Schengen Davíð Stefánsson skrifar 16. september 2019 07:00 Líkt og var með þriðja orkupakkann á sínum tíma er hætt við vaxandi undiröldu gegn aðild Íslands að Schengen-samstarfinu. Nýleg orðræða talsmanna lýðhylli í greinaskrifum og í útvarpi lýsir efasemdum og jafnvel andstöðu gegn samstarfinu. Það er því full þörf á staðfestu og varðstöðu stjórnmálamanna um þetta mikilvæga mál. Schengen-samstarfið, sem tók gildi með samningi 2001, er samstarf Evrópuríkja á sviði landamæraeftirlits og löggæslu sem byggir á Schengen-samningnum. Markmiðið er að auðvelda ferðir fólks innan Evrópu og tryggja öryggi borgaranna með samvinnu. Norðurlöndin fimm ákváðu árið 1996 að taka þátt í samstarfinu enda höfðu þau í áratugi leyst ríkisborgara annarra Norðurlanda undan skyldu til að hafa í höndum vegabréf og dvalarleyfi við dvöl í öðru norrænu landi en heimalandinu. Norræna vegabréfasambandið féll að vissu leyti inn í Schengen-samstarf Evrópusambandsins. Schengen-samstarfið felst í grundvallaratriðum í tvennu. Annars vegar afnámi vegabréfaskoðunar á innri landamærum þátttökuríkjanna og hins vegar mótvægisaðgerðum, sem felast einkum í samræmdum reglum um eftirlit á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Reglur um vegabréfsáritanir hafa verið samræmdar þannig að áritun í einu aðildarríki gildir í þeim öllum. Þá er samvinna lögreglu ríkjanna í baráttu gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi auðvelduð með rekstri sameiginlegs upplýsingakerfis sem geymir upplýsingar um eftirlýsta einstaklinga og framsalsbeiðnir. Að auki hefur Ísland, í gegnum Schengen-samstarfið, aðild að Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex). Flugvélar og varðskip Landhelgisgæslunnar hafa tekið þátt í verkefnum Frontex í áraraðir. Talsmenn lýðhylli víða um Evrópu eru óþreytandi að benda á þær fordæmalausu áskoranir sem Schengen-samstarfið hefur sætt síðustu ár vegna fjölgunar flóttamanna og vegna aukinnar öryggisógnar frá hryðjuverkaárásum. En þessar áskoranir eru ekki rök gegn samvinnu. Þvert á móti sýna þær fram á nauðsyn alþjóðasamvinnu, ekki síst fyrir smærri þjóðir. Áskoranirnar felast einnig í fjölgun ferðamanna. Sú þróun kallar á upplýsingar til að tryggja öryggi. Það er galið að ætla að Íslendingar geti sinnt eftirliti einir og sér óháð samvinnu við aðra. Miðlun upplýsinga og virk alþjóðasamvinna lögreglu er okkur nauðsyn. Það fæst með Schengen-samstarfinu. Það þýðir þó ekki að samstarfið eða upplýsingakerfi þess sé hafið yfir gagnrýni. Ör þróun í upplýsingatækni og alþjóðaáskoranir kalla á sífellt endurmat og aðlögun. Í þeirri þingmálaskrá sem liggur fyrir 150. löggjafarþingi hefur dómsmálaráðherra listað nokkur mál tengd Schengen-samstarfinu. Þar á meðal að breyta á lögum um Schengen-upplýsingakerfið og kynna útgáfu og notkun nafnskírteina sem jafnframt væru ferðaskilríki á Schengen-svæðinu. Það er mikilvægt að nýr ráðherra dómsmála sendi skýr skilaboð um stuðning við Schengen-samstarfið. Þannig stendur hún vörð um íslenska hagsmuni og öryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Líkt og var með þriðja orkupakkann á sínum tíma er hætt við vaxandi undiröldu gegn aðild Íslands að Schengen-samstarfinu. Nýleg orðræða talsmanna lýðhylli í greinaskrifum og í útvarpi lýsir efasemdum og jafnvel andstöðu gegn samstarfinu. Það er því full þörf á staðfestu og varðstöðu stjórnmálamanna um þetta mikilvæga mál. Schengen-samstarfið, sem tók gildi með samningi 2001, er samstarf Evrópuríkja á sviði landamæraeftirlits og löggæslu sem byggir á Schengen-samningnum. Markmiðið er að auðvelda ferðir fólks innan Evrópu og tryggja öryggi borgaranna með samvinnu. Norðurlöndin fimm ákváðu árið 1996 að taka þátt í samstarfinu enda höfðu þau í áratugi leyst ríkisborgara annarra Norðurlanda undan skyldu til að hafa í höndum vegabréf og dvalarleyfi við dvöl í öðru norrænu landi en heimalandinu. Norræna vegabréfasambandið féll að vissu leyti inn í Schengen-samstarf Evrópusambandsins. Schengen-samstarfið felst í grundvallaratriðum í tvennu. Annars vegar afnámi vegabréfaskoðunar á innri landamærum þátttökuríkjanna og hins vegar mótvægisaðgerðum, sem felast einkum í samræmdum reglum um eftirlit á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Reglur um vegabréfsáritanir hafa verið samræmdar þannig að áritun í einu aðildarríki gildir í þeim öllum. Þá er samvinna lögreglu ríkjanna í baráttu gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi auðvelduð með rekstri sameiginlegs upplýsingakerfis sem geymir upplýsingar um eftirlýsta einstaklinga og framsalsbeiðnir. Að auki hefur Ísland, í gegnum Schengen-samstarfið, aðild að Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex). Flugvélar og varðskip Landhelgisgæslunnar hafa tekið þátt í verkefnum Frontex í áraraðir. Talsmenn lýðhylli víða um Evrópu eru óþreytandi að benda á þær fordæmalausu áskoranir sem Schengen-samstarfið hefur sætt síðustu ár vegna fjölgunar flóttamanna og vegna aukinnar öryggisógnar frá hryðjuverkaárásum. En þessar áskoranir eru ekki rök gegn samvinnu. Þvert á móti sýna þær fram á nauðsyn alþjóðasamvinnu, ekki síst fyrir smærri þjóðir. Áskoranirnar felast einnig í fjölgun ferðamanna. Sú þróun kallar á upplýsingar til að tryggja öryggi. Það er galið að ætla að Íslendingar geti sinnt eftirliti einir og sér óháð samvinnu við aðra. Miðlun upplýsinga og virk alþjóðasamvinna lögreglu er okkur nauðsyn. Það fæst með Schengen-samstarfinu. Það þýðir þó ekki að samstarfið eða upplýsingakerfi þess sé hafið yfir gagnrýni. Ör þróun í upplýsingatækni og alþjóðaáskoranir kalla á sífellt endurmat og aðlögun. Í þeirri þingmálaskrá sem liggur fyrir 150. löggjafarþingi hefur dómsmálaráðherra listað nokkur mál tengd Schengen-samstarfinu. Þar á meðal að breyta á lögum um Schengen-upplýsingakerfið og kynna útgáfu og notkun nafnskírteina sem jafnframt væru ferðaskilríki á Schengen-svæðinu. Það er mikilvægt að nýr ráðherra dómsmála sendi skýr skilaboð um stuðning við Schengen-samstarfið. Þannig stendur hún vörð um íslenska hagsmuni og öryggi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun