Innlent

Maðurinn sem fróaði sér fyrir framan nemendur í Stakkahlíð látinn laus

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Menntavísindasvið Háskóla Íslands við Stakkahlíð.
Menntavísindasvið Háskóla Íslands við Stakkahlíð. MYND/HÁSKÓLI ÍSLANDS
Búið er að taka skýrslu af manninum sem gekk inn í kennslustofu í Stakkahlíð, húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands, í gær og fróaði sér fyrir framan nemendur. Maðurinn, sem er rétt rúmlega þrítugur, var látinn laus að lokinni skýrslutöku í gær.

Ekki náðist í lögreglu vegna málsins í gær. Bylgja Hrönn Baldursdóttir, lögreglufulltrúi hjá kynferðisafbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi maðurinn hafi verið handtekinn í Stakkahlíð.

Sjá einnig: Gekk inn í kennslustofu í Stakkahlíð og byrjaði að fróa sér fyrir framan nemendur

Vitni lýsti því því í samtali við Vísi í gær að maðurinn hefði gengið inn í kennslustofuna um tuttugu mínútum áður en kennslustund átti að hefjast. Vitnið, sem var statt inni í stofunni ásamt nokkrum kvenkyns samnemendum sínum, sagði manninn hafa lokað harkalega á eftir sér, gyrt niður um sig og „byrjað að rúnka sér“.

Innt eftir því hvort maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi segir Bylgja að ekki hefði verið tekin af honum skýrsla ef svo væri. „Sumir eru bara á slæmum stað í lífinu,“ segir Bylgja.

Rannsókn málsins er á frumstigi en næstu skref verða væntanlega að ræða frekar við vitni. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×