Göngumanni bjargað eftir að hafa „haldið“ á brotnum fæti sínum í tvo daga Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2019 12:58 Hinn 54 ára Neil Parker er margreyndur útivistarmaður. epa Áströlskum göngumanni, sem slasaðist eftir að hafa dottið sex metra niður foss í óbyggðum, var bjargað í gær eftir að hann hafði „haldið“ á brotnum fæti sínum og skriðið í átt til byggða í tvo daga.BBC segir frá því að hinn 54 ára Neil Parker hafi verið einn á ferð í óbyggðum nærri Brisbane á austurströnd Ástralíu á sunnudaginn þegar hann rann og féll niður fossinn með þeim afleiðingum að ökkli hans og sköflungur brotnuðu. Parker hafði misst síma sinn þegar hann féll og sá hann þá þann kost vænstan að skríða í átt að rjóðri þar sem hann fannst síðar. „Ég komst metra, kannski einn og hálfan, en svo þurfti ég að stoppa og hvíla mig,“ sagði Parker þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn af sjúkrabeðinu fyrr í dag. „Ég trúði þessu ekki. Þetta voru bara þrír kílómetrar en það tók tvo daga að komast þá. Ég hélt að ég myndi aldrei komast þangað.“Sást af björgunarliði í þyrlu Parker var á göngu, sem átti að taka um þrjá tíma, nærri Nebo-fjalli þegar hann hann rann til á lausum steinum og féll niður foss. Hafi hann svo lent á steini og endað miðjum læknum fyrir neðan fossinn. Hann segir að hann hafi þá gert sér grein fyrir því að það væri einungis undir honum sjálfum komið hvort hann myndi bjargast. Í frétt BBC segir að Parker sé margreyndur útivistarmaður og að hann hafi notast við sárabindi sem hann hafði meðferðis og göngustafina sem spelkur. Hann hafi einungis verið með hnetur, sælgæti og eina orkustöng til að borða og hafi hann því verið mjög svangur þegar honum var loks bjargað. Björgunarlið í þyrlu sá til Parker í rjóðrinu og var hann fluttur á sjúkrahús í Brisbane. Ástralía Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Áströlskum göngumanni, sem slasaðist eftir að hafa dottið sex metra niður foss í óbyggðum, var bjargað í gær eftir að hann hafði „haldið“ á brotnum fæti sínum og skriðið í átt til byggða í tvo daga.BBC segir frá því að hinn 54 ára Neil Parker hafi verið einn á ferð í óbyggðum nærri Brisbane á austurströnd Ástralíu á sunnudaginn þegar hann rann og féll niður fossinn með þeim afleiðingum að ökkli hans og sköflungur brotnuðu. Parker hafði misst síma sinn þegar hann féll og sá hann þá þann kost vænstan að skríða í átt að rjóðri þar sem hann fannst síðar. „Ég komst metra, kannski einn og hálfan, en svo þurfti ég að stoppa og hvíla mig,“ sagði Parker þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn af sjúkrabeðinu fyrr í dag. „Ég trúði þessu ekki. Þetta voru bara þrír kílómetrar en það tók tvo daga að komast þá. Ég hélt að ég myndi aldrei komast þangað.“Sást af björgunarliði í þyrlu Parker var á göngu, sem átti að taka um þrjá tíma, nærri Nebo-fjalli þegar hann hann rann til á lausum steinum og féll niður foss. Hafi hann svo lent á steini og endað miðjum læknum fyrir neðan fossinn. Hann segir að hann hafi þá gert sér grein fyrir því að það væri einungis undir honum sjálfum komið hvort hann myndi bjargast. Í frétt BBC segir að Parker sé margreyndur útivistarmaður og að hann hafi notast við sárabindi sem hann hafði meðferðis og göngustafina sem spelkur. Hann hafi einungis verið með hnetur, sælgæti og eina orkustöng til að borða og hafi hann því verið mjög svangur þegar honum var loks bjargað. Björgunarlið í þyrlu sá til Parker í rjóðrinu og var hann fluttur á sjúkrahús í Brisbane.
Ástralía Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira