Töluverður erfðamunur á þremur afbrigðum bleikju í Þingvallavatni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2019 12:50 Bleikjur í Þingvallavatni í byrjun september þessa árs. Vísir/Karl Lúðvíksson Ný rannsókn á bleikjunni í Þingvallavatni sýnir að töluverður erfðamunur sé á þremur afbrigðum bleikju sem gæti verið vísbending um fyrstu stig myndunar nýrra tegunda. Í rannsókn vísindamannanna var rýnt í erfðaefni þriggja fyrstnefndu afbrigðanna með það fyrir augum að kanna erfðabreytileika milli þeirra og reyna að komast að því hvaða gen og þroskunarferlar tengjast þróun mismundandi afbrigða. Í ljós kom að murta, kuðungableikja og dvergbleika eru erfðafræðilega aðskildar og virðast hafa verið það í fjölda kynslóða. Sigurður Sveinn Snorrason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands ræddi um rannsóknina í Bítinu í morgun. „Þessi nýjasta rannsókn, þar erum við að horfa á þetta pínulítið öðruvísi. Við tökum sömu gögnin af því við erum með mikið af gögnum um breytileika í öllum þessum genum þar sem við vorum að kanna genatjáninguna. Við spurðum, hvernig lítur þessi breytileiki út þegar við berum saman tegundirnar,“ segir Sigurður Sveinn. Álykta megi nokkuð sterklega um það að þessi aðskilnaður hafi orðið nokkuð snemma. þetta séu núna afbrigði sem séu orðin frekar skýrt afmörkuð. „Þau æxlast ekki mikið saman, og það er nú það sem við skilgreinum tegund á, að þær hætti að æxlast saman, hvort þær gætu það ef skilyrði breyttust, það vitum við ekki og þess vegna vitum við ekki hvernig úrslitin verða. Tíminn einn mun skera úr um það. Við teljum okkur samt sem áður vera að horfa á fyrstu skrefin og kannski mikilvægustu skrefin í tegundarmyndunarferlinu,“ segir Sigurður Sveinn.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Sigurð Snorra um rannsóknina í fullri lengd. Bítið Bláskógabyggð Dýr Þingvellir Tengdar fréttir Bleikjur upp við land á Þingvöllum Alveg er það merkilegt með þessar bleikjur í Þingvallavatni að þegar veiðitíminn stendur sem hæst halda þær sig langt úti og djúpt en þegar veiðitíma er að ljúka synda þær við lappirnar á þér. 11. september 2019 10:00 Flottar sjóbleikjur í Eyjafjarðará Eyjafjarðará er ein af þeim ám norðan heiða sem geymir afar vænar sjóbleikjur og þær fara stækkandi eftir að veiðimenn fóru í auknum mæli að sleppa fiski. 22. ágúst 2019 12:00 Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Stangaveiðitímabilinu lauk 21. ágúst síðastliðinn og heildarveiðin þetta tímabilið nam 20.393 fiskum sem er svipað og undanfarin ár. 9. september 2019 08:42 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Ný rannsókn á bleikjunni í Þingvallavatni sýnir að töluverður erfðamunur sé á þremur afbrigðum bleikju sem gæti verið vísbending um fyrstu stig myndunar nýrra tegunda. Í rannsókn vísindamannanna var rýnt í erfðaefni þriggja fyrstnefndu afbrigðanna með það fyrir augum að kanna erfðabreytileika milli þeirra og reyna að komast að því hvaða gen og þroskunarferlar tengjast þróun mismundandi afbrigða. Í ljós kom að murta, kuðungableikja og dvergbleika eru erfðafræðilega aðskildar og virðast hafa verið það í fjölda kynslóða. Sigurður Sveinn Snorrason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands ræddi um rannsóknina í Bítinu í morgun. „Þessi nýjasta rannsókn, þar erum við að horfa á þetta pínulítið öðruvísi. Við tökum sömu gögnin af því við erum með mikið af gögnum um breytileika í öllum þessum genum þar sem við vorum að kanna genatjáninguna. Við spurðum, hvernig lítur þessi breytileiki út þegar við berum saman tegundirnar,“ segir Sigurður Sveinn. Álykta megi nokkuð sterklega um það að þessi aðskilnaður hafi orðið nokkuð snemma. þetta séu núna afbrigði sem séu orðin frekar skýrt afmörkuð. „Þau æxlast ekki mikið saman, og það er nú það sem við skilgreinum tegund á, að þær hætti að æxlast saman, hvort þær gætu það ef skilyrði breyttust, það vitum við ekki og þess vegna vitum við ekki hvernig úrslitin verða. Tíminn einn mun skera úr um það. Við teljum okkur samt sem áður vera að horfa á fyrstu skrefin og kannski mikilvægustu skrefin í tegundarmyndunarferlinu,“ segir Sigurður Sveinn.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Sigurð Snorra um rannsóknina í fullri lengd.
Bítið Bláskógabyggð Dýr Þingvellir Tengdar fréttir Bleikjur upp við land á Þingvöllum Alveg er það merkilegt með þessar bleikjur í Þingvallavatni að þegar veiðitíminn stendur sem hæst halda þær sig langt úti og djúpt en þegar veiðitíma er að ljúka synda þær við lappirnar á þér. 11. september 2019 10:00 Flottar sjóbleikjur í Eyjafjarðará Eyjafjarðará er ein af þeim ám norðan heiða sem geymir afar vænar sjóbleikjur og þær fara stækkandi eftir að veiðimenn fóru í auknum mæli að sleppa fiski. 22. ágúst 2019 12:00 Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Stangaveiðitímabilinu lauk 21. ágúst síðastliðinn og heildarveiðin þetta tímabilið nam 20.393 fiskum sem er svipað og undanfarin ár. 9. september 2019 08:42 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Bleikjur upp við land á Þingvöllum Alveg er það merkilegt með þessar bleikjur í Þingvallavatni að þegar veiðitíminn stendur sem hæst halda þær sig langt úti og djúpt en þegar veiðitíma er að ljúka synda þær við lappirnar á þér. 11. september 2019 10:00
Flottar sjóbleikjur í Eyjafjarðará Eyjafjarðará er ein af þeim ám norðan heiða sem geymir afar vænar sjóbleikjur og þær fara stækkandi eftir að veiðimenn fóru í auknum mæli að sleppa fiski. 22. ágúst 2019 12:00
Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Stangaveiðitímabilinu lauk 21. ágúst síðastliðinn og heildarveiðin þetta tímabilið nam 20.393 fiskum sem er svipað og undanfarin ár. 9. september 2019 08:42