Seinfeld færist yfir á Netflix Andri Eysteinsson skrifar 16. september 2019 21:13 Jerry Seinfeld, aðalleikari og höfundur Seinfeld þáttanna. EPA/Mark Terill Streymisveitan Netflix tilkynnti fyrr í dag að gamanþættirnir Seinfeld, þættirnir sem fjölluðu um ekki neitt, séu væntanlegir á streymisveituna árið 2021. Allir 180 þættirnir með þeim Jerry, Elaine, George og Kramer verða í boði á Netflix en samningur Seinfeld við streymisveituna Hulu rennur úr 2021.„Seinfeld eru gamanþættirnir sem allir þættir eru bornir saman við. Þættirnir eru jafn ferskir og fyndnir og þeir voru á tíunda áratugnum. Við getum ekki beðið eftir því að bjóða þau Jerry, George, Elaine og Kramer velkomin á Netflix, sagði Ted Sarandos yfirmaður hjá Netflix í yfirlýsingu.Seinfeld hófu göngu sína árið 1989 en gerðar voru 9 þáttaraðir sem sýndar voru til 1998. Höfundar þáttanna voru þeir Larry David og Jerry Seinfeld, sem lék titilhlutverkið. Auk Seinfeld voru þau Jason Alexander, sem George Costanza, Julia Louis-Dreyfus, sem Elaine Benes, og Michael Richards, sem Cosmo Kramer, í aðalhlutverkum.Jerry &Elaine &George &Kramer &Netflix All 180 episodes of the Emmy-Award winning Seinfeld are coming to Netflix — worldwide! — starting in 2021 pic.twitter.com/tLvcCKH4vl— Netflix US (@netflix) September 16, 2019 Netflix Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Streymisveitan Netflix tilkynnti fyrr í dag að gamanþættirnir Seinfeld, þættirnir sem fjölluðu um ekki neitt, séu væntanlegir á streymisveituna árið 2021. Allir 180 þættirnir með þeim Jerry, Elaine, George og Kramer verða í boði á Netflix en samningur Seinfeld við streymisveituna Hulu rennur úr 2021.„Seinfeld eru gamanþættirnir sem allir þættir eru bornir saman við. Þættirnir eru jafn ferskir og fyndnir og þeir voru á tíunda áratugnum. Við getum ekki beðið eftir því að bjóða þau Jerry, George, Elaine og Kramer velkomin á Netflix, sagði Ted Sarandos yfirmaður hjá Netflix í yfirlýsingu.Seinfeld hófu göngu sína árið 1989 en gerðar voru 9 þáttaraðir sem sýndar voru til 1998. Höfundar þáttanna voru þeir Larry David og Jerry Seinfeld, sem lék titilhlutverkið. Auk Seinfeld voru þau Jason Alexander, sem George Costanza, Julia Louis-Dreyfus, sem Elaine Benes, og Michael Richards, sem Cosmo Kramer, í aðalhlutverkum.Jerry &Elaine &George &Kramer &Netflix All 180 episodes of the Emmy-Award winning Seinfeld are coming to Netflix — worldwide! — starting in 2021 pic.twitter.com/tLvcCKH4vl— Netflix US (@netflix) September 16, 2019
Netflix Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira