„Ég var eina konan í úrslitunum mínum á ÓL í Ríó“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 15:30 McKenna Dahl. Mynd/paralympic.org Foreldrum McKennu Dahl var sagt að hún ætti aldrei að geta gengið, talað eða lesið en hún hefur sett stefnuna á gull á Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó á næsta ári. McKenna Dahl varð fyrsta bandaríska konan til að vinna verðlaun í skotíþróttum á leikunum á Ríó 2016 en hún fékk þá bronsverðlaun í keppni með loftriffli af tíu metra færi. Það hefur ekki gengið alveg eins vel hjá henni síðan en McKenna Dahl hefur engu að síður sett stefnuna á það að vinna verðlaun á ÓL í Tókýó 2020. Hún byrjaði tólf ára gömul að skjóta en hafði upphaflega keppt í hjólastólakörfubolta. Hún valdi skotíþróttina af því að það var einstaklingsíþrótt. Breska ríkisútvarpið fjallaði um McKenna Dahl á vef sínum með myndbandi sem má sjá hér. „Þegar ég keppti í úrslitunum í Ríó þá var ég eina konan og líka yngsti keppandinn. Það var áhugaverð staða fyrir mig að fara inn í úrslitin vitandi það að ég var bara að fara keppa við karlmenn og svo var líka langyngst líka,“ sagði McKenna Dahl. „Foreldrarnir mínir gátu komið til Ríó og séð mig keppa. Þegar ég keppti um bronsið þá gat mamma hjálpað mér með hárið og ég fékk faðmlag frá pabba,“ sagði McKenna en það var faðir hennar sem setti upp skotaðstöðu fyrir hana í garðinum á heimili þeirra í Seattle. „Ég væri ekki hér án þeirra,“ sagði McKenna Dahl.Dahl McKenna wins the first EVER female shooting medal for Team USA! #bronze#Rio2016#Paralympic Moment of the day! https://t.co/ZcLKTIBQ81 — Shooting Para Sport (@ShootingPara) September 14, 2016 „Þegar ég fæddist þá var sagt við foreldra mína að ég myndi aldrei getað gengið, talað, lesið eða haldið í við jafnaldra mína. Ég var sex ára gömul þegar ég fór í búðir fyrir fötluð börn og einn af umsjónarmaður þeirra hafði verið í hernum. Hann bauð upp á það að fara að skjóta á útiskotsvæði á morganna. Ég fékk þá að skjóta með stóru krökkunum og féll alveg fyrir því,“ sagði McKenna Dahl. „Ég er mjög spennt fyrir að fá annan möguleika til að keppa fyrir Bandaríkin á Ólympíuleikum og fá annað tækifæri til að komast upp á verðlaunapallinn. Ég sé fyrir mér að ég komist efst á pallinn í Tókýó,“ sagði McKenna Dahl. Ólympíuleikar Skotíþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Foreldrum McKennu Dahl var sagt að hún ætti aldrei að geta gengið, talað eða lesið en hún hefur sett stefnuna á gull á Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó á næsta ári. McKenna Dahl varð fyrsta bandaríska konan til að vinna verðlaun í skotíþróttum á leikunum á Ríó 2016 en hún fékk þá bronsverðlaun í keppni með loftriffli af tíu metra færi. Það hefur ekki gengið alveg eins vel hjá henni síðan en McKenna Dahl hefur engu að síður sett stefnuna á það að vinna verðlaun á ÓL í Tókýó 2020. Hún byrjaði tólf ára gömul að skjóta en hafði upphaflega keppt í hjólastólakörfubolta. Hún valdi skotíþróttina af því að það var einstaklingsíþrótt. Breska ríkisútvarpið fjallaði um McKenna Dahl á vef sínum með myndbandi sem má sjá hér. „Þegar ég keppti í úrslitunum í Ríó þá var ég eina konan og líka yngsti keppandinn. Það var áhugaverð staða fyrir mig að fara inn í úrslitin vitandi það að ég var bara að fara keppa við karlmenn og svo var líka langyngst líka,“ sagði McKenna Dahl. „Foreldrarnir mínir gátu komið til Ríó og séð mig keppa. Þegar ég keppti um bronsið þá gat mamma hjálpað mér með hárið og ég fékk faðmlag frá pabba,“ sagði McKenna en það var faðir hennar sem setti upp skotaðstöðu fyrir hana í garðinum á heimili þeirra í Seattle. „Ég væri ekki hér án þeirra,“ sagði McKenna Dahl.Dahl McKenna wins the first EVER female shooting medal for Team USA! #bronze#Rio2016#Paralympic Moment of the day! https://t.co/ZcLKTIBQ81 — Shooting Para Sport (@ShootingPara) September 14, 2016 „Þegar ég fæddist þá var sagt við foreldra mína að ég myndi aldrei getað gengið, talað, lesið eða haldið í við jafnaldra mína. Ég var sex ára gömul þegar ég fór í búðir fyrir fötluð börn og einn af umsjónarmaður þeirra hafði verið í hernum. Hann bauð upp á það að fara að skjóta á útiskotsvæði á morganna. Ég fékk þá að skjóta með stóru krökkunum og féll alveg fyrir því,“ sagði McKenna Dahl. „Ég er mjög spennt fyrir að fá annan möguleika til að keppa fyrir Bandaríkin á Ólympíuleikum og fá annað tækifæri til að komast upp á verðlaunapallinn. Ég sé fyrir mér að ég komist efst á pallinn í Tókýó,“ sagði McKenna Dahl.
Ólympíuleikar Skotíþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira