Sprengdi sig í loft upp á kosningafundi forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2019 10:21 Ashraf Ghani, forseti Afganistan. Vísir/AP Minnst 24 eru látnir og 31 særður eftir að maður á mótorhjóli sprengdi sig í loft upp á kosningafundi Ashraf Ghani, forseta Afganistan, í norðurhluta landsins í morgun. Margir hinna látnu og særðu eru konur og börn en forsetinn sjálfur, sem var á staðnum, sakaði ekki. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á kosningafundinum en Talibanar hafa lýst því yfir að kjörstaðir og viðburðir sem tengjast forsetakosningum Afganistan, sem fara fram þann 28. september, séu skotmörk þeirra, samkvæmt AP fréttaveitunni.Árásarmaðurinn er sagður hafa keyrt mótorhjóli sínu inn í inngang hússins þar sem kosningafundur Ghani fór fram og þar sprengdi hann sig í loft upp. Skömmu síðar sprakk sprengja nærri sendiráði Bandaríkjanna í Kabúl. Upplýsingar um mögulegt mannfall þar liggja ekki fyrir. Kosningabaráttan í Afganistan hófst aftur á nýjan leik í síðustu viku en henni var frestað vegna viðræðna á milli Bandaríkjanna og Talibana. Samningamaður Bandaríkjanna hafði lýst því yfir að samkomulag hefði í raun náðst og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti eingöngu eftir að skrifa undir það. Trump kom svo öllum á óvart í síðustu viku þegar hann lýsti því yfir að hann hefði boðið erindrekum Talibana til Bandaríkjanna á fund sinn en hann hefði hætt við fundinn og slitið viðræðunum vegna árása Talibana á bandaríska hermenn.Sjá einnig: Hætti við leynilega heimsókn Talibana til BandaríkjannaÍ kjölfar þess að friðarviðræðunum var slitið hafa embættismenn og íbúar í Afganistan búið sig undir fjölgun árása þar í landi. Talibanar hafa mótmælt forsetakosningunum og hafa ekki viljað samþykkja vopnahlé. Friðarviðræður á milli Bandaríkjanna og Talibana hafa staðið yfir um nokkuð skeið og hefur ríkisstjórn Afganistan að mestu verið haldið frá þeim, að beiðni Talibana. Á þeim tíma hefur ekkert lát verið á mannskæðum árásum Talibana og hefur mannfall meðal almennra borgara verið mikið. Markmið árása Talibana hefur verið að styrkja stöðu þeirra í viðræðunum en þeir stjórna í raun stórum hluta Afganistan. Yfirráðasvæði þeirra hefur ekki verið svo umfangsmikið síðan fyrir innrás Bandaríkjanna. Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York í þann 11. september 2001. Talibanar, sem þá stjórnuðu Afganistan, studdu við bakið á al-Qaeda með fjármagni, þjálfun og vopnum. Það hefur þegar vakið mikla athygli að Trump hafi ætlað að taka á móti fulltrúum Talibana í Bandaríkjunum svo skammt frá afmæli árásanna. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Minnst 24 eru látnir og 31 særður eftir að maður á mótorhjóli sprengdi sig í loft upp á kosningafundi Ashraf Ghani, forseta Afganistan, í norðurhluta landsins í morgun. Margir hinna látnu og særðu eru konur og börn en forsetinn sjálfur, sem var á staðnum, sakaði ekki. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á kosningafundinum en Talibanar hafa lýst því yfir að kjörstaðir og viðburðir sem tengjast forsetakosningum Afganistan, sem fara fram þann 28. september, séu skotmörk þeirra, samkvæmt AP fréttaveitunni.Árásarmaðurinn er sagður hafa keyrt mótorhjóli sínu inn í inngang hússins þar sem kosningafundur Ghani fór fram og þar sprengdi hann sig í loft upp. Skömmu síðar sprakk sprengja nærri sendiráði Bandaríkjanna í Kabúl. Upplýsingar um mögulegt mannfall þar liggja ekki fyrir. Kosningabaráttan í Afganistan hófst aftur á nýjan leik í síðustu viku en henni var frestað vegna viðræðna á milli Bandaríkjanna og Talibana. Samningamaður Bandaríkjanna hafði lýst því yfir að samkomulag hefði í raun náðst og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti eingöngu eftir að skrifa undir það. Trump kom svo öllum á óvart í síðustu viku þegar hann lýsti því yfir að hann hefði boðið erindrekum Talibana til Bandaríkjanna á fund sinn en hann hefði hætt við fundinn og slitið viðræðunum vegna árása Talibana á bandaríska hermenn.Sjá einnig: Hætti við leynilega heimsókn Talibana til BandaríkjannaÍ kjölfar þess að friðarviðræðunum var slitið hafa embættismenn og íbúar í Afganistan búið sig undir fjölgun árása þar í landi. Talibanar hafa mótmælt forsetakosningunum og hafa ekki viljað samþykkja vopnahlé. Friðarviðræður á milli Bandaríkjanna og Talibana hafa staðið yfir um nokkuð skeið og hefur ríkisstjórn Afganistan að mestu verið haldið frá þeim, að beiðni Talibana. Á þeim tíma hefur ekkert lát verið á mannskæðum árásum Talibana og hefur mannfall meðal almennra borgara verið mikið. Markmið árása Talibana hefur verið að styrkja stöðu þeirra í viðræðunum en þeir stjórna í raun stórum hluta Afganistan. Yfirráðasvæði þeirra hefur ekki verið svo umfangsmikið síðan fyrir innrás Bandaríkjanna. Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York í þann 11. september 2001. Talibanar, sem þá stjórnuðu Afganistan, studdu við bakið á al-Qaeda með fjármagni, þjálfun og vopnum. Það hefur þegar vakið mikla athygli að Trump hafi ætlað að taka á móti fulltrúum Talibana í Bandaríkjunum svo skammt frá afmæli árásanna.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira