Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson skrifar 14. september 2019 07:45 Utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna funduðu í Borgarnesi í vikunni. Bönd þessara ríkja hafa styrkst með hverju ári. Umræður um alþjóða- og öryggismál einkenndu fundinn sem og málefni norðurslóða og Evrópumál. Fernt stendur upp úr: Í fyrsta lagi sterkur vilji Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóðanna til nánara samstarfs á sviði varnar- og öryggismála. Á tímum kalda stríðsins forðuðust menn að ræða slík mál á vettvangi norræns samstarfs. Það hefur breyst mjög. Þetta öryggissamstarf hlýtur að byggja á sterkri varnargetu Bandaríkjanna. Öryggi norrænna þjóða kallar enn á sterkt Atlantshafssamstarf. Í öðru lagi er ástæða til að fagna samstöðu ríkjanna um framkvæmd tillagna úr svokallaðri Stoltenberg-skýrslu frá 2009 þar sem dregin var upp framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Ráðherrarnir hyggjast skila áætlun um framhald þeirrar mikilvægu vinnu í lok október. Í skýrslunni var vikið að þeim þætti öryggismála er lýtur að björgunar- og viðbragðsþjónustu vegna síaukinnar umferðar skipa og einnig kveðið á um aukið samstarf strandgæslna. Lagt var til að stofnuð yrði norræn viðbragðssveit á sjó sem sérhæfði sig í leit og björgun. Það hefur ekki gengið eftir. Aukin björgunar- og viðbragðsgeta á norðurslóðum er ekki síst mikilvæg fyrir Ísland. Viðbrögð við bráðamengun eða stórslysum á stórum farþegaskipum kalla á mannafla og tæki sem einungis fæst með samstarfi við nágranna okkar og vinaþjóðir. Í þriðja lagi dró fundurinn fram mikilvægi þess að þjóðirnar vinni nánar saman að netöryggismálum og vörnum gegn tölvuárásum. Utanríkisráðherra Danmerkur tók dæmi af tölvuárásum nettröllaiðju í Pétursborg. Einungis með samstarfi geti Norðurlönd varið eigið frelsi. Undir þessar öryggisógnir tók meðal annars fulltrúi Eistlands sem minnti á að tölvuárás á eina þjóð geti haft alvarleg áhrif á aðrar þjóðir. Eystrasaltsþjóðirnar hafa lagt talsverða vinnu í netvarnir gagnvart nágrannanum í austri. Í fjórða lagi var minnt á að loftslagsmál eru orðin mikilvægur þáttur í þjóðaröryggi. Það var gert með sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherranna um loftslagsaðgerðir. Það er ekki síst á norðurslóðum sem loftslagsbreytingar kunna að hafa alvarleg og raskandi áhrif. Kolefnislosun á heimsvísu í nýjum hæðum krefur okkur um afdráttarlausari aðgerðir í loftslagsmálum. Náið samstarf Íslands við Norðurlönd og Eystrasaltsríkin er okkur afar mikilvægt. Það er ærið verkefni að standa vörð um norræn gildi og styrkja stöðu réttarríkisins, lýðræðis og mannréttinda sem víða eiga undir högg að sækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna funduðu í Borgarnesi í vikunni. Bönd þessara ríkja hafa styrkst með hverju ári. Umræður um alþjóða- og öryggismál einkenndu fundinn sem og málefni norðurslóða og Evrópumál. Fernt stendur upp úr: Í fyrsta lagi sterkur vilji Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóðanna til nánara samstarfs á sviði varnar- og öryggismála. Á tímum kalda stríðsins forðuðust menn að ræða slík mál á vettvangi norræns samstarfs. Það hefur breyst mjög. Þetta öryggissamstarf hlýtur að byggja á sterkri varnargetu Bandaríkjanna. Öryggi norrænna þjóða kallar enn á sterkt Atlantshafssamstarf. Í öðru lagi er ástæða til að fagna samstöðu ríkjanna um framkvæmd tillagna úr svokallaðri Stoltenberg-skýrslu frá 2009 þar sem dregin var upp framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Ráðherrarnir hyggjast skila áætlun um framhald þeirrar mikilvægu vinnu í lok október. Í skýrslunni var vikið að þeim þætti öryggismála er lýtur að björgunar- og viðbragðsþjónustu vegna síaukinnar umferðar skipa og einnig kveðið á um aukið samstarf strandgæslna. Lagt var til að stofnuð yrði norræn viðbragðssveit á sjó sem sérhæfði sig í leit og björgun. Það hefur ekki gengið eftir. Aukin björgunar- og viðbragðsgeta á norðurslóðum er ekki síst mikilvæg fyrir Ísland. Viðbrögð við bráðamengun eða stórslysum á stórum farþegaskipum kalla á mannafla og tæki sem einungis fæst með samstarfi við nágranna okkar og vinaþjóðir. Í þriðja lagi dró fundurinn fram mikilvægi þess að þjóðirnar vinni nánar saman að netöryggismálum og vörnum gegn tölvuárásum. Utanríkisráðherra Danmerkur tók dæmi af tölvuárásum nettröllaiðju í Pétursborg. Einungis með samstarfi geti Norðurlönd varið eigið frelsi. Undir þessar öryggisógnir tók meðal annars fulltrúi Eistlands sem minnti á að tölvuárás á eina þjóð geti haft alvarleg áhrif á aðrar þjóðir. Eystrasaltsþjóðirnar hafa lagt talsverða vinnu í netvarnir gagnvart nágrannanum í austri. Í fjórða lagi var minnt á að loftslagsmál eru orðin mikilvægur þáttur í þjóðaröryggi. Það var gert með sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherranna um loftslagsaðgerðir. Það er ekki síst á norðurslóðum sem loftslagsbreytingar kunna að hafa alvarleg og raskandi áhrif. Kolefnislosun á heimsvísu í nýjum hæðum krefur okkur um afdráttarlausari aðgerðir í loftslagsmálum. Náið samstarf Íslands við Norðurlönd og Eystrasaltsríkin er okkur afar mikilvægt. Það er ærið verkefni að standa vörð um norræn gildi og styrkja stöðu réttarríkisins, lýðræðis og mannréttinda sem víða eiga undir högg að sækja.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun