Íslendingarnir þrír sem leika með Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta komu allir við sögu þegar liðið heimsótti Frederica í dag.
Rúnar Kárason skoraði tvö mörk en þeir Gunnar Steinn Jónsson og Daníel Þór Ingason gerðu sitt markið hvor þegar Ribe-Esbjerg gerði jafntefli. Rúnar var einnig stoðsendingahæstur Esbjerg manna með þrjár stoðsendingar.
Lokatölur 29-29 eftir að staðan í leikhléi var einnig jöfn, 14-14.
