Katrín fjallar um „þrálátustu meinsemd okkar tíma“ á vef CNN Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2019 13:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur #MeToo-ráðstefnu í Hörpu klukkan hálf þrjú í dag. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur kynferðisofbeldi gegn konum af erlendum uppruna á Íslandi sérstaklega til umfjöllunar í grein um #MeToo-hreyfinguna sem birtist á vef bandarísku fréttastofunnar CNN í morgun. Þá er einnig rætt við Katrínu um #MeToo á vef breska dagblaðsins Guardian í dag. Grein Katrínar á vef CNN er birt undir titlinum Gender inequality is one of the most persistent evils of our times (ísl. Kynjamisrétti er ein þrálátasta meinsemd okkar tíma). Tilefni skrifanna er alþjóðleg #MeToo-ráðstefna sem hefst í Hörpu síðdegis í dag. Katrín tekur #MeToo-hreyfinguna á Íslandi til umfjöllunar í grein sinni og rekur hvernig hreyfingin hafi einkum birst í reynslusögum kvennahópa úr hinum ýmsu stéttum samfélagsins.Sjá einnig: Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðuKatrín segir reynslusögurnar hafa knúið þjóðina til að skoða sérstaklega þá samfélagskima þar sem „menning refsileysis“ hafi fengið að grassera, sérstaklega með tilliti til kvenna af erlendum uppruna. „Fyrir mörg okkar táknuðu vitnisburðir innflytjendakvenna og kvenna úr minnihlutahópum vendipunkt. Þær lýstu stigi fjölþættrar mismununar sem flest okkar höfðu vonað að fyrirfyndist ekki á Íslandi. Þær sýndu fram á það að þrátt fyrir að Ísland hafi náð framförum á sviði kynjajafnréttis, sem hlotið hefur viðurkenningu á alþjóðavettvangi, höfum við ekki tekist nægilega vel á við sniðmengi kynja-, kynþátta- og stéttaóréttlætis.“ Þá segist Katrín staðráðin í því að ríkisstjórn hennar leggi sitt af mörkum í #MeToo-baráttunni. „Við höfum endurskoðað lög og ferli, hraðað fyrirbyggjandi aðgerðum gegn kynferðis- og kynbundnu ofbeldi og áreitni og ráðist í ítarlega skoðun á hlutverki ríkisstjórnarinnar sem vinnuveitanda.“ Grein Katrínar má lesa í heild hér.Fyrir konurnar sem gátu ekki rofið þögnina Þá er rætt við Katrínu um áðurnefnda ráðstefnu í breska dagblaðinu Guardian. Þar segir Katrín að #MeToo-hreyfingin hafi svipt hulunni af kynferðislegri og kynbundinni áreitni sem konur í öllum samfélögum og heimshornum hafi orðið fyrir. „Við skuldum öllum þessum konum, konunum sem gátu ekki rofið þögnina og komandi kynslóðum, að setja málaflokkinn á stefnuskrár og knýja fram breytingar.“ Ráðstefnan verður sett klukkan hálf þrjú í Hörpu í dag og stendur yfir næstu tvo dag. Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að #MeToo-bylgjan hófst þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Yfir 800 manns hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnunni og er hún því með stærri ráðstefnum um #MeToo sem haldin hefur verið. Um áttatíu fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnunni úr röðum fræðafólks, aktívista, stjórnmálamanna og sérfræðinga. MeToo Tengdar fréttir Leiða saman ólíka hópa á #metoo-ráðstefnu í Hörpu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. 17. september 2019 11:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur kynferðisofbeldi gegn konum af erlendum uppruna á Íslandi sérstaklega til umfjöllunar í grein um #MeToo-hreyfinguna sem birtist á vef bandarísku fréttastofunnar CNN í morgun. Þá er einnig rætt við Katrínu um #MeToo á vef breska dagblaðsins Guardian í dag. Grein Katrínar á vef CNN er birt undir titlinum Gender inequality is one of the most persistent evils of our times (ísl. Kynjamisrétti er ein þrálátasta meinsemd okkar tíma). Tilefni skrifanna er alþjóðleg #MeToo-ráðstefna sem hefst í Hörpu síðdegis í dag. Katrín tekur #MeToo-hreyfinguna á Íslandi til umfjöllunar í grein sinni og rekur hvernig hreyfingin hafi einkum birst í reynslusögum kvennahópa úr hinum ýmsu stéttum samfélagsins.Sjá einnig: Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðuKatrín segir reynslusögurnar hafa knúið þjóðina til að skoða sérstaklega þá samfélagskima þar sem „menning refsileysis“ hafi fengið að grassera, sérstaklega með tilliti til kvenna af erlendum uppruna. „Fyrir mörg okkar táknuðu vitnisburðir innflytjendakvenna og kvenna úr minnihlutahópum vendipunkt. Þær lýstu stigi fjölþættrar mismununar sem flest okkar höfðu vonað að fyrirfyndist ekki á Íslandi. Þær sýndu fram á það að þrátt fyrir að Ísland hafi náð framförum á sviði kynjajafnréttis, sem hlotið hefur viðurkenningu á alþjóðavettvangi, höfum við ekki tekist nægilega vel á við sniðmengi kynja-, kynþátta- og stéttaóréttlætis.“ Þá segist Katrín staðráðin í því að ríkisstjórn hennar leggi sitt af mörkum í #MeToo-baráttunni. „Við höfum endurskoðað lög og ferli, hraðað fyrirbyggjandi aðgerðum gegn kynferðis- og kynbundnu ofbeldi og áreitni og ráðist í ítarlega skoðun á hlutverki ríkisstjórnarinnar sem vinnuveitanda.“ Grein Katrínar má lesa í heild hér.Fyrir konurnar sem gátu ekki rofið þögnina Þá er rætt við Katrínu um áðurnefnda ráðstefnu í breska dagblaðinu Guardian. Þar segir Katrín að #MeToo-hreyfingin hafi svipt hulunni af kynferðislegri og kynbundinni áreitni sem konur í öllum samfélögum og heimshornum hafi orðið fyrir. „Við skuldum öllum þessum konum, konunum sem gátu ekki rofið þögnina og komandi kynslóðum, að setja málaflokkinn á stefnuskrár og knýja fram breytingar.“ Ráðstefnan verður sett klukkan hálf þrjú í Hörpu í dag og stendur yfir næstu tvo dag. Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að #MeToo-bylgjan hófst þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Yfir 800 manns hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnunni og er hún því með stærri ráðstefnum um #MeToo sem haldin hefur verið. Um áttatíu fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnunni úr röðum fræðafólks, aktívista, stjórnmálamanna og sérfræðinga.
MeToo Tengdar fréttir Leiða saman ólíka hópa á #metoo-ráðstefnu í Hörpu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. 17. september 2019 11:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Leiða saman ólíka hópa á #metoo-ráðstefnu í Hörpu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. 17. september 2019 11:24