Stephen Curry ætlar að vera hluti af bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.
Curry, sem hefur verið ein stærsta stjarna NBA deildarinnar síðustu ár, hefur aldrei spilað fyrir Bandaríkin á Ólypmíuleikjum en hefur tekið þátt í tveimur heimsmeistaramótum.
„Ólympíuleikarnir eru upplifun sem ég vil taka þátt í. Næsta sumar verður vonandi sumarið þar sem ég næ því,“ sagði Curry.
Bandaríska landsliðið varð í sjöunda sæti á HM sem fram fór í Kína á dögunum, úrslit sem þóttu mikil vonbrigði. Fyrir mótið hafði lið Bandaríkjanna unnið 58 mótsleiki í röð.
Liðið var þó án margra stórstjarna en yfir tuttugu NBA leikmenn sem höfðu sagst ætla að taka þátt á HM hættu við þátttöku.
„Við erum enn besta liðið. Ef við fáum alla leikmennina sem ættu að spila með á mótið, þá held ég að við ættum að geta orðið bestir aftur.“
Curry ætlar að vera með Bandaríkjunum í Tókýó 2020
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli
Íslenski boltinn

Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA
Enski boltinn


„Sé þá ekki vinna í ár“
Íslenski boltinn



Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
