á árvekni og hugrekki til að standa í ístaðið og standa gegn yfirgangsseggjum. Athöfnin á Pilsudskitorgi er líka áminning um að huga þarf að eigin þjóðaröryggi. Fámenn eyþjóð sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her tryggir öryggi sitt og varnir best með virkri alþjóðasamvinnu. Það gerum við með samvinnu við Evrópuþjóðir. Það gerum við með nánum samskiptum við Bandaríkin. Að þessu miðar starf Íslands innan Sameinuðu þjóðanna, alþjóðastofnana á borð við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Evrópuráðið og NATO. Síðast en ekki síst eru atburðirnir sem minnst var á Pilsudskitorgi áminning um mikilvægi þess að eiga staðfasta og sterka bandamenn. Í því ljósi ætti að skoða heimsókn varaforseta Bandaríkjanna á miðvikudag.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun