Grunaður kortaþjófur handtekinn á leið til Amsterdam og settur í varðhald Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2019 19:17 Alls eru þrír menn grunaðir í málinu. Vísir/Vilhelm/Getty/Kenishirotie Rúmenskur maður sem handtekinn var fyrr í mánuðinum ásamt tveimur samlöndum sínum, grunaður um greiðslukortaþjófnað hér á landi í september í fyrra, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. október næstkomandi. Hefur Landsréttur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis.Vísir greindi fyrst frá handtöku mannanna þann 8. september, tveimur dögum eftir að þeir voru handteknir, grunaðir um kortaþjófnaðinn. Kom þá fram að talið væri að mennirnir hefðu stolið íslenskum kortum með kerfisbundnum hætti og tekið út háar fjárhæðir úr hraðbönkum hérlendis með kortunum. Voru þeir handteknir þegar þeir komu aftur til landsins og talið mögulegt að þeir hefðu snúið aftur í sömu erindagjörðum. Mönnunum þremur var sleppt daginn eftir að þeir voru handteknir en gert að mæta á lögreglustöð og tilkynna sig þrisvar í viku. Maðurinn sem nú hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald reyndi hins vegar að komast úr landi fjórum dögum eftir að hann var handtekinn, eða þann 10. september. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að þann dag hafi lögregla fengið tilkynningu um að maðurinn væri á leið úr landi með flugvél Icelandair til Amsterdam. Hafi maðurinn verið handtekinn á Keflavíkurflugvelli í þann mund sem hann var að gera sig líklegan til að fara um borð í vélina. Taldi lögreglan að með hliðsjón af því að maðurinn reyndi að komast úr landi væri nauðsynlegt að láta hann sæta gæsluvarðhaldi á meðan málið væri til meðferðar og tryggja þannig nærveru mannsins svo hægt væri að ljúka málum hans. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að maðurinn hafi játað þau brot sem hann er grunaður um en þjófnaðurinn nemur alls um 1,2 milljónum króna. Lögreglumál Tengdar fréttir Erlendir kortaþjófar sem komust úr landi voru handteknir við endurkomu sína til Íslands Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. 8. september 2019 16:50 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Rúmenskur maður sem handtekinn var fyrr í mánuðinum ásamt tveimur samlöndum sínum, grunaður um greiðslukortaþjófnað hér á landi í september í fyrra, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. október næstkomandi. Hefur Landsréttur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis.Vísir greindi fyrst frá handtöku mannanna þann 8. september, tveimur dögum eftir að þeir voru handteknir, grunaðir um kortaþjófnaðinn. Kom þá fram að talið væri að mennirnir hefðu stolið íslenskum kortum með kerfisbundnum hætti og tekið út háar fjárhæðir úr hraðbönkum hérlendis með kortunum. Voru þeir handteknir þegar þeir komu aftur til landsins og talið mögulegt að þeir hefðu snúið aftur í sömu erindagjörðum. Mönnunum þremur var sleppt daginn eftir að þeir voru handteknir en gert að mæta á lögreglustöð og tilkynna sig þrisvar í viku. Maðurinn sem nú hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald reyndi hins vegar að komast úr landi fjórum dögum eftir að hann var handtekinn, eða þann 10. september. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að þann dag hafi lögregla fengið tilkynningu um að maðurinn væri á leið úr landi með flugvél Icelandair til Amsterdam. Hafi maðurinn verið handtekinn á Keflavíkurflugvelli í þann mund sem hann var að gera sig líklegan til að fara um borð í vélina. Taldi lögreglan að með hliðsjón af því að maðurinn reyndi að komast úr landi væri nauðsynlegt að láta hann sæta gæsluvarðhaldi á meðan málið væri til meðferðar og tryggja þannig nærveru mannsins svo hægt væri að ljúka málum hans. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að maðurinn hafi játað þau brot sem hann er grunaður um en þjófnaðurinn nemur alls um 1,2 milljónum króna.
Lögreglumál Tengdar fréttir Erlendir kortaþjófar sem komust úr landi voru handteknir við endurkomu sína til Íslands Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. 8. september 2019 16:50 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Erlendir kortaþjófar sem komust úr landi voru handteknir við endurkomu sína til Íslands Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. 8. september 2019 16:50