Rukka lengur og meira og gjaldskylda á sunnudögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2019 12:17 Það verður dýrar að leggja bílnum í miðborginni með samþykkt tillögunnar. Vísir/vilhelm Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að lengja gjaldskyldutíma bifreiða á gjaldsvæði 1 í Reykjavík, auk þess sem gjaldskylda verður tekin upp á sunnudögum. Þá verður gjaldskrá einnig hækkuð á öllum gjaldsvæðum í borginni.Sjá einnig: Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og aðalmaður í skipulags- og samgönguráði greindi frá samþyktinni á Twitter-reikningi sínum í gær.Í skipulags og samgönguráði samþykktum við að lengja gjaldskyldutíma til kl. 20 á vinsælustu stöðum. Þá verður tekin upp gjaldskylda á sunnudögum #aðförin #scpv— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) September 11, 2019 Gjaldskyldutillögurnar voru samþykktar í ráðinu af borgarfulltrúum Viðreisnar, Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Í samþykktinni, sem nú er aðgengileg í fundargerð ráðsins á vef Reykjavíkurborgar, kemur fram að gjaldsvæði í borginni verði stækkað og afmarkast nú eins og sést á meðfylgjandi korti. Þá verður Borgartún gert að gjaldsvæði 1 í stað gjaldsvæðis 2, frá Katrínartúni að Bríetartúni.Skjáskot/ReykjavíkurborgEinnig verður gjaldskylda lengd á gjaldsvæði 1, að undanskildu Borgartúni, frá 9-20 virka daga og frá 10-20 á laugardögum. Þá verði gjaldskylda sett á svæðið á sunnudögum frá 10-16, einnig að undanskildu Borgartúni. Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. Gjald hækkað fyrir gjaldsvæði 1 úr 340 kr/klst í 400 kr/klst og á gjaldsvæði 2 og 4 úr 190 kr/klst í 200 kr/klst. Á gjaldsvæði 3 verður sú breyting gerð að gjaldið verði 100 kr/klst í stða þess að vera 190 kr/klst fyrir fyrstu tvær klukkustundirnar og 55 kr/klst eftir það. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði lagði fram eftirfarandi bókun við afgreiðslu málsins:Nú er lagt til að lengja gjaldskyldutímann, hafa gjaldskyldu á sunnudögum og gera fleiri gjaldsvæði að gjaldsvæði 1. Allt snýst þetta um að gera bílafólki eins erfitt fyrir og hægt er, að koma á bílnum sínum í bæinn. Annar ávinningur er ekki sýnilegur. Afleiðingar munu ekki standa á sér, æ fleiri Íslendingar, íbúar úthverfa munu hætta að leggja leið sína í bæinn. Þetta eru harkalegar aðgerðir á meðan ekki er boðið upp á strætó sem fýsilegan kost. Flokkur fólksins vill ítreka að borgin er fyrir alla, líka þá sem koma á bíl sínum. Í það minnsta er nokkuð ljóst að þetta mun varla leiða til þess fólk sem býr langt frá miðbænum ákveði nú að leggja bíl sinum og koma hjólandi í miðbæinn. Allir vita að það mun varla gerast. Fólk notar bíl sinn af mörgum ástæðum. Gagnbókun fulltrúa Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar hljóðaði svo:Stækkun gjaldskyldra svæða og lenging gjaldskyldutíma er í samræmi við þá stefnu sem mótuð hefur verið og útfærð í stýrihópi um bílastæðamál. Markmiðin eru: betri stýring umferðar, hagkvæmari nýting stæða og auknar tekjur. Sanngjörn gjaldtaka hvetur til fjölbreyttari ferðamáta og minnkar umfang þess að fallegt borgarrými sé nýtt sem langtímageymslusvæði fyrir bíla. Bílar Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. 4. júlí 2019 14:26 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að lengja gjaldskyldutíma bifreiða á gjaldsvæði 1 í Reykjavík, auk þess sem gjaldskylda verður tekin upp á sunnudögum. Þá verður gjaldskrá einnig hækkuð á öllum gjaldsvæðum í borginni.Sjá einnig: Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og aðalmaður í skipulags- og samgönguráði greindi frá samþyktinni á Twitter-reikningi sínum í gær.Í skipulags og samgönguráði samþykktum við að lengja gjaldskyldutíma til kl. 20 á vinsælustu stöðum. Þá verður tekin upp gjaldskylda á sunnudögum #aðförin #scpv— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) September 11, 2019 Gjaldskyldutillögurnar voru samþykktar í ráðinu af borgarfulltrúum Viðreisnar, Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Í samþykktinni, sem nú er aðgengileg í fundargerð ráðsins á vef Reykjavíkurborgar, kemur fram að gjaldsvæði í borginni verði stækkað og afmarkast nú eins og sést á meðfylgjandi korti. Þá verður Borgartún gert að gjaldsvæði 1 í stað gjaldsvæðis 2, frá Katrínartúni að Bríetartúni.Skjáskot/ReykjavíkurborgEinnig verður gjaldskylda lengd á gjaldsvæði 1, að undanskildu Borgartúni, frá 9-20 virka daga og frá 10-20 á laugardögum. Þá verði gjaldskylda sett á svæðið á sunnudögum frá 10-16, einnig að undanskildu Borgartúni. Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. Gjald hækkað fyrir gjaldsvæði 1 úr 340 kr/klst í 400 kr/klst og á gjaldsvæði 2 og 4 úr 190 kr/klst í 200 kr/klst. Á gjaldsvæði 3 verður sú breyting gerð að gjaldið verði 100 kr/klst í stða þess að vera 190 kr/klst fyrir fyrstu tvær klukkustundirnar og 55 kr/klst eftir það. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði lagði fram eftirfarandi bókun við afgreiðslu málsins:Nú er lagt til að lengja gjaldskyldutímann, hafa gjaldskyldu á sunnudögum og gera fleiri gjaldsvæði að gjaldsvæði 1. Allt snýst þetta um að gera bílafólki eins erfitt fyrir og hægt er, að koma á bílnum sínum í bæinn. Annar ávinningur er ekki sýnilegur. Afleiðingar munu ekki standa á sér, æ fleiri Íslendingar, íbúar úthverfa munu hætta að leggja leið sína í bæinn. Þetta eru harkalegar aðgerðir á meðan ekki er boðið upp á strætó sem fýsilegan kost. Flokkur fólksins vill ítreka að borgin er fyrir alla, líka þá sem koma á bíl sínum. Í það minnsta er nokkuð ljóst að þetta mun varla leiða til þess fólk sem býr langt frá miðbænum ákveði nú að leggja bíl sinum og koma hjólandi í miðbæinn. Allir vita að það mun varla gerast. Fólk notar bíl sinn af mörgum ástæðum. Gagnbókun fulltrúa Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar hljóðaði svo:Stækkun gjaldskyldra svæða og lenging gjaldskyldutíma er í samræmi við þá stefnu sem mótuð hefur verið og útfærð í stýrihópi um bílastæðamál. Markmiðin eru: betri stýring umferðar, hagkvæmari nýting stæða og auknar tekjur. Sanngjörn gjaldtaka hvetur til fjölbreyttari ferðamáta og minnkar umfang þess að fallegt borgarrými sé nýtt sem langtímageymslusvæði fyrir bíla.
Bílar Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. 4. júlí 2019 14:26 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. 4. júlí 2019 14:26