Jökull segir Rolling Stones hafa gengið á eftir Kaleo Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2019 20:05 Jökull er söngvari Kaleo. Vísir/Getty Íslenska stórhljómsveitin Kaleo vinnur nú að nýrri plötu eftir vel heppnað ferðalag um Bandaríkin með rokkgoðsögnunum í Rolling Stones. Í nýlegu viðtali við Albumm.is greinir Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo, frá því að Stones hafi í þó nokkurn tíma gengið á eftir því að fá Kaleo í ferðalagið með sér. „Mick var búinn að ganga á eftir því að fá okkur til að opna tónleikana en ég hafði neitað nokkrum sinnum, því það er heilmikill pakki og umstang í kringum hverja tónleika og ég var að reyna að vinna að nýju plötunni, hafði einangrað mig í stúdíói að mestu leyti síðasta árið til að gera það. En þegar hann hafði samband í fjórða skiptið gaf ég eftir og samþykkti að spila á tvennum tónleikum,“ segir Jökull í samtali við Albumm. Hann útskýrir síðan að Kaleo hafi fyrir tveimur árum spilað með Stones í Evrópu og segir gaman að hafa fengið tækifæri til að gera slíkt hið sama í Bandaríkjunum. Í viðtalinu fer Jökull um víðan völl og segir meðal annars að meðlimir stórsveitarinnar séu í góðu formi miðað við aldur og fyrri störf. Eins segir hann að það kæmi honum lítið á óvart ef hann sæ sveitina halda áfram að ferðast um heiminn og spila. Aðspurður segist Jökull vera meira Bítlamaður en Stones aðdáandi. Hann játar þó fúslega að Stones séu meðal stærstu rokksveita allra tíma og segir það forréttindi að fá að taka þátt í verkefnum þeirra. Kaleo vinnur nú að nýrri plötu sem væntanleg er á næsta ári. Eins og flestum Íslendingum kann að vera ljóst hefur sveitin farið mikla sigurför um heiminn á síðustu árum. Sveitin var stofnuð árið 2012 og samanstendur af þeim Jökli, Davíð Antonssyni, Daníel Kristjánssyni, Rubin Pollock og Þorleifi Gauki Davíðssyni. Bandaríkin Kaleo Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Íslenska stórhljómsveitin Kaleo vinnur nú að nýrri plötu eftir vel heppnað ferðalag um Bandaríkin með rokkgoðsögnunum í Rolling Stones. Í nýlegu viðtali við Albumm.is greinir Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo, frá því að Stones hafi í þó nokkurn tíma gengið á eftir því að fá Kaleo í ferðalagið með sér. „Mick var búinn að ganga á eftir því að fá okkur til að opna tónleikana en ég hafði neitað nokkrum sinnum, því það er heilmikill pakki og umstang í kringum hverja tónleika og ég var að reyna að vinna að nýju plötunni, hafði einangrað mig í stúdíói að mestu leyti síðasta árið til að gera það. En þegar hann hafði samband í fjórða skiptið gaf ég eftir og samþykkti að spila á tvennum tónleikum,“ segir Jökull í samtali við Albumm. Hann útskýrir síðan að Kaleo hafi fyrir tveimur árum spilað með Stones í Evrópu og segir gaman að hafa fengið tækifæri til að gera slíkt hið sama í Bandaríkjunum. Í viðtalinu fer Jökull um víðan völl og segir meðal annars að meðlimir stórsveitarinnar séu í góðu formi miðað við aldur og fyrri störf. Eins segir hann að það kæmi honum lítið á óvart ef hann sæ sveitina halda áfram að ferðast um heiminn og spila. Aðspurður segist Jökull vera meira Bítlamaður en Stones aðdáandi. Hann játar þó fúslega að Stones séu meðal stærstu rokksveita allra tíma og segir það forréttindi að fá að taka þátt í verkefnum þeirra. Kaleo vinnur nú að nýrri plötu sem væntanleg er á næsta ári. Eins og flestum Íslendingum kann að vera ljóst hefur sveitin farið mikla sigurför um heiminn á síðustu árum. Sveitin var stofnuð árið 2012 og samanstendur af þeim Jökli, Davíð Antonssyni, Daníel Kristjánssyni, Rubin Pollock og Þorleifi Gauki Davíðssyni.
Bandaríkin Kaleo Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“