Vonbrigði og hægagangur einkenna kjaraviðræðurnar Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. september 2019 06:45 Kjarasamningar á opinbera markaðnum hafa nú verið lausir frá byrjun apríl. Mjög hægur gangur hefur verið í viðræðunum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Við samþykktum að taka frí frá viðræðum í sumar með því fororði að þá yrði þetta tekið föstum tökum. Það hefur því miður ekki gerst sem eru þvílík vonbrigði að það hálfa væri nóg,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, um stöðuna í viðræðunum. Samningar á opinbera markaðnum hafa nú verið lausir frá byrjun apríl. Í lok júní var svo samið um viðræðuhlé fram í miðjan ágúst og samþykktu ríki og sveitarfélög að greiða starfsmönnum sínum eingreiðslu vegna þess hve gerð samninga hafði tafist. Samninganefnd Sameykis á í viðræðum við ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga.Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.„Það eru allir að kvarta undan þessu seinlæti okkar viðsemjenda. Þeir eiga nú ekki mikið inni hjá okkur áður en við förum eitthvað að beita okkur. Ég geri fastlega ráð fyrir að við sjáum til hvernig gengur í þessari viku og byrjun næstu,“ segir Árni Stefán. Fari hlutirnir ekki að skýrast og gangur að komast í viðræðurnar þurfi að fara að huga að einhverju öðru. „Þá þyrfti að vísa til ríkissáttasemjara svo við hefðum þá möguleikann á að fara eitthvað lengra. Við förum ekki í neinar aðgerðir nema að vera búin að vísa til ríkissáttasemjara.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tekur í svipaðan streng og Árni Stefán og segir viðræður ganga afar hægt. „Það komst aðeins hreyfing á málin eftir sumarleyfi. En það er í rauninni ekki farið að móta fyrir neinum alvöru samningaviðræðum,“ segir Þórunn. Ýmsar hugmyndir séu á borðinu af beggja hálfu sem ræddar hafi verið fram og til baka. Þórunn segist binda vonir við tillögur starfshóps sem leitað hefur að leiðum til að létta endurgreiðslubyrði námslána. „Sá hópur er að klára og tillögurnar eru um það bil að lenda hjá forsætisráðherra.“Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að því miður hafi lítið þokast í viðræðum um stóru málin eins og styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli almenna og opinberu markaðanna. „Það er að taka mun lengri tíma en nokkur gerði ráð fyrir og ennþá nokkuð langt á milli okkar. Við upplifum það svolítið þannig að við stöndum á sama stað,“ segir hún. Sonja segir BSRB leggja mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar verði innleidd án launaskerðingar og vísar í góða reynslu af tilraunaverkefnum. Áfram verður fundað í vikunni en á næsta föstudag munu samninganefndir BSRB hittast og fara yfir stöðuna. „Maður finnur það að okkar félagsmenn eru ekki ánægðir með þessa framvindu og vilja fara að sjá einhverja niðurstöðu. Ef ekkert breytist í viðræðunum í þessari viku þá þurfum við að fara að hugsa hvort við setjum ekki viðræðurnar í einhvern annan farveg til að reyna að þoka þessu áfram.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
„Við samþykktum að taka frí frá viðræðum í sumar með því fororði að þá yrði þetta tekið föstum tökum. Það hefur því miður ekki gerst sem eru þvílík vonbrigði að það hálfa væri nóg,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, um stöðuna í viðræðunum. Samningar á opinbera markaðnum hafa nú verið lausir frá byrjun apríl. Í lok júní var svo samið um viðræðuhlé fram í miðjan ágúst og samþykktu ríki og sveitarfélög að greiða starfsmönnum sínum eingreiðslu vegna þess hve gerð samninga hafði tafist. Samninganefnd Sameykis á í viðræðum við ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga.Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.„Það eru allir að kvarta undan þessu seinlæti okkar viðsemjenda. Þeir eiga nú ekki mikið inni hjá okkur áður en við förum eitthvað að beita okkur. Ég geri fastlega ráð fyrir að við sjáum til hvernig gengur í þessari viku og byrjun næstu,“ segir Árni Stefán. Fari hlutirnir ekki að skýrast og gangur að komast í viðræðurnar þurfi að fara að huga að einhverju öðru. „Þá þyrfti að vísa til ríkissáttasemjara svo við hefðum þá möguleikann á að fara eitthvað lengra. Við förum ekki í neinar aðgerðir nema að vera búin að vísa til ríkissáttasemjara.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tekur í svipaðan streng og Árni Stefán og segir viðræður ganga afar hægt. „Það komst aðeins hreyfing á málin eftir sumarleyfi. En það er í rauninni ekki farið að móta fyrir neinum alvöru samningaviðræðum,“ segir Þórunn. Ýmsar hugmyndir séu á borðinu af beggja hálfu sem ræddar hafi verið fram og til baka. Þórunn segist binda vonir við tillögur starfshóps sem leitað hefur að leiðum til að létta endurgreiðslubyrði námslána. „Sá hópur er að klára og tillögurnar eru um það bil að lenda hjá forsætisráðherra.“Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að því miður hafi lítið þokast í viðræðum um stóru málin eins og styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli almenna og opinberu markaðanna. „Það er að taka mun lengri tíma en nokkur gerði ráð fyrir og ennþá nokkuð langt á milli okkar. Við upplifum það svolítið þannig að við stöndum á sama stað,“ segir hún. Sonja segir BSRB leggja mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar verði innleidd án launaskerðingar og vísar í góða reynslu af tilraunaverkefnum. Áfram verður fundað í vikunni en á næsta föstudag munu samninganefndir BSRB hittast og fara yfir stöðuna. „Maður finnur það að okkar félagsmenn eru ekki ánægðir með þessa framvindu og vilja fara að sjá einhverja niðurstöðu. Ef ekkert breytist í viðræðunum í þessari viku þá þurfum við að fara að hugsa hvort við setjum ekki viðræðurnar í einhvern annan farveg til að reyna að þoka þessu áfram.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira