Hægri stjórn sest að völdum í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2019 20:11 Formenn stjórnarflokkanna þriggja. Fyrir miðju situr lögmaðurinn Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, til vinstri er Jørgen Niclasen, formaður Fólkaflokksins, og til hægri er Jenis av Rana, formaður Miðflokksins. Mynd/Kringvarp Færeyja. Færeyingar hafa fengið nýja landsstjórn, hægri stjórn undir forystu Bárðar á Steig Nielsen, sem er nýr lögmaður Færeyja. Af sjö ráðherrum er aðeins ein kona. Myndir af nýju ráðherrunum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Stjórnarskiptin í Færeyjum eru rökrétt afleiðing þingkosninganna fyrir hálfum mánuði þar sem fráfarandi vinstri stjórn missti meirihluta sinn og hafa flokkarnir þrír, sem áður sátu í stjórnarandstöðu, nú formlega tekið við völdum.Bárður á Steig Nielsen er nýr lögmaður Færeyja. Fyrir framan hann situr Aksel V. Johannesen, fráfarandi lögmaður og formaður Javnaðarflokksins, og fyrir aftan Høgni Hoydal, fráfarandi sjávarútvegsráðherra og formaður Þjóðveldisflokksins.Mynd/Kringvarp Færeyja.Formaður Sambandsflokksins, Bárður á Steig Nielsen, er nýr lögmaður Færeyja. Formaður Fólkaflokksins, Jørgens Niclasen, er varalögmaður og fjármálaráðherra, og formaður Miðflokksins, Jenis av Rana, utanríkis- og menntamálaráðherra. Á fundi Lögþingsins var Jógvan á Lakjuni frá Fólkaflokknum kjörinn nýr þingforseti, jafnframt því sem stjórnarsáttmálinn og ráðherrarnir voru kynntir. Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn fá þrjá ráðherra hvor en Miðflokkurinn einn ráðherra.Elsebeth Mercedis Gunnleygsdóttir félagsmálaráðherra, til hægri, er eina konan í nýrri landsstjórn Færeyja.Mynd/Kringvarp Færeyja.Jacob Vestergaard er nýr sjávarútvegsráðherra, Kaj Leo Holm Johannesen heilbrigðisráðherra, en hann var lögmaður Færeyja um sjö ára skeið, frá 2008 til 2015, Helgi Abrahamsen fer með atvinnu- og umhverfismálin en eina konan í nýju landsstjórninni er Elsebeth Mercedis Gunnleygsdóttir félagsmálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Tengdar fréttir Samkomulag í höfn í Færeyjum Náðst hefur samkomulag milli leiðtoga Fólkaflokksins, Miðflokksins og Sambandsflokksins í Færeyjum um myndun nýrrar landsstjórnar eftir nýafstaðnar kosningar. 13. september 2019 16:01 Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50 Stjórnin féll í Færeyjum Stjórnarflokkarnir í Færeyjum misstu meirihluta sinn í þingkosningunum sem fram fóru á laugardag. 2. september 2019 07:15 Bakslag í viðræðurnar Bakslag er komið í stjórnarmyndunarviðræður Fólkaflokksins, Sambandsflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Flokkarnir þrír felldu stjórnina í þingkosningum sem fram fóru 31. ágúst síðastliðinn. 13. september 2019 06:15 Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Færeyingar hafa fengið nýja landsstjórn, hægri stjórn undir forystu Bárðar á Steig Nielsen, sem er nýr lögmaður Færeyja. Af sjö ráðherrum er aðeins ein kona. Myndir af nýju ráðherrunum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Stjórnarskiptin í Færeyjum eru rökrétt afleiðing þingkosninganna fyrir hálfum mánuði þar sem fráfarandi vinstri stjórn missti meirihluta sinn og hafa flokkarnir þrír, sem áður sátu í stjórnarandstöðu, nú formlega tekið við völdum.Bárður á Steig Nielsen er nýr lögmaður Færeyja. Fyrir framan hann situr Aksel V. Johannesen, fráfarandi lögmaður og formaður Javnaðarflokksins, og fyrir aftan Høgni Hoydal, fráfarandi sjávarútvegsráðherra og formaður Þjóðveldisflokksins.Mynd/Kringvarp Færeyja.Formaður Sambandsflokksins, Bárður á Steig Nielsen, er nýr lögmaður Færeyja. Formaður Fólkaflokksins, Jørgens Niclasen, er varalögmaður og fjármálaráðherra, og formaður Miðflokksins, Jenis av Rana, utanríkis- og menntamálaráðherra. Á fundi Lögþingsins var Jógvan á Lakjuni frá Fólkaflokknum kjörinn nýr þingforseti, jafnframt því sem stjórnarsáttmálinn og ráðherrarnir voru kynntir. Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn fá þrjá ráðherra hvor en Miðflokkurinn einn ráðherra.Elsebeth Mercedis Gunnleygsdóttir félagsmálaráðherra, til hægri, er eina konan í nýrri landsstjórn Færeyja.Mynd/Kringvarp Færeyja.Jacob Vestergaard er nýr sjávarútvegsráðherra, Kaj Leo Holm Johannesen heilbrigðisráðherra, en hann var lögmaður Færeyja um sjö ára skeið, frá 2008 til 2015, Helgi Abrahamsen fer með atvinnu- og umhverfismálin en eina konan í nýju landsstjórninni er Elsebeth Mercedis Gunnleygsdóttir félagsmálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Tengdar fréttir Samkomulag í höfn í Færeyjum Náðst hefur samkomulag milli leiðtoga Fólkaflokksins, Miðflokksins og Sambandsflokksins í Færeyjum um myndun nýrrar landsstjórnar eftir nýafstaðnar kosningar. 13. september 2019 16:01 Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50 Stjórnin féll í Færeyjum Stjórnarflokkarnir í Færeyjum misstu meirihluta sinn í þingkosningunum sem fram fóru á laugardag. 2. september 2019 07:15 Bakslag í viðræðurnar Bakslag er komið í stjórnarmyndunarviðræður Fólkaflokksins, Sambandsflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Flokkarnir þrír felldu stjórnina í þingkosningum sem fram fóru 31. ágúst síðastliðinn. 13. september 2019 06:15 Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Samkomulag í höfn í Færeyjum Náðst hefur samkomulag milli leiðtoga Fólkaflokksins, Miðflokksins og Sambandsflokksins í Færeyjum um myndun nýrrar landsstjórnar eftir nýafstaðnar kosningar. 13. september 2019 16:01
Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50
Stjórnin féll í Færeyjum Stjórnarflokkarnir í Færeyjum misstu meirihluta sinn í þingkosningunum sem fram fóru á laugardag. 2. september 2019 07:15
Bakslag í viðræðurnar Bakslag er komið í stjórnarmyndunarviðræður Fólkaflokksins, Sambandsflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Flokkarnir þrír felldu stjórnina í þingkosningum sem fram fóru 31. ágúst síðastliðinn. 13. september 2019 06:15
Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent