Fundi umhverfis- og samgöngunefndar frestað í skyndi vegna óvæntrar uppástungu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2019 10:16 Frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar í febrúar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er lengst til vinstri og samflokksmaður hans Karl Gauti Hjaltason er lengst til hægri. Vísir/vilhelm Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. Kjósa átti nýjan formann nefndarinnar í dag, sem samkomulag er um að verði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins. Fundinum var hins vegar frestað í skyndi eftir að áheyrnarfulltrúi Pírata í nefndinni stakk upp á Karli Gauta Hjaltasyni samflokksmanni Bergþórs í formannssætið. RÚV greindi fyrst frá. Formannsstaða Bergþórs í nefndinni hefur verið afar umdeild. Eftir að Klausturmálið svokallaða kom upp sagði Bergþór tímabundið af sér formennsku. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar tók við formennskunni.Sjá einnig: Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Karl Gauti segir í samtali við Vísi að fundinum í morgun hafi tvívegis verið frestað, í fyrra skiptið eftir að fulltrúi Viðreisnar í umhverfis og samgöngunefnd bar formlega upp tillögu Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata og áheyrnarfulltrúa í nefndinni, um að Karl Gauti tæki við formennsku í stað Bergþórs. Karl Gauti segir að uppástungan hafi komið flatt upp á sig. „Ég hafði ekki einu sinni tíma til að hafna þessu. Ég mun hafna þessu. Ég er ekki á leiðinni að vera formaður nefndarinnar. Miðflokkurinn hefur kandídat í þetta.“ Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar frestaði fundinum eftir að tillaga Björns Levís var borin upp. Fundurinn var settur aftur í skamma stund en þá var óskað eftir því að meirihlutinn kæmi saman á fundi vegna málsins. Fundi umhverfis- og samgöngunefndar var þá slitið. Karl Gauti kveðst ekki viss um næstu skref. Hann ítrekar þó að samkvæmt samkomulagi eigi Miðflokkurinn tilkall til formennsku í nefndinni. „Nú er þetta meirihlutinn sem fundar um þetta mál þannig að ég hef ekki hugmynd um hvað þeir eru að spá. En minnihlutinn á þessar formennskur, ein formennskan kom í hlut Miðflokksins og þarna er búið að stinga upp á Bergþóri Ólasyni.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15 Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. 11. september 2019 13:23 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. Kjósa átti nýjan formann nefndarinnar í dag, sem samkomulag er um að verði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins. Fundinum var hins vegar frestað í skyndi eftir að áheyrnarfulltrúi Pírata í nefndinni stakk upp á Karli Gauta Hjaltasyni samflokksmanni Bergþórs í formannssætið. RÚV greindi fyrst frá. Formannsstaða Bergþórs í nefndinni hefur verið afar umdeild. Eftir að Klausturmálið svokallaða kom upp sagði Bergþór tímabundið af sér formennsku. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar tók við formennskunni.Sjá einnig: Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Karl Gauti segir í samtali við Vísi að fundinum í morgun hafi tvívegis verið frestað, í fyrra skiptið eftir að fulltrúi Viðreisnar í umhverfis og samgöngunefnd bar formlega upp tillögu Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata og áheyrnarfulltrúa í nefndinni, um að Karl Gauti tæki við formennsku í stað Bergþórs. Karl Gauti segir að uppástungan hafi komið flatt upp á sig. „Ég hafði ekki einu sinni tíma til að hafna þessu. Ég mun hafna þessu. Ég er ekki á leiðinni að vera formaður nefndarinnar. Miðflokkurinn hefur kandídat í þetta.“ Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar frestaði fundinum eftir að tillaga Björns Levís var borin upp. Fundurinn var settur aftur í skamma stund en þá var óskað eftir því að meirihlutinn kæmi saman á fundi vegna málsins. Fundi umhverfis- og samgöngunefndar var þá slitið. Karl Gauti kveðst ekki viss um næstu skref. Hann ítrekar þó að samkvæmt samkomulagi eigi Miðflokkurinn tilkall til formennsku í nefndinni. „Nú er þetta meirihlutinn sem fundar um þetta mál þannig að ég hef ekki hugmynd um hvað þeir eru að spá. En minnihlutinn á þessar formennskur, ein formennskan kom í hlut Miðflokksins og þarna er búið að stinga upp á Bergþóri Ólasyni.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15 Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. 11. september 2019 13:23 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00
Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15
Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. 11. september 2019 13:23