Lilja fundaði með danska menntamálaráðherranum um framtíð handritanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2019 22:09 Lilja Alfreðsdóttir og Ane Halsboe-Jørgensen. stjórnarráðið Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði í dag með danska menntamálaráðherranum, Ane Halsboe-Jørgensen, í Kaupmannahöfn. Þá heimsótti ráðherra einnig Árnasafn. Á fundinum lýsti Lilja yfir áhuga Íslendinga á að endurskoða skiptingu handritanna, meðal annars úr safni Árna Magnússonar en að því er fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu eru um 700 íslensk handrit enn varðveitt í Danmörku. „Ráðherrarnir sammæltust um að hefja undirbúning að stofnun samráðsnefndar um sameiginleg menningarverðmæti þjóðanna. Nefndin mun fá það verkefni að rýna og efla samstarf þjóðanna á þessu sviði, móta tillögur að framtíðarfyrirkomulagi um varðveislu þeirra handrita sem nú eru í Danmörku, huga að því hvernig þjóðirnar geti stutt hvor aðra í ræktun móðurmála á tímum alþjóðavæðingar og hvernig nýta megi sameiginlegan menningarf Íslands og Danmerkur á þeirri vegferð,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins þar sem jafnframt er haft eftir Lilju að fundurinn hafi verið uppbyggilegur. „Við áttum uppbyggilegan fund sem ég vona að beri góðan ávöxt í framtíðinni. Það hefur orðið viðhorfsbreyting á þeim tæpu 50 árum sem liðin eru frá því að fyrstu handritunum var skilað heim til Íslands – bæði hér í Danmörku og heima á Íslandi. Ég tel mikilvægt á þessum tímapunkti að við ræðum framtíð handritanna og fagna því að Danir séu reiðubúnir til viðræðna,“ segir Lilja. Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði í dag með danska menntamálaráðherranum, Ane Halsboe-Jørgensen, í Kaupmannahöfn. Þá heimsótti ráðherra einnig Árnasafn. Á fundinum lýsti Lilja yfir áhuga Íslendinga á að endurskoða skiptingu handritanna, meðal annars úr safni Árna Magnússonar en að því er fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu eru um 700 íslensk handrit enn varðveitt í Danmörku. „Ráðherrarnir sammæltust um að hefja undirbúning að stofnun samráðsnefndar um sameiginleg menningarverðmæti þjóðanna. Nefndin mun fá það verkefni að rýna og efla samstarf þjóðanna á þessu sviði, móta tillögur að framtíðarfyrirkomulagi um varðveislu þeirra handrita sem nú eru í Danmörku, huga að því hvernig þjóðirnar geti stutt hvor aðra í ræktun móðurmála á tímum alþjóðavæðingar og hvernig nýta megi sameiginlegan menningarf Íslands og Danmerkur á þeirri vegferð,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins þar sem jafnframt er haft eftir Lilju að fundurinn hafi verið uppbyggilegur. „Við áttum uppbyggilegan fund sem ég vona að beri góðan ávöxt í framtíðinni. Það hefur orðið viðhorfsbreyting á þeim tæpu 50 árum sem liðin eru frá því að fyrstu handritunum var skilað heim til Íslands – bæði hér í Danmörku og heima á Íslandi. Ég tel mikilvægt á þessum tímapunkti að við ræðum framtíð handritanna og fagna því að Danir séu reiðubúnir til viðræðna,“ segir Lilja.
Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira