Ríkisstjórnin missti meirihlutann í Færeyjum Sylvía Hall skrifar 1. september 2019 08:44 Aksel V. Johannesen, formaður Javnaðarflokksins og lögmaður Færeyja, segist ætla að ræða við formenn hinna flokkanna og athuga hvort möguleiki sé á samstarfi. Vísir/Getty Fólkaflokkurinn var vafalítið sigurvegari gærkvöldsins þegar þingkosningar fóru fram í Færeyjum. Flokkurinn hlaut 24,5 prósent atkvæði og jók þar með fylgi sitt frá fyrri kosningum um 5,6 prósent. Átta frambjóðendur flokksins hlutu náð fyrir augum kjósenda og mun því Fólkaflokkurinn bæta við sig tveimur þingsætum. Kvöldið var ögn erfiðara fyrir stjórnarflokkana þrjá, Javnaðarflokkinn, Tjóðveldi og Framsókn. Fylgi allra flokkanna minnkaði um rúmlega tvö prósent og misstu Javnaðarflokkurinn og Tjóðveldi einn mann hvor á meðan Framsókn stóð í stað.Ætlar að ræða við aðra flokka um mögulegt samstarf Þrátt fyrir minnkandi fylgi Javnaðarflokksins eru þeir vongóðir um að getað myndað ríkisstjórn með öðrum flokkum á þingi. Aksel V. Johannesen, formaður flokksins og núverandi lögmaður Færeyja, sagði í viðtali við Portal.fo að niðurstöðurnar væru ekki svo slæmar í ljósi þess að litlu mátti muna að flokkurinn tryggði sér átta þingmenn. Hann ætlar sér að ræða við formenn hinna flokkanna og athuga hvort einhver möguleiki sé á samstarfi í ríkisstjórn. „Kjósendur hafa talað, maður verður að taka því þó svo að ég sé sannfærður að þær breytingar sem hafa orðið í ríkisstjórninni séu réttar og vona að þeim verði ekki breytt um of,“ sagði Aksel í samtali við Portalin. Möguleiki er á samstarfi milli Fólkaflokksins og Sambandsflokksins, sem jók einnig fylgi sitt um 1,6 prósent og bætti við sig þingmanni, en skoðanakannanir sýndu fram á að kjósendur þessara flokka væru hvað hlynntastir því samstarfi. Flokkarnir þyrftu þó að fá þriðja flokk inn í það samstarf en samanlagt eru þeir með 15 þingsæti af 33. Kjörstaðir í Færeyjum lokuðu klukkan átta í gærkvöldi að staðartíma.Sverri Egholm/Portal.foUngir í sókn Athygli vekur að tíu þingmenn taka nú sæti á þingi í fyrsta sinn og eru fimm þeirra 27 ára eða yngri. Til að mynda vann hinn 22 ára gamli Beinir Johannesen stórsigur í framboði sínu fyrir Fólkaflokkinn og naut mesta fylgis á meðal kjósenda flokksins. Þá var hinn 25 ára gamli Bjarni Kárason Petersen einn þeirra tveggja sem Framsókn náði inn á þing og hlaut hann fleiri atkvæði en formaður flokksins. Tveir nýir flokkar voru í framboði, Færeyjaflokkurinn og Framtakið. Báðir flokkar vöktu athygli í kosningabaráttu sinni en Framtakið, nýjasti flokkurinn í framboði barðist nær eingöngu fyrir lögleiðingu kannabisefna. Færeyjaflokkurinn hafði verið vakinn aftur úr dvala fyrr á árinu og fór óhefðbundnar leiðir í undirskriftasöfnun sinni, en til þess að ná þeim áttahundruð undirskriftum sem þurfti til buðu þeir upp á happdrætti fyrir alla þá sem skrifuðu undir og áttu þeir möguleika á því að vinna flugmiða. Hvorugur flokkanna náði manni inn á þing. Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50 Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Fólkaflokkurinn var vafalítið sigurvegari gærkvöldsins þegar þingkosningar fóru fram í Færeyjum. Flokkurinn hlaut 24,5 prósent atkvæði og jók þar með fylgi sitt frá fyrri kosningum um 5,6 prósent. Átta frambjóðendur flokksins hlutu náð fyrir augum kjósenda og mun því Fólkaflokkurinn bæta við sig tveimur þingsætum. Kvöldið var ögn erfiðara fyrir stjórnarflokkana þrjá, Javnaðarflokkinn, Tjóðveldi og Framsókn. Fylgi allra flokkanna minnkaði um rúmlega tvö prósent og misstu Javnaðarflokkurinn og Tjóðveldi einn mann hvor á meðan Framsókn stóð í stað.Ætlar að ræða við aðra flokka um mögulegt samstarf Þrátt fyrir minnkandi fylgi Javnaðarflokksins eru þeir vongóðir um að getað myndað ríkisstjórn með öðrum flokkum á þingi. Aksel V. Johannesen, formaður flokksins og núverandi lögmaður Færeyja, sagði í viðtali við Portal.fo að niðurstöðurnar væru ekki svo slæmar í ljósi þess að litlu mátti muna að flokkurinn tryggði sér átta þingmenn. Hann ætlar sér að ræða við formenn hinna flokkanna og athuga hvort einhver möguleiki sé á samstarfi í ríkisstjórn. „Kjósendur hafa talað, maður verður að taka því þó svo að ég sé sannfærður að þær breytingar sem hafa orðið í ríkisstjórninni séu réttar og vona að þeim verði ekki breytt um of,“ sagði Aksel í samtali við Portalin. Möguleiki er á samstarfi milli Fólkaflokksins og Sambandsflokksins, sem jók einnig fylgi sitt um 1,6 prósent og bætti við sig þingmanni, en skoðanakannanir sýndu fram á að kjósendur þessara flokka væru hvað hlynntastir því samstarfi. Flokkarnir þyrftu þó að fá þriðja flokk inn í það samstarf en samanlagt eru þeir með 15 þingsæti af 33. Kjörstaðir í Færeyjum lokuðu klukkan átta í gærkvöldi að staðartíma.Sverri Egholm/Portal.foUngir í sókn Athygli vekur að tíu þingmenn taka nú sæti á þingi í fyrsta sinn og eru fimm þeirra 27 ára eða yngri. Til að mynda vann hinn 22 ára gamli Beinir Johannesen stórsigur í framboði sínu fyrir Fólkaflokkinn og naut mesta fylgis á meðal kjósenda flokksins. Þá var hinn 25 ára gamli Bjarni Kárason Petersen einn þeirra tveggja sem Framsókn náði inn á þing og hlaut hann fleiri atkvæði en formaður flokksins. Tveir nýir flokkar voru í framboði, Færeyjaflokkurinn og Framtakið. Báðir flokkar vöktu athygli í kosningabaráttu sinni en Framtakið, nýjasti flokkurinn í framboði barðist nær eingöngu fyrir lögleiðingu kannabisefna. Færeyjaflokkurinn hafði verið vakinn aftur úr dvala fyrr á árinu og fór óhefðbundnar leiðir í undirskriftasöfnun sinni, en til þess að ná þeim áttahundruð undirskriftum sem þurfti til buðu þeir upp á happdrætti fyrir alla þá sem skrifuðu undir og áttu þeir möguleika á því að vinna flugmiða. Hvorugur flokkanna náði manni inn á þing.
Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50 Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50
Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18